Fréttatíminn - 17.08.2012, Síða 54
52 bíó Helgin 17.-19. ágúst 2012
Ég er
ekki að
segja
að hann
geri ekki
slæma
hluti.
Hann er
vondur
maður
sem
drepur
fólk.
Frumsýndar
James Bond HeFur staðið vaktina í 50 ár
Karlremban sem elskaði mig
s ean Connery lék James Bond í Dr. No og varð strax hinn eini sanni Bond í hugum flestra og það var ekki fyrr en
Daniel Craig tók að sér hlutverkið í Casino Ro-
yale árið 2006 að stöðu Connerys á stallinum
var ógnað. Connery var þó ekki sjálfkjörinn í
hlutverkið á sínum tíma og framleiðendurnir
voru framan af með sjálfan Cary Grant efstan
á óskalistanum. Þá var Ian Fleming, höfundur
James Bond-bókanna, vægast sagt ósáttur
með Connery í fyrstu en leikarinn vann á
þannig að Fleming endaði með að skrifa
skoska ættarsögu Bonds inn í seinni bækur
sínar.
Fyrsta James Bond-bókin, Casino Royale,
kom út árið 1953 þannig að það er óhætt að
segja að Bond sé í grunninn kaldastríðs-
hetja. Hann tókst strax í upphafi á við skúrka
frá Sovétríkjunum, útsendara KGB og aðra
austantjaldstudda sem ógnuðu hinum frjálsa
heimi eftirstríðsáranna.
Sagan segir að Ian Fleming hafi ekki síst
skapað Bond til þess að hressa upp á sjálfs-
traust breskrar þjóðarsálar sem stóð í skugga
tveggja stórvelda eftir að seinni heimsstyrj-
öldin hafði verið gerð upp. Það má segja að
það hafi tekist þar sem Bond hefur orðið ofan
á í viðskiptum stórveldanna í sýndarveruleika
kvikmyndanna í 50 ár og með tilkomu Daniels
Craig er óhætt að segja að Bond hafi tekist að
laga sig vel að breyttri heimsmynd.
James Bond í bókum Flemings er karl-
remba, rasisti og sadisti. Leyfið sem hann
hefur til að drepa virðist stundum eins og fríð-
indi í hans huga og þessi sadíska taug í honum
skilaði sér í Dr. No í meðförum Connerys.
Jafnvel þótt tilfinningakuldi hans væri tónaður
töluvert niður miðað við hvernig hann var í
bókinni. Bond og félagar hans í leyniþjónust-
unni tala niður til samkynhneigðra og hör-
undsdökkra, bæði í skýrslum og samtölum sín
á milli. Bond er því á prenti málpípa viðhorfa
sem flestum þykja ótæk í dag.
Viðhorf Bonds til kvenna eru sér kapítuli út
af fyrir sig og sumt af því sem Bond hugsar og
segir um konur hjá Fleming er vart birtingar-
hæft í virðulegu blaði eins og Fréttatímanum.
Látum samt eitt dæmi flakka úr Þrumufleyg,
íslenskri þýðingu Thunderball:
„Konur eru oft athugulir og góðir bíl-
stjórar, en mjög sjaldan fyrsta flokks. Yfirleitt
fannst Bond þær fremur hættulegar, lét þær
alltaf hafa nóg pláss á veginum og var við
öllu búinn. Fjórar konur í bíl fannst honum
hámark allrar áhættu og tvær konur næstum
því dauðadómur. Konur geta aldrei þagað í bíl
og um leið og þær tala þurfa þær að horfa hver
á aðra. Þeim er ekki nóg að tala saman.... En
þessi stúlka ók einsog karlmaður. Hún beitti
allri athyglinni að veginum og ökuspeglinum,
áhaldi sem konur nota mjög sjaldan nema til
þess að snyrta sig í framan.“ Sérkennilegt
vægast sagt þegar þetta er lesið árið 2012.
Þegar Roger Moore tók við númerinu 007
af Sean Connery færðist áherslan frá hinum
ískalda og fúsa morðingja yfir í sprell og
fíflagang. Allir grunnþættir Bond-myndanna
héldu sér þó og ekki vantaði hasar, Bond-
stúlkur, flotta bíla og geggjaðar græjur. Njósn-
arinn sjálfur er hins vegar í raun allt annar
maður og þótt Moore hafi leikið Bond manna
oftast þá er hann jafnan neðstur á listum yfir
bestu Bondana. Connery hefur haldið sessi
sínum en ef fram heldur sem horfir hlýtur
Daniel Craig að skáka honum í framtíðinni.
Craig nálgast Bond á svipaðan hátt og Con-
nery. Allt glens er á bak og burt og Bond er
ískaldur og banvænn og hefur fundið fótfestu
á ný eftir að hafa verið dálítið í lausu lofti eftir
að járntjaldið féll.
Framleiðendur Bond-myndanna fagna
fimmtugsafmælinu með frumsýningu 23
myndarinnar, Skyfall, í október og það sem
þegar hefur sést úr henni bendir til að leik-
stjórinn Sam Mendes hafi föst tök á efninu og
ekkert verði gefið eftir. Og Craig veit sjálfsagt
upp á hár hvað hann er að gera en þetta sagði
hann um Bond í viðtali við Fréttablaðið árið
2006 í kringum frumsýningu Casino Royale:
„Ég er ekki að segja að hann geri ekki
slæma hluti. Hann er vondur maður sem drep-
ur fólk og hann er ekkert sérstaklega góður
við konur en innst inni er hann dyggðugur
og heiðarlegur. Hann klárar málin, leysir sín
verkefni og nær vonda karlinum.“
Fyrsta James Bond-myndin, Dr. No, var frumsýnd í október árið 1962. Þessi vaskasti njósnari
hennar hátignar hefur því staðið vörð um hinn frjálsa heim í bíó í fimmtíu ár. Sex leikarar hafa
á þessum tíma leikið Bond. Bond-myndirnar eru næst tekjuhæsti kvikmyndabálkur sögunnar en
aðeins myndirnar átta um Harry Potter hafa skilað meiri hagnaði en Bond-myndirnar sem að vísu
verða orðnar tuttugu og þrjár með frumsýningu Skyfall í október.
Þórarinn
Þórarinsson
toti@frettatiminn.is
Grínfélagarnir Ben Stiller og Vince
Vaughn hafa brallað ýmislegt í gegnum
tíðina og í The Watch eru þeir mættir til
leiks á svipuðum nótum og áður með ekki
síðri spaugara, Jonah Hill og Richard
Ayoade, sér til fulltingis. Hill hefur verið á
fljúgandi siglingu undanfarin ár og gert það
gott í til dæmis 21 Jump Street, Moneyball
og Superbad. Ayoade er síðan fyrst og
fremst þekktur fyrir snilldar gamanleik í
bresku sjónvarpsþáttunum IT-Crowd.
Fjórmenningarnir leika nágranna í frek-
ar daufu úthverfi og til þess að lífga upp
á tilveruna fær nýjasti gaurinn í hópnum,
sem Stiller leikur, þá frábæru hugmynd
að stofna nágrannavörslu. Gæslan er þó
fyrst og fremst hugsuð sem afsökun fyrir
þá félaga til þess að komast út af heimilum
sínum og skemmta sér saman.
Vinirnir njóta fríðinda gæslunnar þó
ekki lengi þar sem þeir komast að því að
óvinveittar geimveur hafa hreiðrað um sig
í bænum og eru smám saman að taka sam-
félagið yfir með því að sigla undir fölsku
flaggi þannig að engum er treystandi.
Félagarnir þurfa þá heldur betur að hysja
upp um sig brækurnar og taka á honum
stóra sínum í sígildri baráttu góðs og ills.
Aðrir miðlar: Imdb: 5.7, Rotten Tomatoes:
16%, Metacritic: 35%
Aular berjast við geimverur í úthverfi
Fjórmenningarnir
vígbúast gegn inn-
rásarher utan úr
geimnum.
Bíódómur total recall
Dapurleg endurminning
ParaNorman
Norman
Babcock
er ósköp
venjulegur,
vel gefinn
ellefu ára
drengur
fyrir
utan það eitt að flestir kunningjar hans
eru dauðir. Norman býr í smábæ sem
var vettvangur mikilla nornaveiða fyrir
þremur öldum. Þessir fjarlægu atburðir
eru efni í sögur hjá bæjarbúum en þetta
stendur Norman miklu nær þar sem hann
er gæddur þeirri gáfu að geta séð og talað
við þá framliðnu sem enn eru á sveimi.
Þegar 300 ára nornabölvun blossar upp og
hinir dauðu rísa og herja á bæinn heldur
Norman einn ró sinni og skerst í leikinn.
Aðrir miðlar: 7.3, Rotten Tomatoes: 69%,
Metacritic: 68%
Step Up Revolution
Fjórða myndin í dansmyndaflokknum sem
kenndur er við Step Up fjallar um unga
stúlku sem kemur til Miami í von um að
fá vinnu sem atvinnudansari. Hún kemst í
kynni við dansara sem fer fyrir dans-
hópnum The Mob sem fer með óvæntar
dansuppákomur víðs vegar um borgina.
Þau fella hugi saman en þegar viðskipta-
maður ætlar sér að rífa eitt uppáhalds
svæði hópsins þurfa dansararnir að grípa
til sinna ráða.
Aðrir miðlar: Imdb: 5.7, Rotten Tomatoes:
42%, Metacritic: 43%
Daniel Craig
leikur James
Bond í þriðja
sinn í Skyfall,
23 Bond-
myndinni sem
er frumsýnd
í október
þegar kvik-
myndabálkur-
inn verður
fimmtugur.
Sjálfsagt má með góðum vilja tína
til einhverjar endurgerðir gamalla
bíómynda sem hafa átt eitthvert
erindi og jafnvel einhverju við það
sem áður hafði verið gert að bæta.
Mun auðveldara þó að láta sér detta
til hugar slappar og tilgangslausar
endurgerðir eins og Psycho, eftir
Gus Van Sant, Get Carter, með Syl-
vester Stallone og The Wicker Man
með Nicolas Cage.
Snúningur Len Weisman á Total
Recall, 22 ára gamalli framtíðar- og
ofbeldisveislu hollenska leikstjór-
ans Paul Verhoeven, fer lóðbeint í
seinni flokkinn. Arnold Scwarze-
negger var í góðu formi, sjálfum sér
líkur, í frummyndinni og tókst á við
unga og ljóngrimma Sharon Stone
og illmennið Richter sem Michael
Ironside gerði dásamleg skil.
Sá litlausi og takmarkaði leikari
Colin Farrell er hér kominn í stað
Arnolds í hlutverki Doug Quaid sem
lifir fábrotnu lífi í Ástralíu sem er
annað tveggja íbúðarhæfra svæða
á jarðkringlunni. Landið er nýlenda
Sameinaðs Bretlands sem kúgar al-
múgann og notar í skítastörf. Ástr-
alía kemur hér inn í stað reikistjörn-
unnar Mars í gömlu
myndinni og þau
býtti eru ansi döpur.
En hvað um það.
Quaid lætur endur-
teknar draumfarir
sínar um mikinn
lífsháska hrekja sig
á vit Rekall, fyrirtækis sem plantar
fölskum og spennandi minningum
í kollinn á fólki. Hann pantar sér
njósnapakka en áður en fyllt er á
minni hans verður allt brjálað. Hann
er hundeltur af vondum mönnum og
kemst smám saman að því að hann
er þrautþjálfaður njósnari.
Weisman skákar í því skjóli að
hann fylgi smásögu Philip K. Dick
betur eftir en Verhoeven en honum
verður ekki kápan úr því klæðinu.
Myndin er of löng og á köflum
langdregin og merkilega lík forver-
anum fyrir utan að We-
isman sneiðir hjá öllu
því flottasta, snjallasta
og skemmilegasta sem
Verhoeven bauð upp.
Semsagt tilgangslaus
þvælingur.
Útlit myndarinnar er
þó til fyrirmyndar og hún heldur
ágætis dampi framan af en smart
sviðsmyndin ber þess öll merki að
Weisman virðist miklu frekar vilja
vera að endurgera Blade Runner.
Vonandi fær hann það verkefni
aldrei. Þórarinn Þórarinsson
MEÐ STUÐNINGI REYKJAVÍKURBORGAR OG KVIKMYNDAMIÐSTÖÐVAR ÍSLANDS CAFÉ/BAR, opið 17-23
VERTU FASTAGESTUR!
Ódýrara í bíó með aðgangskortum!
Sjá sýningartíma á BIOPARADIS.IS og MIDI.IS
SKÓLANEMAR: 25% afsláttur
gegn framvísun skírteinis!
NÝTT Í BÍÓ PARADÍS!
TÍU TÍMAR TIL
PARADÍSAR
HVERSU LANGTMYNDIR ÞÚ FARA
TIL AÐ FINNA ÁSTINA?
TEDDY BEAR
KVIKMYND EFTIR
RAGNHILDI STEINUNNI
JÓNSDÓTTUR
HEIMILDAMYND UM
KYNLEIÐRÉTTINGU
HRAFN-
HILDUR
TÓNLEIKAR!
MENNINGARNÓTT
FRÁ 19:30 - FRÍTT INN
FOMA | BOOGIE TROUBLE |
CATERPILLARMEN |
BOB
I’M FINE THANKS
SUNNUDAG 18:00 - FRÍTT INN