Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 17.12.2009, Blaðsíða 2

Fjarðarpósturinn - 17.12.2009, Blaðsíða 2
2 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 17. desember 2009 Nágrannasveitarfélagið okkar er nánast gjaldþrota og í skýrslu eftirlitsstofnunar sveit - arfélaga segir að það sé ekki hægt að kenna efna hagshruninu um. Á Álftanesi hefur bæjar - stjórnin logað í illdeilum í mörg ár. Skyldi þar vera að finna orsök vandans? Bæjarbúar kjósa eina bæjarstjórn. Henni ber að vinna saman að framgangi síns sveitarfélags. Oft vill skorta á það og persónulegar og flokkspólitískar erjur fá að skemma starf bæjarstjórna. Það er ekki bara minnihlutans að veita aðhald. Það er hvers og eins bæjarfulltrúa enda mega menn aldrei gleyma sér í eigin ágæti og sigla svo blint að feigðarósi. Allir bæjarfulltrúar unnu nú að gerð fjárhagsáætlunar fyrir Hafn ar - fjörð sem boðar mikinn niðurskurð. Af hverju hafa menn ekki alltaf unnið saman að áætlanagerð? Samstarf og samvinna á að einkenna bæjarstjórnir og bæjarbúar eiga að sýna aðhald og tryggja að háværir hópar geti att bæjarstjórnum út í framkvæmdir sem sveitarfélagið ræður ekki við eða raskar fjárhagslegri getu þess til að sinna öðrum málum. Það er flott að geta sagt að þessi og hin höllin hafi verið byggð en það er oftast á kostnað annarra og jafnvel brýnni verka. En það er hinn almenni borgari sem sýnir að við búum í þjóðfélagi sem okkur er annt um. Gott dæmi um það er Sverrir Víg lundsson í matstofunni „Á milli hrauna“. Hann og tvö börn hans og þeirra fjölskylda ásamt einum starfsmanna helga aðfanga dagskvöld vinnu fyrir þá sem minna mega sín. Þarna mun hópur fólks, ungir sem aldnir, taka á móti fólki með hlýju í hjarta og veita þeim ánægjulegt aðfangadagskvöld. Þjóðfélög byggjast upp á því að við sýnum hinum næsta kærleika. Við eigum að geta verið sjálfbær kærleiksrík þjóð. Við eigum ekki að þurfa að bíða eftir að góð gerðarsamtök styðji náunga okkar. Við getum sjálf sýnt kærleika og aðstoð – hvert og eitt. Það er okkur aldrei ljósara en nú að það er sælla að gefa en að þiggja. Fjarðarpósturinn þakkar lesendum sínum og viðskiptavinum ánægju lega samveru á árinu sem er að líða. Róður héraðsfréttablaða hefur þyngst mjög á undanförnum árum og þrátt fyrir aukna aug lýs - ingasölu hækkar kostnaður langt umfram tekjur. Fjarðarpósturinn hefur verið með óbreytta verðskrá í 8 ár og tilboðsverð hafa jafnvel lækkað. Slíkt gengur ekki lengi. Ég horfi því björtum augum á framtíðina og treysti á að fyrirtækjaeigendur nýti sér langbesta auglýsingamiðilinn fyrir Hafnarfjörð. Fjarðarpósturinn er ómissandi hluti af menningu Hafnarfjarðar. Gleðileg jól. Guðni Gíslason. Útgefandi: Keilir útgáfufélag ehf., kt. 480307-0380 Fjarðarpósturinn, Bæjarhrauni 2, 220 Hafnarfirði Vinnsla: Hönnunarhúsið ehf., umbrot@fjardarposturinn.is Ritstjóri og ábm.: Guðni Gíslason Ritstjórn: 565 4513, 896 4613, ritstjorn@fjardarposturinn.is Auglýsingar: 565 3066, auglysingar@fjardarposturinn.is Prentun: Steinmark ehf. Dreifing: Íslandspóstur ISSN 1670-4169 – Vefútgáfa: ISSN 1670-4193 www.fjardarposturinn.is Víðistaðakirkja 4. sunnud. í aðventu – 20. desember Barnaguðsþjónusta kl. 11 Fjölbreytt og skemmtileg dagskrá fyrir alla fjölskylduna. Aðfangadagur jóla – 24. desember Aftansöngur kl. 18 Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Arngerðar Maríu Árnadóttur. Barna- og stúlknakór Víðistaðakirkju syngur undir stjórn Áslaugar Bergsteins dóttur. Einsöngur: Sigurður Skagfjörð Steingrímsson, barítón. Básúna: Jessica Buzbee. Miðnæturguðsþjónusta kl. 23.30 Margrét Sigurðardóttir sópran syngur við undirleik Arngerðar Maríu Árnadóttur organista. Jóladagur – 25. desember Hátíðarguðsþjónusta kl. 14 Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Arngerðar Maríu Árnadóttur. Einsöngur: Aron Axel Cortes tenór. Gamlársdagur – 31. desember Aftansöngur kl. 18 Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Arngerðar Maríu Árnadóttur. Einsöngur: Elín Ósk Óskarsdóttir sópran. www.vidistadakirkja.is Næsti Fjarðarpóstur kemur út 7. janúar 2010 Sendibílaþjónusta í 25 ár! Benni Ben. • 893 2190 Tölvuþjónustan Rthor Fartölvuviðgerðir og almennar tölvuviðgerðir. Kem í heimahús Ódýr og góð þjónusta Sími: 849 2502 ÚTFARARÞJÓNUSTA HAFNARFJARÐAR SÍMI 565 9775 - ALLAN SÓLARHRINGINN - UTH.IS Frímann Andrésson útfararstjóri hÁLFDÁN hÁLFDÁNARSON útfararstjóri Sýningar í Bæjarbíói Á laugardaginn kl. 16 sýnir Kvik - myndasafn Óskarsverðlauna mynd - ina On Golden Pond (1981). Opið hús í Jafnréttishúsi Opið hús er í Jafnréttishúsi, Strand - götu 25 um helgar á aðventunni kl. 13-18. Þýsk myndasögusýning Þýsk myndasögusýning stendur nú yfir í Bókasafni Hafnarfjarðar. Sýn - ing in er samstarfsverkefni Borg ar - bókasafns í Reykjavík og Goethe- Institut í Kaupmannahöfn. Hún stend ur til áramóta. Myndirnar eru eftirprentanir úr nokkrum þýskum myndasögum og gefa þannig innsýn í þessa vaxandi bókmenntategund. Áhugafólk um myndasögur ætti ekki að láta sýninguna fram hjá sér fara. Jólatónleikar Kórs Flensborgarskólans Vinakvöld á aðventu 17. desember kl. 18 í Hamarssal. Jólaganga Hafnarfjarðar Á Þorláksmessu kl. 19.30 frá Fríkirkjunni. Hálftíma ganga sem lýkur í Jólaþorpinu. Jólatónleikar Regínu Jólatónleikar Regínu Óskar og Barna- og stúlknakórs Víðistaðakirkju sunnu daginn 20. desember kl. 17. Dagskrá í Jólaþorpinu Laugardag kl. 13-18: Kl. 14: Lúðrasveit Tónlistarskóla Hafnarfjarðar. Sigurjón Brink flytur lög af nýútkomnum diski sínum. kl. 15: Kór Öldutúnsskóla. Rauðhetta, leikatriði. kl. 16: Lalli töframaður heillar áhorf - endur upp úr skónum. Ívar Helgason flytur tvö nýútkomin jólalög. Jenný, Stella og Sunneva syngja jólalög. kl. 17: Fjörugt atriði úr söngleik Víðistaðaskóla Footloose. Atriði frá Jafnréttishúsi. Sunnudag kl. 13-18: kl. 14: Sönghópur frá félagsmið - stöðinni Vitanum syngur nokkur lög. Kl. 15: Úti-jólaball. Jólasveinabandið heldur uppi stuðinu. kl. 17: Jaðarleikhúsið, Fimleikafélagið Björk og Leikfélag Flensborgar bregða á leik. Mánudag kl. 18-22: kl. 19: Jólagjöfin, tónleikar í boði Rio Tinto Alcan. Skemmtileg kvöld - stemmning í Jólaþorpinu. Þriðjudag kl. 18-22: Skemmtileg kvöldstemming í jólaþorpinu, notaleg jólatónlist og kaupmenn taka vel á móti gestum. Þorláksmessu kl. 18-22: Kl. 19.30: Jólaganga Hafnarfjarðar – sjá ramma t.v. Kl. 20.00: Jólatónleikar með hljóm - sveitinni Hátíðarsveinum, en það eru þeir Magnús Kjartansson, Björn Thor oddsen, Jón Rafnsson og Einar Valur Scheving. Um sönginn sjá Helga Möller og Flugfreyjukórinn. Mætum öll í Jólaþorpið á Þorláksmessu og fögnum komu jólanna. Gamlárshlaup Hauka Hlaupið frá Ásvöllum kl. 10 árdegis á gamlársdag. 10 km hlaup. Sóknarprestur og starfsfólk Víðistaðakirkju óska íbúum Víðistaðasóknar og Hafnfirðingum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári!

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.