Fréttatíminn


Fréttatíminn - 17.08.2012, Qupperneq 66

Fréttatíminn - 17.08.2012, Qupperneq 66
 Plötudómar dr. gunna Star-Crossed  Þórunn Antonía Löðrandi léttpopp Eftir allskonar vaxtarverki og söng í útlöndum mætir Þórunn loksins með plötu númer tvö, tíu árum á eftir fyrstu sólóplötunni. Þetta er allt öðruvísi stöff; ekkert tregapopp eins og 2002 heldur er nú keyrt á Kylie Minogue-legu léttpoppi, sem búið er að dýfa í eitís- ídýfu Davíðs Berndsens. Svona músík getur orðið ótrúlega leiðinleg séu lögin léleg, en sem betur fer er hér vænn haugur af fínum melódískum popplögum, t.d. The Last Word og Too Late, sem gaman er að rekast á á förnum vegi þótt maður sæki kannski ekki í að hlusta á heilu plöturnar með svona músík. Til þess er þetta aðeins of einhæft og þunn- ildislegt til lengdar. Human Woman  Human Woman Bakgrunnsgrúf Tveir hressir tappar eru Mannlega konan, þeir Gísli Galdur og Jón Atli Helgason. Á afrekaskránni er alls- konar fínirí, m.a. sóló- og hljómsveitarmennska í Hair Doctor og Trabant, plötusnúðska og endur- hljóðblandanir. Hér skella þeir fram heilli plötu af meðalhraðri og ögn rokk- aðri rafplötu sem minnir stundum á næntís pælingar á þessu sviði, hluti eins og Primal Scream og jafnvel Happy Mondays, í bland við nýrri strauma. Hér er slatti af fínum hugmyndum, grúfí bassalínum, hljóðum og töktum, og platan plumar sig fínt í bakgrunni. Það er þó stundum fullmikið gutl í gangi og með beittari og betri lögum hefði platan orðið eftirminnilegri. Bara grín!  Ýmsir flytjendur Sniðug útgáfa Bara grín! er tvöfaldur safnpakki þar sem safnað er saman efni með íslenskum gríngörpum síðustu fjögurra áratuga eða svo – frá Ómari Ragnarssyni til Steinda og Ara Eldjárns. Þetta eru búnir að vera vinsælastu diskarnir í bílnum á lang- keyrslum í sumar og hafa satt að segja verið spilaðir einum of oft að mínu mati. Krakkarnir eru bara svo hrifnir af þessu. Þetta er sniðug útgáfa. Um efnisval og textaskrif sá poppfræð- ingurinn Kristinn Pálsson. Það er auðvitað alltaf hægt að deila um efnisvalið á svona plötu enda margir með gríðarlegar skoðanir á gríni. Hér hefur þó tekist vel til við að dreypa á því besta í gríninu þótt örfá fúlegg fylgi með.  Í takt við tÍmann dóra JúlÍa agnarSdóttir nemi Á fimmtíu pör af skóm Dóra Júlía Agnarsdóttir útskrifaðist úr MH í vor og hefur nám í viðskiptafræði við Háskólann í Reykjavík á mánudaginn. Í sumar hefur hún verið að vinna í Geysi og ferðamannabúðinni Litla lundanum á Skólavörðustíg auk þess sem hún heimsótti París og London. Staðalbúnaður Ég var í London og París í sumar og keypti þar mikið af fötum eins og venjulega þegar ég er í útlöndum. Ég verslaði í Topshop, Urban Outfit- ters og American Apparel en svo er líka alltaf gaman að fara í litlar, fínar búðir. Ég fór til dæmis í Sandro í París. Það er mjög gaman að kaupa fátt og fínt. Hér heima versla ég til dæmis í Geysi þar sem ég er að vinna. Stíllinn minn er kvenlegur en afslappaður. Ég er mikið í pilsum og kjól- um en líka í gallabuxum. Ég elska skó og á örugglega fimmtíu skópör. Ég er alltaf annað hvort í hælum eða dömulegum lágbotna skóm. Ég er eiginlega alltaf með Dolce & Gabbana úrið sem ég fékk í afmælisgjöf frá kærastanum mínum. Og Marc Jacobs töskuna mína. Hugbúnaður Skólavörðustígurinn er uppáhaldsgatan mín og mér finnst frábært að setjast niður í Eymundsson þar, fá mér te og skoða blöð. Stundum fer ég á kaffihúsið á Kjarvalsstöðum með ömmu. Ég elska að fara í bíó en hata að fara í leikhús. Ég fer oft á listasöfn í útlöndum en er ekki eins dugleg hér á landi. Eini þátturinn sem ég fylgist með í sjónvarpinu er Gossip Girl. Ég fer undantekningarlaust á Prikið og b5 þegar ég djamma – allir sem ég þekki fara þangað. Á barnum panta ég mér oftast Sommersby. Vélbúnaður Ég á iPhone 4 og ég elska hann. Annars er ég ekki mikil tækjamann- eskja. Ég á 1.317 vini á Facebook og fylgist vel með þar. Það hefur samt breyst eftir að ég eignaðist iPhone. Nú finnst mér miklu skemmtilegra að fylgjast með myndunum sem fólk er að setja inn á Instagram. Aukabúnaður Mér finnst frábært að fara út að borða á Grillmarkaðinn, bæði lambakjöt- ið og humarinn þar er frábært. Það er líka frábært að fara á Sushisamba og Fiskmarkaðinn til að fá sér sushi. Ég get ekki verið án Kanebo-gels sem ég nota á andlitið og yfir það nota ég Mac-púður. Ég á mér nokkra uppáhaldsstaði. Hér heima eru það Reykjavík, Skaftafell og Jökulsárlón. Erlendis eru það París og Playa del Carmen í Mexíkó þar sem ég eyddi síðustu jólum. Það var einstök upplifun. Dóra Júlía Agnarsdóttir fagnar tvítugsafmæli sínu í næsta mánuði. Hún var að vinna í Geysi á Skólavörðustíg í sumar en er að byrja í viðskipta- fræði í HR eftir helgi. Ljósmynd/Hari Það er mjög gaman að kaupa fátt og fínt. Það kostar líka að Þvo sjálfur! láttu okkur sjá um þínar skyrtur. 350 kr. skyrtan hreinsuð og pressuð -ef komið er með fleiri en 3 í einu Fullt verð 580 kr. Hverafold 1-3, 112 Reykjavík Grettisgötu 3, 101 Reykjavík Smáralind, 201 Kópavogur - nú á þremur stöðum Hverafold 1-3 | Grettisgötu 3 | Smáralind | 511 1710 | svanhvit@svanhvit.is | svanhvit.is Efnalaug - Þvottahús Suðurlandsbraut 6, 108 Reykjavík Sími: 534 7268 1.250 kr 1.350 kr HOLLT OG GOTT PHO víetnamskur veitingastaður Ármúla 21 - 108 Reykjavík - Sími: 588 6868 1.250 kr ALLT FYRIR AUSTURLENSKA MATARGERÐ 699 kr. 550 kr. 387 kr. 320 kr. Opið: mán - föst Kl. 11 - 21 lau - sun Kl. 12 - 21 64 dægurmál Helgin 17.-19. ágúst 2012
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.