Fréttatíminn - 24.08.2012, Page 70
Segðu það með
Nám Sigríður HalldórSdóttir á leið í NámSleyfi
Úr Landanum til Barcelona
„Við höldum utan í byrjun september,“ segir
Sigríður Halldórsdóttir, fréttakona í Land-
anum, en hún og maðurinn hennar, Jón
Ragnar Ragnarsson, eru á leið til Barcelona
í nám ásamt litlu tveggja ára dóttur þeirra,
Urði Ásu (sem ætlar að „mastera kata-
lónsku“ segir mamma hennar).
Sigríður ætlar að taka masterinn í al-
þjóðasamskiptum en er ekki alveg horfin af
sjónvarpsskjám landsmanna því námið er
eitt ár og að því loknu snýr hún aftur á RÚV
þar sem hún hefur starfað síðastliðin sjö
ár sem skrifta, þula, fréttamaður á Austur-
landi og auðvitað í Landanum, þaðan sem
alþjóð þekkir hana.
En af hverju Barcolona?
„Við fundum bæði nám við hæfi og ekki
skemmir fyrir að Jón Ragnar er altalandi
á spænsku eftir að hafa búið í Gvate-
mala,“ segir Sigríður en sjálf er hún með
góðan grunn í spænskunni eftir að hafa
búið í hálft ár í Perú en að auki hefur hún
búið í Danmörku og Ítalíu svo komandi bú-
flutningar valda henni engum sérstökum
kvíða.
Sigríður Halldórsdóttir frétta-
kona er flutt til Barcelona en
lofar endurkomu á RÚV eftir ár.
Mikael
Torfason
mikaeltorfason@
frettatiminn.is
Didda og Sólveig á RIFF
RIFF, Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Reykjavík, hefur fyrir löngu fest sig í sessi sem
einn líflegasti og fjölsóttasti menningarviðburðurinn í borginni ár hvert. Hátíðin hefst
í lok september og undirbúningurinn er kominn á fulla ferð. Stemningin á skrifstofu
hátíðarinnar er vægast sagt alþjóðleg
þessa dagana þar sem sjálfboðaliðar
og starfsnemar frá einum sex löndum,
samanlagt yfir tuttugu manns, vinna
nú hörðum höndum að því að púsla
hátíðinni saman. Opnunarmynd
hátíðarinnar í ár verður nýjasta mynd
Sólveigar Anspach, Queen of Montreuil,
en skáldið Didda og sonur hennar hafa
fengið mikið lof fyrir leik sinn í myndinni.
Meðal annars í Hollywood Reporter.
Þær vinkonur Didda og Sólveig hafa átt
farsælt samstarf í kvikmyndum en Didda
hefur áður leikið undir stjórn Sólveigar í
Stormy Weather og Skrapp út.
Heilsuæði í Eyjum
Berglind Sigmarsdóttir hefur slegið öðrum
höfundum við í sölu það sem af er ári með
bók sinni, Heilsuréttum fjölskyldunnar.
Bókinni hefur verið sérstaklega vel tekið í
Vestmannaeyjum, heimabæ höfundarins.
Samkvæmt upplýsingum frá útgefanda
bókarinnar hafa rétt tæplega 500 eintök
selst í Eyjum sem verður að teljast nokkuð
afrek því heimili í bænum eru um 1.100.
Leikarar með pókerfeis
Leikarinn Gísli Örn Garðarsson og fleiri
félagar hans úr Vesturporti hafa fyrir
sið að hittast einu sinni á ári eða svo og
slá upp litlu pókermóti ásamt öðrum
vinum og kunningjum. Hópurinn ætlar að
koma saman á föstudagskvöld og gera
sér glaðan dag yfir spilum en Gísli Örn er
sagður pókerspilari af guðs náð. Spennan
við spilaborðin verður líklega rafmögnuð
enda kann sviðslistafólk ýmislegt fyrir sér
í andlitstjáningu og sjálfsagt verða þau all
nokkur pókerfésin sem ekkert verður hægt
að lesa úr.
iNgibjörg torfadóttir fór í reykpáSur með jeSúS
Kynlífið aldrei betra
eftir að ég fann Jesú
i ngibjörg segist ekki hafa verið í neinni sérstakri leit þegar hún fann Guð en kynni hennar af núverandi
eiginmanni hennar fyrir nokkrum árum
beindu henni á brautina til Jesú. „Ég held
að það sé venjulega þannig að fólk sé ekk-
ert endilega að leita þegar það finnur
hann. Það er eins og hann biðli til manns
og þá allt í einu smellur allt saman,“ segir
Ingibjörg. „Hann kemur inn í líf manns
þegar maður er tilbúinn. Það stendur
meira að segja í Biblíunni að við elskum
hann vegna þess að hann elskaði okkur
fyrst. Hann sýnir okkur það og þá ein-
hvern veginn förum við að elska hann.“
Lýsing Ingibjargar í bókinni á því
þegar hún fann Jesú er nokkuð erótísk
og hún segist ekki sjá neitt óeðlilegt við
það. Síður en svo enda sé kynlífið Guðs
gjöf. „Eftir að ég kynntist Jesú finnst mér
kynlífið í fyrsta lagi hafa batnað og mér
finnst ég einhvern veginn vera meiri kyn-
vera. Þegar ég hef verið mikið í andanum
og mikið að tala við Jesú þá er ég opnari
fyrir kynlífi og í meira stuði til þess að
stunda kynlíf,“ segir Ingibjörg og bætir
við að kærleikurinn sé frá Guði kominn
og að kynlíf sé hámark elskunnar.
„Kynlífið er samt meira orðið þannig
að ég vil gefa manninum mínum það
að stunda kynlíf. Þetta er ekki bara
einhver losti þótt hann sé svo sannar-
lega til staðar líka. Allir þurfa á kyn-
lífi að halda og ég finn oft hvað sumt
fólk er svelt. Kynlífið er gjöf sem Guð
gaf okkur og fólk þarf rosalega mik-
ið á því að halda. Ef við elskum fólk
þá eigum við að sofa hjá því. Það er
bara þannig. Hipparnir voru komnir
áleiðis með að átta sig á vilja Guðs
þegar þeir boðuðu frjálsar ástir. Ég
ímynda mér himnaríki sem mjög
skemmtilegan stað án þess að ég
fari nánar út í það.“
Í bókinni lýsir Ingibjörg milliliða-
lausu sambandi sínu við Jesú sem er svo
náið að hún fór með honum í reykpásur
áður en hann sagði henni að hætta að
reykja. „Þetta er þannig. Jesús er mjög
persónulegur og Guð er mjög persónu-
legur guð. Hann er ekki fjarlægur. Hann
talar við mann hvort sem maður situr á
klósettinu eða ekki. Maður er ekkert að
loka klósetthurðinni á hann þegar hann
talar. Þegar ég fór út að reykja var ég
bara að hugsa og tala við hann. Þetta var
eini tíminn sem ég hafði til að vera ein og
fór að líta á hann sem reykfélaga minn.
Þess vegna voru það viss vonbrigði þegar
ég varð að hætta. En maður finnur alltaf
tíma til að tala við hann ef mann langar.
Maður fær eins mikið og maður vill.“
Ingibjörg segist hafa fengið góð við-
brögð við bókinni og fólk hafi tjáð sér
að það hafi fundið lífsbjörg í henni. Að-
spurð segist hún undir það búin að bókin
verði umdeild en hún hafi ekki fengið
neikvæð viðbrögð við erótískum þætti
hennar. „Ég hef ekki ennþá verið sökuð
um guðlast og vonandi verður það ekki.“
Þórarinn Þórarinsson
toti@frettatiminn.isÞegar Jesús
birtist
„Hver svo sem ástæðan
var þá sá ég ekki framan
í hann. En ég fann hversu
sexí hann var. Það bylgjaðist
um mig ótrúleg hamingja,
ég hef aldrei fundið annað
eins. Stundum hef ég óskað
þess að deyja bara af því að
mig langar að fara aftur á
þennan stað. Æ, ég get varla
útskýrt það. Það helltist
yfir mig löngun til að vera
í návist hans.“ (Ástarsam-
band við Guð. Bls. 91.)
Kynlífið
er gjöf
sem
Guð gaf
okkur og
fólk þarf
rosalega
mikið á
því að
halda.
Ingibjörg
Torfadóttir
komst í náið,
persónulegt
samband við
Guð. Henni
finnst hún
meiri kynvera
eftir þau kynni.
Ljósmynd/Hari
Ingibjörg Torfadóttir
er 29 ára gamall
hjúkrunarfræðingur.
Í bók sinni Ástarsam-
band við Guð segir
hún frá því hvernig
hún komst í náið og
milliliðalaust samband
við Jesús. Líf hennar
breyttist til hins
betra í framhaldinu.
Hún sprakk út sem
kynvera, er laus við
þunglyndi og hefur
öðlast innri ró.
Ingibjörg sat sjálf
fyrir á kápumynd
bókarinnar þar
sem fyrirsætan
mætti ekki og
tíminn var að
renna út. Líkams-
málverkið sem hún
skartar er eftir
manninn hennar,
David Shea. Ástar-
samband við Guð
fæst í Eymundsson,
Máli og Menningu og
Bóksölu stúdenta.
58 dægurmál Helgin 24.-26. ágúst 2012