Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 17.12.2009, Blaðsíða 4

Fjarðarpósturinn - 17.12.2009, Blaðsíða 4
4 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 17. desember 2009 Expedition Parka kvenúlpa kr. 23.990,- Adventure Parka karla kr. 25.990,- Reykjavíkurvegi 60 • sími 555 2887 • www.musikogsport.is Úlpudagar F ja rð a rp ó s tu ri n n 0 9 1 2 – © H ö n n u n a rh ú s ið e h f. Julius úlpa f. bæði kyn kr. 17.990,- Colorado barnagalli kr. 13.990,- Altai barnaúlpa kr. 10.990,- fimmtudag til sunnudags Allar úlpur, skíðabuxur og snjógallar á 20% afslætti 20% afsláttur Cheqet skíðabuxur Verð frá kr. 5.990,- Zo-on dúnúlpa Verð frá 33.900,- Fyrir flesta er aðfanga dags - kvöld heilagt kvöld heima með fjölskyldunni og lítill tími til að hugsa um þá sem einmana eru eða minna mega sín. Svo er ekki þannig hjá Sverri Víglundssyni veitingamanni á „Á milli hraun“ á Kaplahrauni 9b og fjölskyldu hans því á aðfangadagskvöld verður opið hús hjá þeim og sjö fullorðnir og sex börn munu taka á móti fólki sem er einmana eða á ekki í önnur hús að venda en auk fjölskyldunnar gefur einn starfs - maður staðarins vinnu sína. Þar verður að sjálfsögðu jólatré og allt í sparibúningi og verða þau tilbúin að taka á móti tugum manna með glæsilegum jólamat. Opið frá 17.30 Hátíðarkvöldverðurinn verð - ur í boði hússins á meðan hús - rúm leyfir en húsið verður opn - að kl. 17.30 og matur verð ur framreiddur kl. 18. Þeir feðgar Sverrir og Víg - lundur segja mikla tilhlökkun vera, sérstaklega hjá yngri kynslóðinni sem þarna fær að upplifa alveg ný jól innan um bláókunnugt fólk. Þeir vona að sem flestir sem þörf hafa nýti sér þetta tilboð. Jólamaturinn verður ekki af verra taginu og vonast þeir til að þarna geti fólk átt hátíðleg jól í góðum félagsskap. Jóla sveinninn mæt - ir að sjálfsögðu á staðinn. Undanfarið hafa æ fleiri þurft á aðstoð til matar- og fatakaupa og ljóst að kreppan hefur aukið á fátækt. Því er sem ljósgeisli af himni þegar fólk tekur sig til og leggur á sig að gleðja aðra. Ekki þarf að skrá sig og hægt að mæta beint en „Á milli hrauna“ er staðsett við Dranga - hraun á milli Bæjarhrauns og Kapla hrauns. Á milli hrauna Veitingastaðurinn „Á milli hrauna“ hefur undanfarin ár þjónað fjölmörgum hádegis - gestum sem annað hvort borða á staðnum eða taka mat með sér í bakka á hagstæðu verði. Bjóða í jólamat á aðfangadagskvöld Þrjár fjölskyldur ætla að vera með opið hús á veitingastað fyrir þá sem þurfa Víglundur og dóttir hans Fura Lív og Sverrir Víglundsson. L jó s m .: G u ð n i G ís la s o n Nú er aðal fjáröflunartímabil björgunar- og hjálparsveita í landinu og er engin undan tekn - ing á því hjá Björgunarsveit Hafnarfjarðar. Unnið hefur verið hörðum höndum við að und ir búa tvær stærstu fjár afl - anir sveitarinnar, jólatrjáasölu og flugeldasölu. Þessar tvær fjáraflanir eru gríðarlega mikil - vægar fyrir sveitina og góður árangur í þeim er í raun for - senda fyrir starfi sveitarinnar. Jólatrjáasalan hófst fyrir viku síðan á Flatahrauni 13 og er sveit in með til sölu nor - mansþyn beint frá Danmörku, en normansþynur hefur þann kost að fella næstum ekkert barr. Nú í ár hefur jólatrjáasalan flutt sig um set og er nú á Flata - hrauni 13, á horninu milli lögreglu stöðvarinnar og Húsa - smiðjunnar, í gamla Ofna - smiðju húsinu og verður opið alla daga fram að jólum milli kl. 10 og 21. Að venju verður heitt á könnunni alla dagana. Jólatrjáasalan er nú í rúmgóðum og björtum húsakynnum. L jó s m .: G u ð n i G ís la s o n Björgunarsveitin selur jólatré á nýjum stað Allur ágóðinn beint í björgunarstörf

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.