Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 17.12.2009, Blaðsíða 9

Fjarðarpósturinn - 17.12.2009, Blaðsíða 9
Allt unnið í sjálfboðavinnu Allir félagar Björgunarsveitar Hafnarfjarðar gefa vinnu sína og eru til taks allan sólar hring - inn allan ársins hring. Björg - unar sveit Hafnarfjarðar er því mikilvægur hlekkur í öryggis - neti landsmanna. Júlíus Gunn - ars son, formaður Björg unar - sveitar Hafnarfjarðar sagði í samtali við Fjarðarpóstinn að um 80% af rekstrarfé sveit - arinnar væri komið af sjálfs - aflafé og er það nýtt meðal ann - ars til þjálfunar félaga og viðhalds á búnaði sveitarinnar. Á breiðum grunni Innan Björg unarsveitar Hafn - arfjarðar starfar stór og breiður hópur fólks. Starfið innan sveit - arinnar er fjölbreytt og krefst því breiðrar kunnáttu og þekk - ingar. Sveitin byggir á gríðar - lega sterkum grunni sem for - verar okkar í starfi skópu sveit - inni, með þann grunn að leiðarljósi höldum við áfram þeirri miklu uppbyggingu sem átt hefur sér stað í gegnum árin. Ungt fólk er okkur afar hug - leikið og höfum við unnið að því markvisst undanfarin ár að byggja upp unglinga- og ný - liðastarf sveitarinnar. Það er okkur vel ljóst að í því starfi liggur framtíðin. Innan sveit ar - innar í dag er starfandi afar öfl - ugur hópur af ungu og efnilegu fólki sem hefur sett sér það að markmiði að vera samfélaginu öflug stoð þegar fram í sækir. Mikilvægur áfangi Mikilvægur áfangi í alþjóða - starfi sveitarinnar náðist á árinu. Íslenska alþjóða - björg unar - sveitin sem Björgunarsveit Hafnarfjarðar er þátttakandi í hlaut viður kenn ingu/vottun Sam einuðu þjóð anna. Þetta er gríðarleg viður kenning á okkar starfi og hefur okkar fólk staðið vaktina með miklum sóma í þessu verkefni. Íslenska sveitin skipar sér nú í hóp fárra sveita á alþjóðlegum vettvangi sem hefur hlotið slíka vottun. Sölustaðir Risaflugeldamarkaðurinn verð ur eins og áður í húsnæði Björgunarsveitar Hafnarfjarðar við Flatahraun (gamla slökkvi - stöðin) og svo verða þrír aðrir sölustaðir, í Fornubúðum við smá bátahöfnina, á bílastæðinu við verslunarmiðstöðina Fjörð og í Haukahúsinu við Ásvelli. www.fjardarposturinn.is 9Fimmtudagur 17. desember 2009 Stöndum vörð um okkar eigið öryggisnet Flugeldasala björgunarsveitarinnar er okkar lífæð! – Leggjum okkar af mörkum Flugeldasalan verður opin sem hér segir: Mánudaginn 28. desember .......... kl. 14 - 22 Þriðjudaginn 29. desember .......... kl. 12 - 22 Miðvikudaginn30. desember ...... kl. 10 - 22 Gamlársdag .................................. kl. 09 - 16 Björgunaræfing í Hafnarfjarðarhöfn Til að geta stundað björgunarstörf þarf þrotlausar æfingar. Þéttur hópur ávalt til taks Félagar í Björgunarsveit Hafn ar fjarðar eru nú á fullu í fjár öflunum sínum. Jólatrjáa sala er í hámarki þessa dagana og einnig er undirbúningur fyrir flugeldasöluna kominn á fullt. Þessar tvær fjáraflanir eru mjög mikilvægar fyrir björgunar sveitir landsins og geta skipt sköpum þegar á reynir. Starf Björgunarsveitar Hafnarfjarðar byggist að langstærstum hluta á þessum tveimur lykilfjár öfl unum ár hvert. Björgunarsveitarfólk þarf sérþekkingu til að geta brugðist við hvar sem er. L jó sm .: R ó b e rt Ó sk a r C a b re ra

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.