Fréttatíminn


Fréttatíminn - 24.08.2012, Page 14

Fréttatíminn - 24.08.2012, Page 14
ÞÚ GETUR ENN VERIÐ MEÐ! TRYGGÐU ÞÉR MIÐA Á WWW.HHI.IS EÐA Í SÍMA 8OO 66 11 É g fædd í Reykjavík en uppalin í Kópavogi og er algjör Kópavogsbúi,“ segir Jórunn. „Ég gekk í Digranesskóla og á yndislega æskuvini þaðan sem eru ennþá bestu vinir mínir. Ég bjó í Kópavogi alla mína barnæsku með mömmu, pabba og tveimur systkinum mínum og svo flutti amma til okkar frá Hvammstanga þegar afi dó. Það var gaman að alast upp með ömmu líka, sem lifði til 95 ára aldurs. Ég var mikil ömmustelpa og hún hafði mikil áhrif á mig og mót- aði mig mikið. Á sumrin passaði ég börn hjá frændfólki mínu á Skagaströnd og fannst Skagaströnd besti bærinn á Íslandi og ætlaði hvergi annars staðar að búa þegar ég yrði fullorðin. Ég á frábærar minningar frá Ströndinni og góða vini þaðan, en svo komst ég að því á að það væri ekki mikið um atvinnutækifæri á Ströndinni og því varð ekkert af flutningi þangað! Amma var rosalega mikil hannyrðakona og hún kenndi okkur vinkonunum. Einnig var hún alltaf að spila við okkur, svo við lærðum margt af henni.“ Lærði á hljóðfæri, spilaði handbolta og sótti sunnudagaskóla Jórunn segir ferðalög alltaf hafa verið mikið áhugamál hjá sér og á tímabili hafi hún átt drauma um að gerast flugfreyja. En aðrir hlutir toguðu sterkara í hana. „Ég var uppi um allt og úti um alltaf, hafði alltaf of mikið að gera. Passaði hálfan Kópavog, lærði á blokk- flautu og píanó, spilaði handbolta, söng í kór, var á fullu í KFUM og KFUK, mætti alltaf í sunnudagaskólann til að hjálpa. Á sumrin var ég á fullu í frjálsum íþróttum og hlaupandi út um allt. Svo vorum við vinkonurnar alveg spilasjúkar og spiluðum til dæmis „Marías“ út í eitt sem fáir kunnu, en amma kenndi mér. Svo var ég alltaf á flakka, fór í ferðalög með öllum þessum félagsskap og svo fékk ég að fara til Skagastrandar líka, til dæmis um páska, því þá var Skagaströnd ennþá draumastaðurinn minn.“ Ævintýri í Bretlandi En þar sem atvinnutækifærin voru ekki á Skagaströnd og Ströndin kannski ekki nógu stór fyrir Jórunni, vakn- aði hjá henni draumur um að búa í útlöndum: „Ég átti alltaf þann draum að búa í útlöndum og ákvað árið 2003, þegar ég var að ljúka diplóma í mannauðsstjórn un frá Endurmenntun Háskóla Íslands, að leggja það fag fyrir mig; klára BA námið mitt erlendis með áherslu á mannauð. Ég fór ung í sambúð – nýorðin sautján ára – og eftir skilnað varð úr að ég og krakkarnir mínir, Sólveig Helga og Björn Ari, þá fimmtán og tíu ára flyttum út til Englands og upplifðum ævintýri. Nú höfum við búið í Bretlandi í átta ár, alltaf á sama stað í Suður- Englandi, rétt við Portsmouth þar sem ég hafði verið í námi. Ég var fyrst í háskólanum í Winchester og síðan í háskólanum í Portsmouth þar sem ég lauk mastersnámi í MBA og í verkefnastjórnun. Þetta ævintýri hefur gengið vel hjá okkur og Sólveig mín lauk BA prófi í hótel og veit- ingastjórnun og Björn Ari er að hefja nám í kvikmynda- framleiðslu nú í haust í háskólanum í Winchester. Við höfum á þessum árum staðið á krossgötum hvort við eigum að flytja heim, en þar sem krakkarnir vildu einnig fara í háskóla í Englandi þá erum við enn búsett þar. Sól- Eitt maraþon á dag í sjö daga Jórunn Jónsdóttir er íslensk kona sem ásamt Brynhildi Sverrisdóttur rekur ferðaskrifstofuna „All Iceland“ í Bretlandi og nýverið var opnuð önnur slík skrifstofa í Bandaríkjunum. Þeim hefur gengið ótrúlega vel að kynna Ísland og Jórunn segir að kannski hafi gosið í Eyjafjallajökli hjálpað þeim mikið þar sem fáir komust í sýningarhöll- ina það árið til að kynna fyrirhugaðuð maraþonhlaup í sínum löndum. Jórunn er nú stödd hér á landi ásamt skipuleggjendum að undirbúa 250 kílómetra hlaup á sjö dögum sem hefst á sunnudaginn. En hver er þessi kona sem býr yfir slíkum drif- krafti að manni fallast nánast hendur? Anna Kristine ritstjorn@frettatiminn.is Framhald á næstu opnu Jórunn Jónsdóttir: „Það er ýmislegt skemmtilegt sem fylgir undirbúningi svona hlaups. Þannig kynntist ég til dæmis kærastanum mínum fyrir tíu mánuðum þannig að ég er komin í mark sjálf.“ Ljósmynd Hari 14 viðtal Helgin 24.-26. ágúst 2012

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.