Fréttatíminn - 24.08.2012, Qupperneq 40
10 námskeið kynningarblað Helgin 24.-26. ágúst 2012
MíMir Meiri færni, fleiri Möguleikar
DANS FYRIR ALLA!
Skráning hafin í síma 586 2600 eða á
dansskoli@dansskolireykjavikur.is
Barnadansar frá 2 ára
Samkvæmisdansar
Brúðarvals
Sérhópar
Ragnar Linda Javier
T ungumálin eru einn af hornsteinum Mímis símenntunar og hafa vinsældasveiflur áhrif
á hvaða tungumálanámskeið eru
mest sótt hverju sinni. „Nú er það
norskan sem er vinsælust og hef-
ur verið í nokkur ár,“ segir Vala S.
Valdimarsdóttir, verkefnastjóri ís-
lensku fyrir útlendinga hjá Mími
símenntun. Hún segir það vera
vegna þess að hluti Íslendinga
sýnir Noregi áhuga og fari jafnvel
þangað í atvinnuleit. En sérgrein
Völu eru þeir sem koma til Íslands
og sýna Íslandi áhuga. Mímir sí-
menntun býður upp á 36 íslensku-
námskeið fyrir útlendinga á þess-
ari haustönn á sex stigum. Þar á
meðal eru sérstakir ritunar- og
talhópar og sérhópar fyrir fólk frá
fjarlægjum landssvæðum. Flestir
þeir sem nema íslenskuna koma
frá Póllandi sem hefur orðið til
þess að pólska er einnig kennd í
skólanum.
„Já það eru makar og vinir
Pólverja hérlendis sem vilja kynna
sér málið betur og jafnvel þeir
sem starfa með Pólverjum,“ segir
Vala.
Flestir kennarar tala móðurmál
nemenda sinna sem auðveldar
námið auk þess sem þeir eru
flestir menntaðir í fjölmenningar-
legri kennslu því menningarsvæði
eru ólík og mikilvægt að þekkja
ýmsan menningarmun.
„Það er ótrúlegt að sjá hvað fólk
er duglegt að læra íslensku, en
íslenskan er mjög erfitt tungu-
mál og það kemur alveg fyrir að
fólk þurfi að fara tvisvar sinnum
á sama námskeið en markmiðið
er fyrst og fremst að fólk geti
bjargað sér í daglegu lífi,“ segir
Vala. Leitast er við að hafa kennsl-
una skemmtilega og árangursríka
og þó stuðst sé við kennslubækur
séu jafnframt notuð spil í kennslu
og aðaláhersla lögð á talmál.
„Áður en fólk skráir sig á ís-
lenskunámskeið getur það komið
til okkar í námsmat, til að kanna
á hvaða stigi það er statt og til að
námskeiðið nýtist sem best.“
Öflug aðstoð við nemendur er
eitthvað sem Mímir símenntun
státar af. „Við aðstoðum nem-
endur okkar eftir fremsta megni
og hér er starfrækt öflug náms-
og starfsráðgjöf sem stendur
öllum til boða að kostnaðarlausu,
jafnvel þeim sem eru ekki nem-
endur Mímis símenntunar,“
segir Aðalheiður Sigurjónsdóttir
deildarstjóri. Við náms- og starfs-
ráðgjöfina gefst fólki kostur á
raunfærnimati og áhugasviðs-
greiningu, getur fengið leiðsögn
við gerð ferilskrár, er aðstoðað við
að skipuleggja starfsleit og leið-
sögn um góð vinnubrögð í námi,
svo dæmi séu nefnd.
Fyrir ári flutti skólinn í nýtt
húsnæði við Oftanleiti 2, þar sem
Háskólinn í Reykjavík var áður
til húsa og býður nú nemendum
upp á fullbúnar kennslustofur
í rúmgóðu og þægilegu hús-
næði. „Við sprengdum húsnæðið
utan of okkur,“ segir Erna Björk
Gestsdóttir hjá Mími símenntun
og bætir við að nú sé skólinn í
húsnæði sem henti starfseminni
mun betur, sem er afar fjölbreytt.
Stærstur hluti þeirra námskeiða
sem Mímir símenntun býður upp
hefur gengið árum saman en á
hverju ári bætast þó ný námskeið
við.
„Á þessari haustönn verðum
við til dæmis með nám í kórfærni,
fyrir fólk sem hefur sungið í
kór en þekkir ekki nægilega vel
til nótnalesturs, og námskeið í
sniðteikningu þar sem nemendur
vinna hugmyndaspjöld og sniðút-
færslur út frá eigin hugmyndum,“
segir Erna. Hún bætir einnig við
að myndlistarnámskeiðin séu allt-
af vel sótt og prjónanámskeiðin
hafi alltaf verið gríðarlega vinsæl.
„Sérstaklega eftir hrun. Þá gripu
allir til prjónanna.“
„Við verðum einnig að minn-
ast á menningarnámskeiðin
okkar,“ segir Aðalheiður. Það
eru fjölbreytt námskeið um allt
á milli himins og jarðar eins og
segir í haustbæklingi Mímis sí-
menntunar. „Smásagnagerðin
undir leiðsögn Ágústs Borgþórs
Sverrirssonar er eitt þeirra nám-
skeiða sem hafa þótt áhugaverð
og má þess geta að þeir sem hafa
sótt þau hafa fengið birtar eftir sig
smásögur og unnið til verðlauna,“
segir Aðalheiður. „Við fáum líka
Þorvald Friðriksson til að kenna
námskeið sem kallast Keltnesk
áhrif á Íslandi og Jóhanna Krist-
jónsdóttir verður með námskeið
um Miðausturlönd.“
Það er af nógu að taka hjá Mími
símenntun og leggst haustönnin
vel í þær Aðalheiði, Völu og Ernu.
„Þetta er mjög gefandi starf og
yndislegt að sjá fólk sem kemur til
að mennta sig af fúsum og frjáls-
um vilja og finna tilgang sinn.“
Að finna tilgang sinn
Meiri færni, fleiri möguleikar er eitt af kjörorðum Mímis símenntunar sem hefur að baki áratuga
reynslu í kennslu á tungumála-, menningar-, lífstíls-, handverks- og íslenskunámskeiðum, svo
dæmi séu nefnd.
Haustönn leggst vel í Aðalheiði, Völu og Ernu.
f yrsta skrefið er að koma auga á frestunarárátt-una og birtingarmyndir hennar. Hér eru nokkur dæmi um frestunaráráttu:
Dagurinn er notaður til að ljúka auðveldustu verkefn-
unum en þau flóknari eru skilin eftir.
Að setjast niður til að takast á við erfitt verkefni, en
standa nánast samstundis upp til að ná sér í kaffibolla.
Að skilja verkefni eftir á verkefnalistanum í langan
tíma jafnvel þó að það sé mikilvægt að að sé klárað.
Beðið eftir réttu aðstæðunum eða rétta skapinu til að
takast á við verkefnið.
Næsta skref er að átta sig á hvað veldur frestunarár-
áttunni.
Ástæður fyrir því að verkefnum sé slegið á frest
geta verið margvíslegar. Oft er það vegna þess að fólki
finnst verkefnið of erfitt, eða það er óskipulagt eða því
finnst verkefnið óþægilegt eða jafnvel leiðinlegt.
Þriðja skrefið er að setja upp aðgerðaáætlun gegn
frestunaráráttu.
Hvatning er mikilvæg og því getur verið ágætt
að gefa sjálfum sér hvatningarverðlaun að verkefni
loknu. Hádegisverður með góðum vini eða vöfflur með
kaffinu geta verið ágætis gulrót, en ekki má veita verð-
launin fyrr en verkinu er lokið.
Að fá einhvern til liðs við sig sem kemur og kannar
hvernig verkefninu miðar áfram getur verið góð hvatn-
ing.
Að koma skipulagi á vinnuna og verkefnin er mikil-
vægt. Það er hægt að gera með því að setja upp minnis-
lista og raða verkefnunum upp eftir mikilvægi og klára
þau í þeirri röð.
Námskeið í hvernig megi skipuleggja vinnuna sína
og verkefni getur komið að góðu gagni.
Verkefnin má brjóta niður í smærri verkefni til að
auðveldara sé að takast á við það.
Sumir fresta því að takast á við verkefni því þeir ótt-
ast útkomuna eða halda að þeir geti ekki unnið verkið.
Þá er málið að hefjast bara handa og sjá hvað setur.
Biðja um hjálp. Ef verkefnið er of stórt, eða hluti af
því er of flókinn er gott að leita hjálpar til að láta hlutina
ganga.
fresTunaráráTTa BirTingarMyndir hennar
Þegar öllu er skotið á frest
Fresturnarárátta getur komið í veg fyrir góðan
námsárangur. Hér eru nokkur góð ráð gegn þeirri
áráttu.