Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 17.12.2009, Blaðsíða 22

Fjarðarpósturinn - 17.12.2009, Blaðsíða 22
22 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 17. desember 2009 Bæjarstjórn Hafnarfjarðar ákvað samhljóða á fundi sínum þann 18. desember 2007 að selja 95% af því hlutafé sem bær inn átti í Hitaveitu Suður - nesja til Orkuveitu Reykja víkur að upp - hæð rúm lega 7 millj - arða króna. For kaups - réttarhafar féllu allir frá for kaups rétti sín - um. Síð ar var Hita - veitu Suðurnesja skipt upp í 2 fyrir tæki, HS- Orku og HS-veitur í samræmi við ný lög um raf orku starfsemi. Gert er ráð fyrir að veitu fyrir tækin séu að minnsta 50% í eigu opin berra aðila. Í janúar 2008 ákvað ný stjórn OR, eftir meirihlutaskipti í Reykja vík í sama mánuði, að fresta greiðslu á uppgjörinu og vísa málinu til úrskurðar hjá samkeppnisyfirvöldum. Sam - keppnisyfirvöld ályktuðu að OR mætti ekki eiga hlutinn til lengri tíma og bæri því að selja hann aftur. Hafnarfjarðarbær höfðaði í kjölfarið inn heimtu mál fyrir Héraðsdómi Reykja víkur, enda ljóst að kaupin voru ekki ógild. Dómur í því máli (E- 3120/2008) var kveðinn upp 18. mars sl. og var Hafnar fjarð arbæ að öllu leiti í hag. OR var dæmt til að standa við greiðslu á fyrrgreind - um hlut. OR áfrýj aði málinu í kjölfarið til Hæsta réttar. Samningaumleitanir milli aðila Allan þennan tíma hafa farið fram samn - inga um leit anir milli deilu aðila. Í ágúst - mánuði náð ist sam - komulag að Hafn ar fjarðar bær yfir tæki aftur nær 15% hlut sinn í HS-veitum hf. að verð mæti 1,4 millj arður, en OR stæði við greiðslu á hlutn um í HS-Orku að fyrir vör um frá gengn um s.s. lána mála HS-Orku og ákvörðun forkaups réttarhafa. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar sam þykkti þessa umleitan á fundi sínum í byrjun september með atkvæðum bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar og bæjar - fulltrúa Haraldar Þórs Ólasonar Sjálfstæðisflokki. Bæjarfulltrúi Vinstri Grænna tók undir þau sjónarmið að Hafnarfjarðarbær eignaðist aftur hlut sinn í raf - veitufyrirtækinu HS-veitur. Tveir bæjarfulltrúar Sjálf stæðis - flokksins voru alfarið á móti samkomulaginu. Nú sér fyrir endann á þessu máli. Fyrirvarar eru frágengnir. Hafnarfjarðarbær hefur tryggt sér stöðu í HS-veitum, ígildi gömlu Rafveitu Hafnarfjarðar sem sett var inn sem eignar hlut - ur fyrir nær áratug. Starfsemi og starfsstöð HS-veitna er tryggð í Hafnarfirði, jafnt sem uppgjör á kaupverði og vöxtum liggur fyrir. Með virði hluta bréfanna má segja að um nær 9 milljarða uppgjör sé að ræða milli aðilanna. Niðurstaðan Hafnarfirði í hag Nú mun OR draga til baka áfrýjun sína til Hæstaréttar. Deil unni er lokið á milli þess ara aðila, sem hafa allan tím ann, þrátt fyrir deilurnar unnið málið í góðu samstarfi. Sam starf OR og Hafnar fjarðarbæjar hefur alla tíð verið gott. OR hefur þjónu - stað bæjarbúa og fyrirtæki í bænum um heitt vatn, en OR hefur einkaleyfi á sölu á heitu vatni í Hafnarfirði. Samstarf Vatnsveitu Hafnar fjarðar, Frá - veitu Hafnarfjarðar, OR og HS- Milljarða deilu við OR lokið Gunnar Svavarsson Svala Rún Við höfum 7 ára reynslu af jógakennslu Halldóra JÓGA Styrkjandi æfingar og slökun Jóga.is býður upp á jógatíma 2x í viku á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 17:15—18:15 í Ásgarði í Garðabæ (við sundlaugina) Jógatímarnir henta öllum bæði byrjendum og lengra komnum. Við leggjum áherslu á styrkjandi og einfaldar æfingar, slökun og notalega stemmingu. Verð: 12 vikur kr. 16.900 10 tímar kr. 9.900 Skráning á netfangið svalarun@msn.com eða í síma 863-7001/899-8303 Kennsla hefst fimmtudaginn 7. janúar 2010 veitna er einnig víðtækt á tækni - legum grunni. Það ber að þakka þeim sem að málinu hafa komið. Að hafa staðið vaktina, Hafnarfirði í hag, en um leið að hafa virt sjónar - mið og skoðanir hvors um sig. Stjórnmálamenn hafa ólík ar skoðanir og það gildir svo sann - ar lega einnig um lög fræðinga og einstaka verkfræð inga. Höfundur er bæjarfulltrúi og fv. stjórnarmaður í HS.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.