Fréttatíminn


Fréttatíminn - 17.08.2012, Side 56

Fréttatíminn - 17.08.2012, Side 56
Helgin 17.-19. ágúst 201254 tíska Kyssti sólin á þér kollinn í sumar? Nú fer sá tími að ganga í garð að ljósið er á und- anhaldi við verðum aftur innipúkar, setjumst á skólabekk eða vinnan hellist yfir okkur, sum- arfríið er búið. Það sem flest okkar upplifum á haustin, hvort heldur sem við erum með litað hár eða náttúrulit, ljóst hár eða dökkt, er að rótin virðist allt í einu miklu dekkri, sólin hefur einfaldlega kysst á okkur kollinn. Endarnir og yfirborð hársins er orðið miklu ljósara. Þegar sólarljósið minkar og við erum ekki eins mikið úti í birtunni fer rótin aftur að vaxa fram dökk. Það sem flestir gera þá á haustin er að skella sér í strípur til að lýsa rótina eða að dekkja hárið aftur með skoli eða lit. En þá er þessi yndislega sólkyssta áferð farin og við þurfum að bíða til komandi sumars eftir næsta kossi. Ég er þó að hugsa um að láta sólina halda áfram að kyssa mig, eða betur sagt, ætla ég að taka að mér hlutverk sólar- innar í vetur. Sólkossa strípur er það heitasta í hárheim- inum í dag og af hverju ættum við ekki að not- færa okkur tæknina og lengja sumarið örlítið. Sólkossar eru líka ekki næstum eins skað- legir fyrir hárið eins og að setja strípur í allt hárið. Vonandi verð ég ekki komin með vara- þurrk eftir veturinn. Gestapistla- höfundur vikunnar er Íris Sveinsdóttir hárgreiðslumeistari „Ég myndi lýsa fataskápnum mínum sem troðfullum þar sem bolir, gollur og gallabuxur eru í meirihluta,“ segir Jón Gísli Ström, 19 ára fótboltakappi hjá ÍR. „Fötin mín kaupi ég helst erlendis þar sem leið mín liggur yfirleitt alltaf í H&M en þegar ég er hér heima er frænka mín, sem búsett er í Hollandi, alltaf hjálpsöm með að senda mér föt frá uppáhalds búðunum mínum. Ég eyði ekki miklum tíma í að hafa mig til á morgnana en ég er oft búinn að ákveða kvöldinu áður hverju ég ætla að klæðast.“ Þegar Jón er spurður út í tískufyrir- mynd er hann tilbúinn með svarið. „David Beckham. Hann er alltaf nettur, klæðir sig vel og með flottan lífstíl.“ Tískufyrirmyndin er David Beckham 5 dagar dress Mánudagur Skór: Ubran Outfitters Buxur: H&M Peysa: H&M Úr: Rodium Fyrirsætuferill Kate á bók Aðdáendur ofurfyrirsætunnar Kate Moss hafa margir beðið eftir bókinni sem loksins er væntanleg í verslanir Lundúna í byrjun nóvember. Bókin spannar allan feril fyrirsætunnar, frá því að hún var uppgötvuð á Heathrow-flugvelli til dagsins í dag. Bókin hefur fengið titilinn Kate: The Kate Moss Book og er skrifuð af hluta til af henni sjálfri, ásamt fyrrverandi kærastanum hennar Jefferson Hack, sem rit- stýrir bókinni. Bókin mun skarta átta mismunandi forsíðum, með Kate í aðallhlutverki, ljósmynduð af jafn mörgum ljósmyndurum á mismunandi æviskeiðum. Nýjasta andlit Topshop Disney-stjarnan Demi Lovato hefur klæðst litlu öðru en fötum frá breska tískuhúsinu Topshop upp á síðkastið og er nú orð- rómur að kreiki um að hún verði fyrsta stjarnan til þess að vera andlit fyrirtækisins. Hún hefur verið gangandi auglýsing fyrir tískuhúsið á ferðalagi sínu sem X Factor dómari núna í sumar og hefur hún náð að skapa sér sinn eigin persónulega stíl út frá tískutrendum tískufyrirtæksins. Orðrómurinn hefur þó ekki enn verið staðfestur, en sést hefur til hennar á fundi með eiganda Topshop, sir Philip Green. Þriðjudagur Skór: Sautján Buxur: H&M Peysa: H&M Miðvikudagur Skór: Topman Buxur: Sautján Peysa: Urban Outfitters Símahulstur: H&M Fimmtudagur Skór: Skór.is Buxur: Sautján Skyrta: Levi’s Peysa: Urban Outfitters Slaufa: Dr. Denim Föstudagur Skór: Sautján Buxur: H&M Skyrta: H&M Slaufa: Dr. Denim Jakki: Levi’s Vefsíða fyrir tískuunenndur Vefsíðan Pinterest.com hefur vaxið hratt á síðustu mán- uðum innan tískuheimsins þar sem tískuunnendur safna saman á sitt eigið vefsvæði innblæstri fyrir tísku, hönnun og lífstíl. Á vefsíðunni er hægt að skoða innblástur annarra, þar á meðal helstu tísku- tímarita heims, tískubloggara, Hollywood-stjarna og fyrir- sætna, sem daglega uppfæra myndaalbúmin með nýjustu tísku og hönnun. Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517-6460 www.belladonna.is Verslunin Belladonna á Facebook Flott föt fyrir flottar konur st. 40 – 58 Núna færð þ ú 50% viðbótar -afslátt af öllum úts öluvörum LOKA – ÚTSÖLULOK

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.