Fréttatíminn - 24.08.2012, Síða 27
Líf mitt var orð-
ið þannig að ég
gat ekki verið
einn heima. Ég
var alltaf að
detta út.
SIMPLY CLEVER
ŠKODA Yeti - vertu viðbúinn hinu óvænta.
Í ŠKODA Yeti er sérhver ökuferð einstök. Yeti er sterkur en samt nettur og tekst
auðveldlega á við allar aðstæður.
Undir vélarhlífinni er Yeti með aflmikla og sparneytna 2.0TDI dísilvél sem eyðir
aðeins frá 6 lítrum á 100km.
ŠKODA Yeti 2.0 TDI, 4x4 kostar aðeins frá kr:
4.490.000,-
Umboðsmenn
Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · Hekla Reykjanesbæ · Heklusalurinn Ísafirði
brot af aðgerðunum sem gerðar
eru úti. Maður vill að gæinn sem
krukkar í hausnum á sér hafi gert
það sem oftast,“ segir Árni.
„Um daginn þegar ég kom inn
á spítala var einn maður á heila-
skurðvakt. Svo eru menn að væla
yfir Vaðlaheiðargöngum. Stein-
grímur J. og Kristján Möller fá ekki
jólakort frá mér. Mér finnst þetta
skrýtin forgangsröðum. Ég hef ekki
hitt lækni sem er sammála því að
byggja nýjan spítala. Það er hægt
að gera margt sniðugra fyrir 100
milljarða plús.“
Honum finnst sveltistefnan í garð
Landspítalans vera glórulaus. „Oft
er krónunni kastað fyrir eyrinn.
Það er ekki boðlegt að tæki spítal-
ans séu löguð með límbandi. Ég veit
ekki hversu oft Björn Zoëga hefur
sagt að heilbrigðiskerfið sé komið
að þolmörkum, en fyrir mitt leyti er
kerfið löngu sprungið. Stjórnendur
Landspítalans kalla úlfur, úlfur.
Þeir verða að fara að læra að standa
í fæturna gagnvart þessari vitlausu
forgangsröðun stjórnvalda,“ segir
hann. „Því á sama tíma og einstak-
lingar á leikskólanum við Austur-
völl reyna að reisa sér minnisvarða
hrynja stoðir heilbrigðiskerfisins.
Fólk hefur val um hvort það fer til
Húsavíkur eða ekki, en fólk hefur
ekki val um hvort það veikist.“
Börnin settu hann í sokkana
Þótt Árni staulist um hefur ástandið
verið verra. „Ég geng um eins og
ég sé drukkinn. Ég vildi að það
væri öfugt. Ég væri sem drukkinn
en gengi eðlilega í gegnum þessa
meðferð.“ Um tveggja mánaða skeið
komst hann ekki sjálfur í fötin. Þá
áttu börnin það til að klæða hann í
sokkana.
„Jú, á venjulegu heimili dreifir
fólk verkefnum. En Ína er með tvo
krakka og einn durg á heimilinu,
sjálfa sig og vinnuna sína. Mér
finnst ég auðvitað leggja miklar
byrðar á hana. Þótt ég reyni að gera
það sem minnst get ég voða lítið
gert í heimilisstörfum. Ef ég reyni
er ég dauður um kvöldið. Ég þarf
því að vega og meta hvort ég eigi að
setja í vélina og sópa gólfið eða eiga
ánægjulega og góða kvöldstund
með fjölskyldunni,“ segir Árni og
að tengdaforeldrarnir séu þeim stoð
og stytta. „Þau eru yndisleg og hafa stutt
rækilega við bakið á okkur.“
Haustið 2010, þegar hann greinist með
fyrsta heilaæxlið, hætti hann að fljúga. „Ég
fór strax í veikindarleyfi. Ég er flugmaður
í leyfi. Það eru strangar heilbrigðiskröfur.
Það kom ekki annað til greina.“ En Ice-
landair stendur við bakið á Árna og fyrir
það þakkar hann þeim – sérstaklega Hilm-
ari Baldurssyni og Þorgeiri Haraldssyni
sem hafa, ásamt fleirum, hjálpað fjölskyld-
unni hvað þeir geta. Þá segist Árni heppinn
í óheppni sinni, spurður um fjárhaginn.
„Flugmenn eru vel tryggðir. Margir hafa
það verra í veikindum sínum en ég. Ég
fæ rosalegt samviskubit þegar ég hlusta
á einstæðar mæður í hópi ungs fólks með
krabbamein sem ég hitti. Sumar þeirra eiga
Framhald á næstu opnu
viðtal 27 Helgin 24.-26. ágúst 2012