Fréttatíminn


Fréttatíminn - 24.08.2012, Page 44

Fréttatíminn - 24.08.2012, Page 44
Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjórar: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is og Mikael Torfason mikaeltorfason@frettatiminn.is. Framkvæmda- og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is. Útgáfustjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is . Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti. G Geta ólögmæt lán verið í vanskilum? Þá grundvallarspurningu leggja lögmennirnir Lúðvík Bergvinsson og Sigurvin Ólafsson fram í nýlegri grein. Spurningin varðar marga enda er talið að fjöldi gengislánasamninga sé á bilinu 100 til 150 þúsund. Fram kemur hjá lög- mönnunum að Hæstiréttur virtist með dómum sínum á árunum 2010 og 2011 taka af allan vafa um að gengislán bankanna stæðust ekki lög. Svo virtist sem bankarnir hefðu brugðið á það ráð að dul- búa lánveitingar sínar innan- lands sem lán í erlendum mynt- um, þótt engar slíkar myntir færu á milli aðila, heldur ein- göngu íslenskar krónur. Bann lá við slíkum lánum. Þyngsta byrði þessarar háttsemi bank- anna féll á lántakendur þegar krónan féll enda fólu lánin í sér að öll gjaldeyrisáhættan var sett á herðar þeirra. Megintilgangur banns við slíkum lánveitingum var einmitt að koma í veg fyrir það. Nýlega hafa hins vegar fallið nokkrir dómar, benda lögmennirnir á, þar sem þessi tegund lánveitinga hefur verið talin lögmæt með vísan til þess hvernig lánssamningar hafa í einstaka tilfellum verið útfærðir af bönkunum, þrátt fyrir að tilgangur og framkvæmd lánanna hafi verið nákvæmlega sú sama og í lánum sem áður höfðu verið dæmd ólögmæt. „Sú staða er því komin upp að í dómsmálum um þessi lán ræður úrslitum það tilviljanakennda orðalag sem hver og einn banki valdi þegar hann „dulbjó“ samningana. Lögmennirnir benda á að þetta leiði til þeirrar óeðlilegu og ósann- gjörnu stöðu að gengislán sem Glitnir bauð viðskiptavinum sínum standi nú í tvöföldum eða þreföldum höfuðstól en gengislán sem Landsbanki Íslands bauð hafi verið endurút- reiknuð og leiðrétt að hluta. Munurinn á milli gjaldþrots og gjaldfærni geti því legið þarna. „Heildarniðurstaðan af uppgjöri Hæstaréttar um gengislán bankanna, sem þjóðin beið í ofvæni eftir, er því sú, því miður, að fyrir lán- takendur er það tilviljun háð hvort gengislán þeirra teljist lögmæt eða ólögmæt.“ Það ríkir óvissa um þessi lán þótt hæsta- réttardómar hafi fallið þess efnis að lánveiting bankanna á íslenskum gengistryggðum lánum hafi verið ólögmæt. Fjölmargar spurningar hafa vaknað um hvernig fara beri með lánin. Hver er rétt afborgun þegar krafan er ekki réttmæt? Úr því þarf að fá skorið. Orsakir óvissunnar eru, segja fyrrgreindir lögmenn, að fjármálafyrirtækin hafa ekki skilið eða vilj- að skilja niðurstöður eða fordæmisgildi dóma sem falla þeim í óhag. Fordæmið virðist hins vegar, af einhverjum ástæðum, skýrt þegar dómar falla fjármálafyrirækjunum í hag. Við þetta ástand verður ekki unað. Vegna þess að bankarnir töldu málið óskiljanlegt voru höfðuð 11 mál til að fá skilning á dómi Hæstaréttar. Það þýðir, segja lögmennirnir, að taka mun að lágmarki eitt ár og líklega upp undir tvö ár að fá niðurstöður frá Hæstarétti vegna þeirra mála. Því er von að spurt sé, hvað á að gera með afborganir af ólöglegum lánum á meðan hið meinta „óvissutímabil“ varir? „Og hvað gerist svo,“ segja lögmennirnir, „ef fjár- málafyrirtækin skilja ekki niðurstöður þeirra dóma?“ Við þessar undarlegu aðstæður er skylda stjórnvalda, að mati þeirra, að þau beiti sér fyrir gerð sérstakra samninga um ákveðnar afborganir af hinum ólögmætu lánum á með- an á „óvissutímabilinu“ stendur, til að mynda að greiddar verði 5 þúsund krónur mánaðar- lega af hverri milljón sem upphaflega var tekin að láni þar til meintu „óvissutímabili“ lýkur. Ella sé fé haft af almenningi og fyrirtækjum í hverjum mánuði með ólögmætum hætti. Eðli- legt væri að fjármálafyrirtækin yrðu skylduð til að bjóða slíka samninga. Þarna er bent á sanngjarna leið. Af við- brögðum stjórnvalda við má hins vegar ráða að lítið verði gert, ólíklegt sé að lagasetning eyði óvissunni. Því verði að bíða niðurstöðu dómstóla til að fá neildarniðurstöðu svo hægt sé að ljúka endurútreikningi gengistryggðra lána. Sú bið er ekki bara dýr, hún er mörgum óviðráðanleg. Vanskil ólögmætra lána Óviðráðanleg bið eftir leiðréttingu Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Starf grunnskólanna í Reykjavík hafið Galdurinn við eldhúsborðið Í vikunni hófu reykvískir grunnskólar göngu sína. 14.000 börn og unglingar í Reykjavík kveðja sumarið og taka til við verkefni vetrarins. Skólasetning markar merkileg tímamót einkum fyrir þann hluta barna sem hefja nú nám í 1. bekk. Eftir- væntingin er mikil, kvíðinn hugsanlega líka. Skólaskil reyna á litlar manneskjur og þær þroskast við þá reynslu. En þær mæta sannarlega ekki reynslulausar til leiks. Í leikskóla læra börn óhemju mikið, í leik- skólanum er lagður grunnur að sterkri sjálfsmynd, félagsfærni, málþroska og læsi á allt undir sólinni. Ein stærsta áskorun grunnskólans er einmitt að virða þá reynslu og þekkingu sem barnið býr yfir í upphafi skólagöngu. Það er efni í aðra grein. Grunnskólinn í dag Grunnskólinn hefur breyst frá því foreldrar barna sem fædd eru árið 2006 fylltu skólastofurnar. Skólaþróun síðustu ára tekur æ meira mið af því að hver nemandi býr yfir styrkleikum, sem þarf að finna og virkja. Hver nemandi hefur sinn námsstíl og það hentar ekki það sama öllum. Skóli fjölbreyttra kennsluhátta virðir þá staðreynd að ekki eru öll börn eins. Slíkur skóli hólfar ekki börn niður eftir einkunnum og getu. Og víst er að enginn skóli nær þessum markmiðum á sama hátt. Sím- at og verkefnavinna sem reynir á sjálfstæði og samvinnu nemenda er ein leið. Uppbrot á hefðbundinni stunda- skrá með smiðjum eftir áhugasviði nemenda er önnur leið. Samþætting námsgreina og notkun snjalltækja er ögrandi og spennandi leið. Umsjónarbekkir eru leystir upp í stór og smá teymi og fjölbreytt verkefni leysa próf af hólmi. Þróunarverkefni um bestu mögulegu kennslu- hætti blómstra um alla borg og lestrarstefnur eru mark- aðar fyrir heilu hverfin í samvinnu skóla. Svona mætti lengi, lengi telja. Blessuð togstreitan Mörgum þykir skólaþróun of hæg, öðrum of hröð. Hug- myndir foreldra um skólann fara ekki alltaf saman við hugmyndir skólans. Hugmyndir kennarans um hlutverk foreldra stangast stundum verulega á við hugmyndir foreldra – og öfugt! Slíka togstreitu verðum við að ræða, af virðingu hvert við annað. Sannar- lega eigum við foreldrar að láta í ljós skoðun okkar á þörfum barnanna og eiga hlutdeild í námi þeirra og velferð. Kennarinn á að líta á foreldra sem bandamenn um nám og velferð barnsins. En foreldrar verða líka að virða fagmennsku kennarans og treysta honum. Báðum aðilum er þó hollast að hlýða á sjón- armið nemandans. Þau skipta öllu máli. Ekki bara bingókvöld Ein er sú breyta sem skákar öðrum breytum þegar kemur að jákvæðum áhrifum á líðan, velferð og árangur skólabarna. Það eru viðhorf foreldra í garð skólans. Rannsóknir sýna að áhugi foreldra á námi barna sinna, jákvæð viðhorf og virðing í garð skólans og kennarans geta margfaldað árangur barna í námi. Það skiptir máli hvernig við ræðum um menntun og skólastarf við börnin okkar og við aðra í fjölskyldunni. Það skiptir máli hver viðbrögð okkar eru þegar eitthvað kemur upp á – og það kemur alltaf eitthvað upp á. Þegar hvatt er til aukinnar þátttöku foreldra í námi barna sinna er ekki bara átt við bingókvöldin, heimanámið og aðalfundi foreldrafélagsins. Samræðurnar við eldhúsborðið eru mikilvægastar. Áhrif grunnskólans Þau eru mikil, um það verður ekki deilt. Og mikil eru áhrif kennarans á nemandann, að vera honum góð fyrirmynd, hvetja hann og vekja áhuga hans. Leita uppi styrkleika hans og virkja þá. En mest eru áhrifin heima fyrir, í orðum og gjörðum foreldra og stórfjölskyldu. Meðvitund okkar um mikilvægi náms, áhugi á viðfangs- efnum barnanna okkar, viðhorf okkar til skólans og kennarans – slík áhrif vega þyngst. Þar ættum við ekki að tala um áhrif. Þar væri nær að tala um galdra. Oddný Sturludóttir, formaður skóla- og frí- stundaráðs Reykjavíkur www.forlagid.is – alvöru bókaverslun á netinu Sjóðheit á toppnum! Forvitnileg bók fyrir helgina Vasabrotsbæ kur/skáldverk 15.–21.08.2012 32 viðhorf Helgin 24.-26. ágúst 2012

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.