Fréttatíminn - 17.08.2012, Page 44
42 bílar Helgin 17.-19. ágúst 2012
Mercedes-Benz nýr cLs 63 shooting Brake á Markað í haust
toyota aukin sparneytni og Minni Mengun
Aukið úrval hybrid-bíla með
tilkomu Yaris Hybrid
Landsmenn hafa tileinkað sér Hybrid tæknina í
fólksbílum ef marka má söluna á Toyota Yaris Hybrid
á undanförnum vikum. Yaris Hybrid var kynntur hér
á landi í byrjun júlí og um 25 bílar eru þegar komnir
á götuna. Um 50 nýir Yaris Hybrid-eigendur fá síðan
bílinn afhentan á næstu vikum, að því er fram kemur
í tilkynningu Toyota á Íslandi.
„Hybridbílar eru venjulegir bensínbílar en þeir
breyta orku sem annars fer til spillis þegar bíllinn
bremsar í rafmagn sem notað er ásamt bensínvélinni
til að knýja bílinn áfram. Hybridbílar eru því spar-
neytnari en sambærilegir bílar og menga minna.
Yaris Hybrid eyðir frá 3,5 lítrum í blönduðum akstri.
CO2 útblástur er aðeins 79 g/km. Frá árinu 1997
þegar Toyota kynnti Prius, fyrsta hybridbílinn hafa
hybridbílar frá Toyota og Lexus notið vaxandi vin-
sælda og hafa þeir selst í yfir 4 milljónum eintaka.
Með tilkomu Yaris Hybrid er enn aukið við úrval
hybridbíla í vörulínu Toyota. Fyrir eru Prius og Aur-
is en stefna Toyota er sú að bjóða þessa tækni í öllum
gerðum sem seldar eru í Evrópu fyrir árið 2020.
Með því kemur fyrirtækið,“ segir í tilkynningu þess,
„til móts við síauknar kröfur um umhverfisvæna og
eyðslugranna bíla.“
Um 25 nýir Yaris Hybrid eru
komnir á götuna og um 50
væntanlegir á næstu vikum.
Búningar Manchester United merktir
Chevrolet
Nýr auglýsingasamningur bílaframleiðandans Chevrolet við knattspyrnufélagið
Manchester United færir félaginu 67 milljarða króna fram til ársins 2021. Þessi
samningur er sá hæsti sem þekkist í knattspyrnuheiminum, segir á síðu Bílabúðar
Benna, umboðsaðila Chevrolet.
„Frá og með árinu 2014,“ segir enn fremur, „verða búningar Manchester United
kirfilega merktir Chevrolet. Chevrolet byrjar strax að greiða félaginu, 2,2 milljarða
króna fyrir árið í ár og aftur næsta ár. Greiðslan hækkar svo í 8,4 milljarða árið 2014
og mun svo hækka um 2,1% út samningstímann sem gildir til ársins 2021.“
Chevrolet verður auglýstur á búningum Manchester United.
Lúxusbílll í langbaksútgáfu
M ercedes-Benz kynnir til leiks nýjan bíl, CLS 63 Shooting Brake, sem er lúxusbíll í lang-baksútgáfu. Bíllinn kemur á markað í haust.
Nafngiftin er allgömul og komin frá Bretlandi en
Shooting Brake var notað yfir vagna sem breski aðall-
inn ferðaðist í á veiðar. Vagnarnir höfðu mikið farang-
ursrými fyrir skotvopn og annan veiðibúnað. Í seinni
tíð er nafngiftin tengd bílum með stóru farangursrými.
CLS 63 Shooting Brake heldur í hefðina og tekur mikið
af farangri en bíllinn er með 590 lítra farangursrými og
alls 1.550 lítra ef aftursætisbökin eru niðurfelld.
CLS Shooting Brake verður í fyrstu boðinn með
fjórum gerðum véla, tveimur bensínvélum og tveimur
dísilvélum. Grunngerðin verður CLS 250 CDI sem er
204 hestafla. CLS 350 CDI er með sex strokka dísilvél,
265 hestöfl og togið er 620 Nm. Bensínvélarnar eru CLS
350, með V6 vél og CLS 500, með V8 vél, sem eru 306
og 408 hestafla. Allar gerðirnar eru með sjö þrepa sjálf-
skiptingu. Bíllinn verður líka fáanlegur með fjórhjóla-
drifi með stærri vélunum.
Nafnið Shooting Brake gefur til kynna
að farangursrými bílsins sé mikið.
Ný kynslóð Mazda 6 á Evrópumarkað
fyrir árslok
Nýjasta kynslóð Mazda 6 bílsins
sem nú sést fyrst í heilu lagi,
reyndar skreyttur blómum,
er komin í framleiðslu, segir á
síðu Brimborgar, umboðsaðila
Mazda. „Næsta kynslóð Mazda
6 deilir Skyactiv spartækninni
með Mazda CX-5 bílnum sem
frumsýndur var hér á landi
fyrir skömmu en sömuleiðis
deilir Mazda 6 Kodo-hönnunar-
stílnum sem CX-5 byggir á,“
segir enn fremur og síðan: „Þeir
bílkaupendur sem eru í bílahug-
leiðingum á næstunni og setja útlit, akturseiginleika og rekstraröryggi ofarlega ættu
því að hinkra eftir frumsýningunni á Mazda 6 áður en skarið er tekið af.
Til viðbótar við glæsilegt útlit Mazda 6 og frábæru Skyactiv spartæknina mun Mazda
einnig í fyrsta skiptið kynna til sögunnar i-ELOOP endurhleðslutæknina sem nýtir
hemlaafl bílsins til orkuframleiðslu. Þessi tækni mun koma með start/stop tækninni
og er fastlega búist við því að Mazda 6 muni af þessum sökum ná því að verða
sparneytnasti bíllinn í sínum flokki, þrátt fyrir gríðarlegan útbúnað og lúxus.“
Mazda 6 mun koma á markað í Evrópu fyrir árslok.
chrysLer nýr jeppi Byggður á grunn-
pLötu Fiat
Kemur í stað Jeep Liberty
Samsetningarverksmiðja
Chrysler/Fiat í Toledo í Ohio
var stöðvuð í gær, 16. ágúst,
en hún verður nú stillt af fyrir
framleiðslu á nýrri gerð jeppa.
Þessi nýi Chrysler jeppi verður
byggður er að hluta á tækni
frá Fiat og kemur í stað Jeep
Liberty, en framleiðslu á honum
verður hætt, að því er fram
kemur hjá Automotive News,
sem vitnað er til á síðu Félags
íslenskra bifreiðaeigenda.
„Nýi jeppinn er byggður á grunnplötu Alfa Romeo Giulietta en hún verður einnig
burðarásinn undir fleiri nýjum bílgerðum sem ætlunin er að framleiða bæði sem Chrysler
og Fiat. Þótt Jeep Liberty hafi ekki verið framleiddur lengi þá er ekki hægt að segja að
hann hafi slegið í gegn. Salan á honum hefur alla tíð verið mun minni en upphaflegar
vonir stóðu til. En menn eru bjartsýnir á að nýi sameiginlegi Fiat/Chrysler jeppinn muni
falla kaupendum betur í geð því að vegna framleiðslu hans og breytinga á verksmiðjunni í
Toledo er varið 1,7 milljörðum dollara og 1.100 nýir starfsmenn verða ráðnir til að byggja
nýja jeppann,“ segir enn fremur.
Nýi jeppinn kemur í stað Jeep Liberty.
Mazda 6 er kominn í framleiðslu og sést hér,
blómum skreyttur.
H E LGA R BL A Ð