Fréttatíminn


Fréttatíminn - 17.08.2012, Qupperneq 63

Fréttatíminn - 17.08.2012, Qupperneq 63
tíska 61Helgin 17.-19. ágúst 2012 Greiðsla í anda sjötta áratugarins Í kjól eftir Lagerfeld á stóra deginum Brúðkaup bresku leikkonunnar Keiru Knightley og unnustans James Righton er á næsta leiti en þau trúlofuðu sig fyrr á þessu ári eftir aðeins eins árs samband. Orðrómur er á kreiki um að Keira hafi beðið bresku tískudrottninguna Alexu Chung að vera brúðarmey og liggja þær nú yfir miklum skipulagsáætlunum fyrir daginn stóra. Keira þarf þó ekki að hafa miklar áhyggju af brúðarkjólnum sjálfum því enginn annar en aðalhönn- uður Chanel tískuhússins, Karl Lagerfeld, ætlar að gera Keiru vinargreiða og hanna brúðarkjólinn gegn engu endurgjaldi. Karl og Keira hafa verið ágætis félagar síðan Keira tók það að sér að vera tals- maður ilmvatnsins Coco Mademoiselle fyrir Chanel árið 2006 og er hún honum þakklát fyrir að hanna kjólinn fyrir stóra daginn. Á rauða dreglinum hafa stelpurn-ar í Hollywood verið að skarta allskonar hárgreiðslum í anda sjötta áratugarins og eru þær Nicole Richie, Eva Longoria og Stana Katic engin undantekning. Allar þrjár hafa þær mætt á rauða dregilinn í sínu fín- asta pússi með uppsett hárið á sams- konar hátt, þar sem hárið er túperað og flókinn svo falinn undir vel greiddu hárinu. Gert er ráð fyrir síðu hári í þessa greiðslu, enda mikið af hári sem þarf að geymast í flókanum. Greiðslan hefur sést víðar í Holly- wood núna í sumar og er þetta tilvalin greiðsla í sumarbrúðkaupið eða bara í grillveisluna. Danskór stjarnanna á uppboði Bresku tískugyðjurnar, þær Kate Moss, Keira Knightley og Sienna Miller, eru meðal þeirra stjarna sem ætla að gefa gamla dansskó til hjálparsamtakanna Small Steps Project, sem dreifir mat og fötum til munaðarlausra barna í sveitum Bretlands. Hjálparsamtökin munu svo halda uppboð þann 11. október næstkomandi í Jalouse í London, þar sem skópör stjarnanna verða boðin upp. „Skóna sem ég ætla að gefa í ár hef ég átt lengi og eru mér mjög kærir. Ég hef notað þá af miklum kærleika og hafa þeir veitt mér mikla gleði á dansgólfinu. Ég ætla að vona að sú gleði fylgi þeim og munu skemmta næsta eiganda eins vel og mér,“ sagði Sienna Miller í viðtali við Vogue á dögunum. Í fyrra var sama uppboð haldið og söfnuðust þá rúmar fjórar milljónir króna. Aðrar stjörnur sem munu gefa skóna sína til uppboðsins í ár eru Russel Brand, Will Ferrel, Ben Stiller og Gemma Arterton. Ný sending góð verð s.512 1733 - s.512 7733 Kringlan - Smáralind www.ntc.is | erum á Ökklahælar 8.995.- Ökklaskór m/göddum 12.995.- Stígvél/2litir 14.995.- Strigaskór/3 litir 3.995.- Hælaskór 6.995.-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.