Fréttatíminn - 24.08.2012, Side 6
Starfsmenn Kópavogsbæjar ganga um varp svæði
máva á vorin og stinga á eggin. Bænum hafa í
sumar borist tvær kvartanir um að mávar hafi
verið aðgangsharðir í nágrenni Salalaugar.
„Þetta virðast vera undantekningartilvik því lít-
ið hefur borið á mávum á svæðinu í sumar,“ segir
Arna Schram, upplýsingafulltrúi bæjarins. Hún
segir að fyrir um tveimur árum hafi verið ákveðið
að starfsmenn laugarinnar gengju reglulega um
svæðið og tíndu upp allt rusl og æti til að koma
í veg fyrir ágang máva. „Það hefur borið góðan
árangur.“
Arna segir að starfsmenn Salalaugar telji óvenju
lítið um máva þetta sumar og að enginn þeirra
kannist við að hafa orðið fyrir árásum fuglanna,
eins og nefnt var í Fréttatímanum á dögunum.
Jóhann Óli Hilmarsson fuglafræðingur segir
óþekkt að mávar steypi sér eins og kríur að
fólki. Hins vegar geti þeir verið mjög aðgangs-
harðir í ætisleit. „Þeir eru þekktir fyrir að
nappa steikum af grillum.“ Kona á sjötugsaldri
lýsti nýlega árás máva sem hún varð fyrir fyrr í
sumar.
Jóhann Óli segir varp sílamáva hafa verið
mjög lélegt eins og annarra sjófugla. Hann er
ekki hrifinn af því að stungið sé á eggin. „Ein-
hvers staðir verða vondir að vera.“ Hann rekur
óvinsældir síla- og hettumáva til þess hvað þeir
búa í miklu nábýli við manninn. „En þeir eru
alls ekki hættulegir. Langt í frá.“
Skemmtileg
t
að skafa!
100.000 kr.
á mánuði í 15 ár!
Kópavogur Tvær TilKynningar um aðgangsharða máva við salalaug
Stinga á eggin til að halda mávum í skefjum
Gunnhildur
Arna
Gunnarsdóttir
gag@
frettatiminn.is
Bærinn
hefur fengið
tvær kvartanir vegna
ágangs máva í nágrenni
Salalaugar. Kona flúði
meðal annars fuglana
sem hún sagði hafa
steypt sér að
henni eins og
kríur gera.Arna Schram upplýs-
ingafulltrúi.
Guðríður og Gunnar skylmast
„Það er gömul saga og ný að ég og Gunnar Birgisson höfum ekki
sömu skoðanir, sem betur fer,“ sagði Guðríður Arnardóttir, Sam-
fylkingarbæjarfulltrúi í Kópavogi eftir að Gunnar I. Birgisson
sagði á fundi framkvæmdaráðs „smáatriði“ að minnihlutanum
þætti best að bíða með að afgreiða umsókn um lóð þar til fyrri
lóðarhafi hefði undirritað afsal. Það lýsti best áherslum minni-
hlutans í bæjarstjórn.
Ljóst var að fyrri lóðarhafi hafði fengið lóðina endur-
greidda frá bænum og pappírsvinnan ein eftir. Lesa
má úr svari Gunnars að hann verði seint sammála
Guðríði: „Ef um slíkt væri að ræða myndi það
leiða til mikils ófagnaðar.“ - gag
Þeir fátækustu ekki
aðeins í fátækum
ríkjum
Aðeins fjórðungur fátækasta fólksins
býr í fátækustu ríkjum heims. Fræði-
maðurinn Andy Sumners hjá þró-
unarfræðigreinastofnun (e. Institute
of Development Studies, IDS), segir að
fjórir af hverjum fimm jarðarbúuum,
sem hafi úr minna en tveimur Banda-
ríkjadölum úr að spila á hverjum degi
búi í meðaltekjuríkjum. Tveir dollarar
samsvara 240 krónum. Helmingur þeirra
búi í Kína og Indlandi og svo í Pakistan,
Nígeríu og Indónesíu. Sumners telur í
nýútkominni fræðigrein að fram til ársins
2030 muni að minnsta kosti helmingur,
eða allt að tveir þriðju hluta fátækra, búa
í meðaltekjuríkjum. Þetta kemur fram í
veftímariti Þróunarsamvinnustofnunar
um þróunarmál. - gag
Söngskóla bjargað frá
gjaldþroti
„Blóðpeningar,“ sögðu aðstandendur Söng-
skólans um þá rúmu milljón sem borgin
krafðist í dráttarvexti vegna vangoldinna
fasteignaskatta. Skólastjórinn, Garðar
Cortes, bað um styrk eða bankavexti í stað
dráttarvaxta og fékk styrkinn. Skólinn hefur
ekki greitt skattana frá 2009; í þrjú ár og
skuldaði borginni nærri tíu milljónir króna.
Styrkurinn sem borgin hyggst greiða með
fé úr jöfnunarsjóði, nemur rúmum tíu millj-
ónum. Með honum var skólanum bjargað
af barmi gjaldþrots, en gera átti aðför að
skólanum í byrjun ágústmánaðar. - gag
síliKon KvörTun Til landlæKnis vegna læKnamisTaKa enn í sKoðun
Engir sjúklingar á
Leitarstöðinni – aðeins
þátttakendur í kembileit
Kona sem gengur
með stuðningsbelti
um rifbeinin í kjölfar
þess að hún lét fjar-
lægja sílikon-púða
sína í febrúar bíður
enn niðurstöðu
kvörtunar sinnar til
landlæknis. Konan
fékk ekki að vita eftir
ómskoðun á Leitarstöð
Krabbameinsfélagsins
fyrir fjórum árum að
annar PIP-púði í brjósti
hennar hefði lekið út
í vöðva. Sérfræðingur
segir Leitarstöðina
fást við þátttakendur
í kembileit, ekki
sjúklinga.
Þ eir sem leita til Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins eru ekki sjúk-lingar stöðvarinnar, að mati hennar,
heldur þátttakendur í kembileit. Læknarnir
þar telja sig því ekki bera skyldu til að upp-
lýsa þá um önnur mein sem þar finnast en
krabbamein. Um þetta þarf að upplýsa fólk
betur ef Leitarstöðin getur ekki vísað þeim
sem þangað leita til læknis til að lesa úr
niðurstöðum Leitar-
stöðvarinnar. Þetta er
niðurstaða Ástríðar
Stefánsdóttur, dósents
við Háskóla Íslands.
Landlæknisemb-
ættið leitaði álits hjá
Ástríði vegna kvörtun-
ar konu sem árið 2008
fékk ekki að vita að
hún væri með sprung-
inn sílikon-púða í
vinstra brjósti og leka
út í vöðva. Konan
komst að því að lækninum hafi verið ljóst
að púðinn lak þegar hún sótti sjúkraskýrslu
sína til Leitarstöðvarinnar í lok janúar á
þessu ári. Það var í kjölfar PIP-púða skand-
alsins. Enginn grunur var um illkynja mein
og því sá læknirinn ekki ástæðu til frekari
aðgerða fyrir fjórum árum, en konan leitaði
til Leitarstöðvarinnar vegna verkja.
Fréttatíminn sagði í febrúar frá því að
vinnuregla Leitarstöðvarinnar hafi verið að
segja aðeins þeim sem sóttu sérstaklega
til stöðvarinnar vegna einkenna frá rofi í
sílikon-púðum.
Í umsögn Ástríðar frá 19. júní, sem
Fréttatíminn hefur undir höndum, segir að
þegar einstaklingur gangi inn á Leitarstöð-
ina og telji sig vera sjúkling en ekki fyrst
og fremst þátttakanda í kembileit og fái þá
umsögn að allt sé eðlilegt átti hann sig ekki
á að slík umsögn og sú ábyrgð sem aðilinn
hafi sem hann leitaði til snúi fyrst og fremst
að því að upplýsa hann um að hann hafi
ekki krabbamein.
„Ég bíð spennt eftir úrskurði landlækn-
is,“ segir konan sem fékk ekki að vita að
PIP-sílikonígræðsla frá árinu 1995 læki.
Hún fékk sílikonið í kjölfar misheppnaðrar
brjóstaminnkunar
fimm árum áður. Frá
árinu 2004 hafði hún
ríflega þrjátíu sinnum
sótt til heimilislækna
vegna ýmissa verkja; í
lungum, doða í hönd-
um, kláða, svima og
stórra eitla, sem hún
rekur nú til skaðlegra
áhrifa sílikonsins.
Tólf skiptin eru eftir
umrædda heimsókn á
Leitarstöðina. Hún er
enn að jafna sig nú, hálfu ári eftir aðgerðina
þar sem púðarnir voru fjarlægðir.
„Um 30 til 40 prósent af vöðvanum öðrum
megin voru fjarlægð. Ég er bólgin þar.
Þegar ég labba þarf ég að vera í belti til að
halda við rifbeinin. Mér er svo illt þegar ég
labba. Taugaendar virka ekki sem skyldi.
Ég er allt í einu með sjúklega verki, en það
gætu verið draugaverkir. Ég veit það ekki,“
lýsir hún.
„Ég er rosalega upp og niður. Mér finnst
ég hress og fer í berjamó, en er að drepast
á eftir. Ég er ennþá með kúluna við háls-
inn,“ segir konan og vísar í tólf sentimetra
langan eitilinn.
Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir
gag@frettatiminn.is
Um 30 til
40 prósent
af vöðvan-
um öðrum
megin var
fjarlægður.
Ég er
bólgin þar.
Þegar ég
labba þarf
ég að vera
í belti til að
halda við
rifbeinin.
Hér má sjá eitilinn bera við húðina. Svona var
staðan í febrúar og er enn.
Hundruðum íslenskra kvenna bauðst að láta fjarlægja sílikon úr brjóstum í byrjun árs eftir að
ljóst var að franskur framleiðandi hafði notað iðnaðarsílikon í fyllingarnar í tugi ára án þess
að upp um hann kæmist. Margar fóru einnig á einkastofur. Mynd/gettyimages
6 fréttir Helgin 24.-26. ágúst 2012