Fréttatíminn - 24.08.2012, Page 4
AFMÆLISTILBOÐ
40 GERÐIR
GRILLA í
SÝNINGARSAL Smiðjuvegi 2, Kóp - S. 554 0400
Er frá Þýskalandi
www.grillbudin.is
69.900
Samnorræn tónlistarhátíð í Reykjavík
veður Föstudagur laugardagur sunnudagur
HelduR kólnandi noRðan- og
auStanlandS. SkúRiR S-til.
HöfuðboRgaRSvæðið: Skýjað að
meStu og SíðdegiSSkúrir.
væta noRðauStantil og fRemuR kalt þaR,
en léttSkýjað Sunnnan og veStantil.
HöfuðboRgaRSvæðið: Þurrt og SéSt
til Sólar.
n-átt, að meStu þuRRt og nokkuð
bjaRt veðuR.
HöfuðboRgaRSvæðið: léttSkýjað, en
Þykknar upp SíðdegiS.
kólnar og haustlegra
en verið hefur
Heldur svalara verður um helgina en verið
hefur og norðaustantil kólnar talsvert. Þar
mun snjóa í hærri fjöll á laugardag og að-
fararnótt sunnudags. annars verður
aðgerðarlítið veður, þó rigning,
einkum á laugardag austantil
á norðurlandi. í öðrum lands-
hlutum að mestu þurrt og
sólin nær í gegn. Á Vest-
fjörðum verður léttskýjað
og fyrirtaks berjatínslu-
veður sem og almennt um
vestanvert landið.
13
11 9
9
10 13
12 8 6
12
11
11 9
7
11
einar Sveinbjörnsson
vedurvaktin@vedurvaktin.is
OYSTER PERPETUAL LADY-DATEJUST PEARLMASTER
Michelsen_255x50_A_0612.indd 1 01.06.12 07:20
K arolina Fund er nýtt íslenskt fyrirtæki sem sérhæfir sig í svokallaðri crowd-fund-
ing, sem felst í því að hjálpa fyrir-
tækjum að fjármagna sig með því
að fjöldi fólks ýmist styrki verkefni
eða gerist fjárfestir. Ekkert íslenskt
fyrirtæki býður upp á þessa þjón-
ustu í dag en þessi fjármögnunar-
leið hefur notið mikillar velgengni
erlendis og fjallaði tímaritið Eco-
nomist nýlega um crowd-funding
og fyrirtækið Kickstarter sem er
hið stærsta sinnar tegundar í heim-
inum. Sagt var frá því að árið 2011
hafi Kickstarter safnað nálægt 100
milljónum dollara, nærri tólf millj-
örðum íslenskra króna, í alls 27 þús-
und verkefni.
Karolina Fund mun opna vefsíðu
sína, karolinafund.com, í september
og eru þegar tilbúnar 30 hugmyndir
sem fólki verður boðið að styrkja
eða kaupa hlutafé í, allt frá því að
kaupa hluta í húsdýri eða fjármagna
nýjustu, íslensku stórmyndina, að
sögn Inga Rafns Sigurðssonar,
framkvæmdastjóra Karolina Fund.
„Vefurinn verður jafnframt nokk-
urs konar frílansera-kauphöll sem
og hugmyndakauphöll,“ segir Ingi
Rafn. „Fólk getur sett hugmyndir
inn á vefinn og fundið þar fólk til að
framkvæma þær með sér jafnframt
því að finna þar fjármögnun fyrir
þau verkefni sem hugmyndirnar
hafa leitt af sér,“ segir hann.
Ingi Rafn segir þennan vettvang
tilvalinn fyrir fólk í skapandi grein-
um og nefnir sem dæmi að þarna
geti fólk sem er ef til vill algjörlega
óvant, sett inn hugmyndir og feng-
ið með sér í lið vant fólk sem það
kæmist ef til vill ekki í samband
við öðruvísi. „Og þarna getur fólk
boðið í verkþætti, til að mynda kvik-
myndatökumenn í kvikmyndatöku
í bíómynd og svo framvegis,“ segir
hann.
Hann segir að eitt það áhuga-
verðasta við þessa leið sé að öll
verkefnin eru fullkomlega gegnsæ
og geta fjárfestar og styrktarað-
ilar fylgst með framgangi þeirra
alla leið. „Það hefur verið gagnrýnt
af mörgum öðrum crowd-funding
síðum að upphæðin sem gert er ráð
fyrir að verkefnið komi til með að
kosta sé ekki endilega raunhæf en
hjá okkur er hægt að sjá upplýs-
ingar um hvern einasta verkþátt og
þannig fá raunsanna mynd af kostn-
aðinum,“ bendir hann á.
Eitt þekktasta dæmi vel heppn-
aðar crowd-funding er kvikmyndin
Iron Sky sem gerð var af tiltölulega
óþekktum, finnskum kvikmynda-
leikstjóra og er sögð dýrasta B-
mynd sögunnar. „Hann setti fram
hugmynd að bíómynd sem náði
fljótt miklum vinsældum í netheim-
um og var hann kominn með þús-
undir manna á póstlista hjá sér sem
höfðu áhuga á hugmyndinni einni
saman. Í kjölfarið safnaði hann sam-
an fólki meðal þessa áhugafólks til
að vinna að gerð og undirbúningi
myndarinnar og því næst fjármagn-
aði hann stóran hluta myndarinnar
á sama hátt,“ segir Ingi Rafn.
„Við segjum að fjárfesting sem
þessi sé fyrir pönkara – ekki fyrir
fólk sem er klætt eins og dyraverð-
ir,“ segir Ingi Rafn. Fólk getur fjár-
fest fyrir stórar sem litlar upphæðir,
allt eftir verkefnum. „Það getur ver-
ið ómetanlegt fyrir ákveðin verkefni
að hafa sem flesta styrktaraðila eða
fjárfesta,“ bendir hann á. „Markaðs-
fræðingar hafa verið að leita að leið-
um til að styrkja samband milli ein-
staklinga og vörumerkis og hefur
crowd-funding reynst vera mjög öfl-
ug til þess. Það eru mikil verðmæti í
því að tiltekin, ný vara eigi hugsan-
lega tíu þúsund vildarvini áður en
hún kemur á markað, eins og gefur
að skilja,“ segir hann.
Síðan verður sett upp á ensku því
markmiðið er að ná út fyrir land-
steinana og vonast Ingi Rafn eftir
20.000 notendum fyrir áramót.
Sigríður dögg auðunsdóttir
sigridur@frettatiminn.is
viðsKipti ný crowd-Funding leið Fyrir íslensK FyrirtæKi
Fjármögnun fyrir pönkara
Crowd-funding er nýlegt hugtak í viðskiptaheiminum og er nú að hasla sér völl á íslandi með nýrri
vefsíðu, karolinaFund.com. Stofnandinn segir að þessi tegund fjármögnunar sé fyrir pönkara, en
ekki fólk sem sé klætt eins og dyraverðir.
ingi rafn Sigurðsson framkvæmdastjóri, arnar Sigurðsson forritari og jónmundur gíslason, grafískur hönnuður.
jack magnet í Hörpu
mikið verður um að vera á jazzhátíð reykjavíkur
í Hörpu á laugardagskvöld því jack magnet
Quintet stígur þar á stokk klukkan 20 og flytur
tónlist af 7 sólóplötum jack magnet, jFm, jakobs
magnússonar og jobba maggadon. kvintettinn
skipa valinkunnir meistrarar; jóel pálsson,
einar Scheving, guðmundur pétursson, róbert
Þórhallsson og pétur grétarsson auk sérstakra
gesta. Fyrri hluti tónleikanna verður helgaður
gítarleikurunum paul Brown og Friðrik karlssyni
sem ásamt Moses Hightower flytja tónlist Paul
Brown sem er þekktur jazzgítarleikari og upp-
tökustjóri frá Bandaríkjunum. - jh
Samnorræna tónlistarhá-
tíðin ung nordisk musik
eða unm verður haldin í
reykjavík dagana 28. ágúst
- 1. september 2012. unm
er hátíð ungra tónskálda á
norðurlöndunum og hefur
verið starfrækt frá árinu
1946. tónleikadagskrá
hátíðarinnar samanstendur
af tónverkum eftir ung
tónskáld frá danmörku, noregi, Svíþjóð, Finnlandi og íslandi. tvö gestatónskáld
munu heimsækja hátíðina, klaus lang frá austurríki og Þuríður jónsdóttir. tónleikar
verða haldnir víðsvegar um reykjavík og í Skálholtskirkju en botninn verður sleginn
í hátíðina með lokatónleikum í flutningi kammersveitarinnar CAPUT í Norðurljósasal
Hörpu. auk tónleika verða einnig á dagskrá fyrirlestrar, málþing og smiðjur undir
yfirskriftinni Nýjungar í tónlistarflutningi í samstarfi við LornaLAB og Listaháskóla
íslands. Viðburðirnir eru öllum opnir og aðgangur ókeypis. - jh
Fjórðu tónleikar
Stuðmanna
allir miðar seldust upp á örfáum
klukkustundum á þrenna stórtón-
leika Stuðmanna í Hörpunni, en tón-
leikarnir marka meðal annars 30 ára
afmæli kvikmyndarinnar með allt á
hreinu. Fjórðu og síðustu tónleikar í
þessari röð verða klukkan 23 laugar-
daginn 6. október og fara þeir í sölu
í dag, föstudag, klukkan 12 í Hörpu
og á midi.is. Þetta er í fyrsta sinn
í nokkur ár sem Stuðmenn koma
saman í upprunalegri mynd. - jh
4 fréttir Helgin 24.-26. ágúst 2012