Fréttatíminn - 24.08.2012, Qupperneq 20
Neutral.is
Fáðu góð ráð við oFnæmi
neutral.is
Astma- og ofnæmisfélagið á Íslandi
mælir með vörum frá NeutralDönsku astma- og ofnæmissamtökin
ÍS
LE
N
SK
A
S
IA
.I
S
N
AT
6
06
55
0
8.
20
12
okkur finnst mikilvægt að ýta við
ykkur og vekja ykkur til meðvit-
undar um að þetta er hluti af menn-
ingu ykkar og arfleifð.“
Sagnaþulir segja Íslendinga-
sögurnar
Íslendingasögurnar eru Andy að
vonum ofarlega í huga og hann
ber mikla virðingu fyrir Íslend-
ingum fyrir að hafa varðveitt þær
sögur sem hann og félagar hans
byggja ekki síst víkingatilveru
sína á. Og ljóst er að hann er vel
að sér og þekkir þær betur en
margur mörlandinn enda eru þeir
Egill Skallagrímsson, Gunnar
á Hlíðarenda og Grettir nánast
sprelllifandi í samtölum víking-
anna í Jórvík. En merkilegt nokk
hefur Andy ekki lesið neina Ís-
lendingasögu.
„Ég læt lesa þær fyrir mig,“ segir
hann og skellir upp úr. „Sagna-
þulirnir okkar segja okkur þessar
sögur,“ segir hann og slær síðan
um sig með því að rekja söguna að
baki þess að Egill orti konungi sína
Höfuðlausn. Og aðdáunin á þessum
mikla víkingi leynir sér ekki í aug-
um hans. „Ég fór á fæðingarstað
hans og tók myndir. Sagnaþulirnir
mínir eiga eftir að verða ofboðslega
afbrýðisamir.“
Grasræktun og borgarastríð á
Írlandi
En hvað varð til þess að Andy hvarf
aftur í aldir og festist í heimi vík-
inganna? „Ég hef alltaf haft áhuga
á sögunni og hún er áþreifanleg
á heimaslóðum mínum. Ég var í
breska hernum í þrjú ár og gegndi
herþjónustu á ýmsum stöðum og
hugsaði mikið á meðan. Þegar ég
hætti í hernum var ég bara eitthvað
að slæpast og hjóla um á mótorhjóli
en fann alltaf fyrir þessari víkinga-
taug í mér og fannst ég tengjast
þessum tíma,“ segir Andy sem
lagði síðan mótorhjólinu, setti upp
fornari hjálm og gerðist víkingur.
Andy þjónaði meðal annars á
Norður-Írlandi þegar allt var þar
í járnum og víkingurinn setur í
brýrnar þegar talið berst þangað.
„Maður upplifði margt þar,“ segir
hann hugsi. „Sumt gott og sumt
slæmt en við vorum þarna til þess
að vernda borgarana og styðja við
lögregluna. Það var okkar verk-
efni og þannig upplifðum við það.
Núna er ég í góðu sambandi við
víkingana á Írlandi og við förum
þangað til þess að berjast og fáum
okkur síðan í glas,“ segir hann og
skellir upp úr.
Andy er hálærður garðyrkusér-
fræðingur og vann lengi vel á til-
raunastofu á vegum hins opinbera
þar sem gerðar voru rannsóknir á
byggi og öðrum uppskrerugróðri.
„Ég ræktaði líka marijúana fyrir
ríkið,“ segir hann og hlær. „Og
meðal annars var gras sem ég bjó
til notað í bíómyndinni Saving
Grace.“ Myndi fjallar um ekkju
á virðulegum aldri í smábæ sem
tekur upp á því að drýgja tekj-
urnar með grasrækt sem verður
að mjög umfangsmiklum ólögleg-
um landbúnaði. „Grasið mitt var
notað í bakgrunninum og í öllum
senum myndarinnar,“ segir Andy,
greinilega ánægður með þetta sér-
kennilega dagsverk. „En núna er
ég atvinnulaus vegna niðurskurðar
þessarar undarlegu nýju ríkis-
stjórnar. Ég hef engar tekjur og sé
fram á að missa húsið mitt á Eng-
landi.“ Andy hefur unnið við nokk-
urn fjölda bíómynda og sjónvarps-
þátta, leikið og verið til ráðgjafar og
komið fram sem víkingur og sjálft
þrumugoðið Þór.
Flytur konungi bón frá Íslandi
Þegar Andy kemur næst fyrir
konung sinn á Englandi mun hann
flytja honum bón frá Einherjunum
í Reykjavík um að þeir fái að ganga
til liðs við hið öfluga The Vikings
félag. Einherjarnir gera sér vonir að
með 1200 manna styrk The Vikings
og öllu því sem þeir eiga í fórum
sínum aukist líkurnar á því að hægt
sé að halda stóra víkingahátíð í
Reykjavík í júlí 2014. „Við erum
að reyna að byggja brýr,“ segir
Andy. „Öll erum við líka víkingar
og viljum veg Íslands sem mestan.
Enda er landið sláandi fagurt og
hér mætir sagan manni ljóslifandi.
Þetta er alveg frábært.“
Þórarinn Þórarinsson
toti@frettatiminn.is
Sverð er árásarvopn og hjá okkur verður þú
að hafa lokið þjálfun og staðist próf til þess að
mega sveifla sverði og taka þátt í bardögum.
Vel fór á með Jóni Gnarr borgarstjóra og Andy sem útskýrði möguleikana sem Reykjavíkurborg hefur til þess að verða miðstöð
víkingamenningar í heiminum.
20 viðtal Helgin 24.-26. ágúst 2012