Fréttatíminn


Fréttatíminn - 24.08.2012, Blaðsíða 18

Fréttatíminn - 24.08.2012, Blaðsíða 18
V ið erum mjög vingjarn- legur hópur sem klæðir sig upp eins og víkingar og lifum og hrærumst í fornri menningu þeirra,“ segir Andy sem hefur verið viðloðandi The Vikings-félagsskapinn í sautján ár en stofnaði eigin hóp innan vébanda heildarsamtakanna, The Volsung Vikings, fyrir sex árum. Völsungarnir eiga sitt varnarþing í Jórvík, hinum forna höfuðstað norrænna manna á Englandi, og þar lifir minningin um víkingana góðu lífi. „Við erum rúmlega þrjátíu í Völsung- unum og erum á öllum aldri, frá rúm- lega sjötugu allt niður í ungbörn. Við leggjum mikla áherslu á að allt, vopn, tjöld, klæðnaður, skart og aðrir gripir, séu sem líkastir því sem var á víkinga- tímanum.“ Markmið samtaka á borð við The Vikings og The Volsung Vikings er að endurskapa þekkta bardaga víkinga- tímans og veita fólki innsýn í daglegt líf og tíðarandann og þar sem víkingarnir tókust á við Saxa á Bretlandseyjum eru Andy og félagar hans jafnvígir á bæði lið og geta brugðið sér hvort sem er í hlutverk Saxa eða víkinga. „Ég er bú- inn að skapa mér tvær ólíkar persónur eftir því hvort ég leik víking eða Saxa,“ segir Andy og horfir dreyminn út í loft- ið þegar hann rifjar upp endursköpun orrustunnar við Hastings árið 1066 fyr- ir sex árum. „Þetta var magnað. Þarna vorum við mættir, um 3000 stríðsmenn með hesta og tilheyrandi og börðumst eins og brjálæðingar.“ Sverðið er hættulegt vopn Andy kom til Íslands í fyrsta sinn fyrir síðustu helgi í boði Einherjanna, Víkingafélags Reykjavíkur, og segist hafa notið hverrar í mínútu í þessu fyrirheitna landi allra víkinga. Hann var með Einherjunum á Skólavörðu- holti á Menningarnótt þar sem þeir ræddu við vegfarendur um víkingana og tilgang Völsunganna og Einherj- anna. „Ég sýndi Einherjunum ýmsar bardagahreyfingar og þjálfaði þá eins og ég hef gert við minn eigin hóp í Jórvík. Enginn á að taka upp sverð án þess að hann viti hvað hann er með í höndunum. Sverð er árásarvopn og hjá okkur verður þú að hafa lokið þjálfun og staðist próf til þess að mega sveifla sverði og taka þátt í bardögum.“ Andy segir að hæfnin og vopnfimin komi síðar með æfingunni en grund- vallaratriðin verði að vera á hreinu. „Síðan snýst þetta allt um heiðurinn á vígvellinum og þar verða menn að koma drengilega fram og þeir verða að geta barist án þess að meiða andstæð- inginn. En auðvitað verður þetta að líta vel út fyrir áhorfendur og við látum höggin skella á skjöldunum en drögum annars úr þeim og gætum þess að snerta ekki óvininn. Með öskrum og miklum látum verður þetta samt allt mjög tilkomumikið í augum þeirra sem horfa á úr smá fjarlægð.“ Kneyfa mjöðinn í friði Andy segir Völsungana vera atkvæða- mikla í Jórvík auk þess sem þeir ferðist um Bretland og jafnvel út fyrir landsteinana með bardagasýningar og mæti þá oft víkingum úr öðrum hópum. „Við ferðumst og endursköpum orrustur víkinga, Saxa og Normana og erum mjög fagmannlegir í öllu sem við gerum. Sverðið er auðvitað banvænt vopn sem hæglega er hægt að drepa fólk með eða slasa alvarlega. Við þurfum ekki sérstök leyfi en erum með strangar umgengnisreglur við vopnin. Við sveiflum þeim ekki á almannafæri og við förum að sjálfsögðu ekki með þau á barinn vegna þess að sverðið er auðvitað það fyrsta sem maður grípur til þar sem við berjumst með þau nán- ast daglega,“ segir Jórvíkingurinn og hlær digurbarkalega. Lúta vilja konungs og Alþingis „Fólk hefur mjög gaman af því að horfa á þessa endursköpuðu bardaga okkar og sýnir ekki síður öðrum og friðsam- legri þáttum víkingalífsins mikinn áhuga. Þetta er stór hluti lífs míns og ég nýt þess að lifa og hrærast í þessum gamla heimi,“ segir Andy og ljóst að hann og félagar hans taka hlutverk sín mjög hátíðlega. „Í röðum okkar eru söngvaskáld og sagnaþulir. Við erum líka með skýra virðingarröð, æðstaráð, goðorð, konung og höldum Alþingi einu sinni á ári,“ segir jarlinn af Jórvík og er mikið niðri fyrir. „Við erum með sérstaka menn sem sjá um vopnabúrin, þjálfara, féhirða, skyndihjálparlið og sérfræðinga sem ganga úr skugga um að allir hlutir sem við notum séu eins líkir því sem víkingarnir sjálfir voru með. Þau vopn sem ekki standast kröfur um nákvæmar eftirlíkingar eru til dæmis bönnuð á vígvellinum þar til búið er að færa þau í rétt horf. Næsta sýning sem við verðum með er síðasti víkingabardaginn við Stamford Bridge og síðan höldum við til Hastings þar sem við búumst við jafn miklum fjölda og 2006. Að standa í þessu er bara hluti af daglegu lífi 21. aldar víkings og ég nýt þess í botn.“ Reykvíkingar eiga að læra af Jórvík Andy bendir á að heimaborg sín York, eða Jórvík, hafi verið höfuðstaður víkinganna á Englandi og í ljósi þess að rekja megi rætur víkinganna til Íslands finnst honum Íslendingar sýna arfleifð sinni undarlega lítinn áhuga miðað við í hversu miklum hávegum þeir séu hafðir í Jórvík þar sem margir íbúanna líta á sig sem Skandinava. „Við erum með víkingamiðstöð í Förum aldrei með sverðin á barinn Andy Mckie er stofnandi The Volsung Vikings í Jórvík á Englandi. Félagsskapurinn hefur menningu forfeðra okkar í hávegum og leggur sig fram um að viðhalda minningunni bæði um daglegt líf og afrek víkinganna á vígvellinum. Andy hefur komið víða við á skrautlegri ævi. Hann gegndi herþjónustu á Norður-Írlandi, hefur ræktað marijúana á vegum breska ríkisins og var mótorhjólatöffari þangað til hann tók upp sverðið og gerðist víkingur á 21. öld. Andy Mckie, jarl Völsunganna í Jórvík steig inn í söguna þegar hann kom til Íslands í fyrsta skipti og fetaði í fullum herklæðum í fótspor þeirra víkinga sem hann hefur í mestum hávegum. Myndir Ingó Jórvík, safn og merki um víkingana sjást um alla borgina. Borgin hefur verið hertekin nokkrum sinnum. Við fengum Rómverjana yfir okkur, Saxana, víkingana og svo Norm- anana þannig að borgin er full af sögu. Í febrúar á hverju ári erum við með stóra víkingahátíð þar sem ég skipulegg alla helstu viðburði. Þá segjum við sögur af víkingum, segjum frá lífi þeirra, hittum vík- inga frá öðrum löndum, skemmtum okkur, borðum víkingamat, sýnum vopn og bardaga, kennum hjálma- gerð, vefnað og annað handverk. Og svo endum við á skipsbrennu.“ Andy segist ekkert botna í því hversu lítið Íslendingar gera með víkingaarfinn og rennur blóðið svo til skyldunnar að hann notaði heimsókn sína til þess að hitta Jón Gnarr borgarstjóra til þess að leiða honum fyrir sjónir á hverslags gull- námu borgin liggur. „Mér finnst allt of lítið vík- ingatengt hérna í Reykjavík og borgaryfirvöld hérna þurfa greini- lega spark í afturendann. Víking- arnir geta laðað þúsundir gesta til landsins vegna þess að hér er raunverulegur vettvangur atburða. Með góðri víkingahátíð í Reykjavík myndi allt fyllast af fólki hérna og allir græða, ekki síst verslanir og barirnir. Febrúar er utan ferða- mannatímans í Jórvík en samt er ekki þverfótandi fyrir gestum í borginni á meðan hátíðin okkar er í gangi.“ Stígur inn í söguna á Íslandi Þegar talið berst að Íslandi getur Andy ekki leynt hrifingu sinni. „Maður skynjar söguna svo sterkt hérna. Maður stígur beinlínis inn í hana og verður hluti af henni. Á Ís- landi er maður ekki að endurskapa neitt maður er bara á staðnum! Það breytir engu hvort þúsund ár séu liðin síðan víkingarnir fóru hér um. Þið eruð enn hluti af þessari sögu á meðan okkur finnst við vera að endurskapa hana heima þannig að Völsungarnir í Jórvík Félagsskapurinn The Vikings var stofnaður í Bretlandi árið 1971 og er líklega einn stærsti félagsskapur fólks sem lifir og hrærist í menn- ingarheimi hins horfna víkingatíma. Félags- skapurinn leggur sig fram um að kynna menningu og baráttuaðferðir víkinganna og leggur mikið upp úr því að allt sé eins líkt því og það var til forna. Rúmlega 700 manns eru innan vébanda The Vikings á Bretlandseyjum en félagið tengist einnig hópum í Póllandi, Rúss- landi, Kanada, Bandaríkj- unum og á Norðurlöndum þannig að í það heila telur mannaflinn um 1200 manns. Andy Mckie hefur verið í hópi The Vikings í sautján ár en stofnaði hópinn sinn The Volsung Vikings í Jórvík fyrir sex árum. Andy leiðir hópinn, sem telur um þrjátíu manns, og er jarlinn í Jórvík. Hópurinn blæs í glæður víkingamenn- ingarinnar í Jórvík af miklum krafti og leggur, eins og félagar þeirra annars staðar, mikið upp úr nákvæmni í klæða- og vopnaburði. Þau setja á svið þekkta bardaga og sérhæfa sig í árabilinu 790 til 1066 og kynna bæði viðhorf og hætti víkinganna og Saxanna sem víkingarnir herjuðu á í Bretlandi. Framhald á næstu opnu 18 viðtal Helgin 24.-26. ágúst 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.