Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 17.12.2009, Blaðsíða 20

Fjarðarpósturinn - 17.12.2009, Blaðsíða 20
Í október komu hingað 100 ungmenni frá öllum Kanarí eyj - unum. Þau höfðu geng ið í gegn - um stíft umsókn ar ferli og viðtöl með það fyrir augum að verða sérlegir ferða sendi herrar Kanarí - eyj anna í Evrópu. Þau vissu ekki að þau áttu að fara til Íslands fyrr en á flugvellinum á Gran Canaria. Á Íslandi áttu þau að vinna að kynn ingu á Kanarí eyj unum og í leiðinni að finna 100 Íslendinga sem bjóða mætti til Kanaríeyja í vetur sem hluti af mikilli herferð yfirvalda á eyjunum til þess að ná til fleiri ferðamanna. Á Íslandi voru ungmennin með ýmsar uppákomur, gengu í hús og buðu fólki að koma til Kanaríeyja eða stóðu fyrir skemmt unum þar sem nokkrir voru valdir. Um 20 manna lið var samankomið á veitingastað í Reykjavík í biðröð til að komast í viðtöl við þau til að sanna ágæti sitt og upplýsa af hverju menn vildu fara til Kanarí - eyja. Friðrik Ásmundsson Brekkan var einn þeirra sem skellti sér í biðröðina og fór í öll viðtölin og var þar mikið stuð, stress og skemmt un að hans sögn og þótti gam an að fá að spreyta sig á gömlu góðu ylhýru spánsk-kanar - ísk unni eftir nokkuð hlé. Fjölskyldunni boðið út Síðan leið mánuður og þá var hringt í Friðrik frá ferða - skrifstofunni Sum ar ferðum, sem sá um skipu lag ferð arinnar frá Íslandi, og honum til kynnt að hann fengi ferð í fjöl skylduflokki og mátti því taka með sér alla fjölskylduna í viku til Kanaríeyja með brottför í nóv ember. „Eftir að menn höfðu jafnað sig á fréttunum heima var tekið til við að pakka niður og þann 25. nóvember var haldið til Tenerife og gist á fimm stjörnu hóteli Ni - varia í Adeje á suðurhluta eyj ar - innar og var allt innifalið og meira að segja ís allan daginn eins og ung viðið gat í sig látið. Bara að moka honum sjálfur úr stóra ís - kass anum við sund laugar barm - inn.“ Dekrað var meira við suma Margar ferðir voru skipulagðar og var hinum 100 manna hópi skipt upp í fjóra flokka, fjöl - skyldu hóp, köfun og sport, fjall - göngu hóp og síðan dekur- og afslöppunahóp sem var allan dag - inn í nuddi og líkams rækt, yoga - námskeiðum og skemmti leg heit - um og segir Friðrik að lítið hafi sést af þeim en það hafi frést af dýrðardögum þeirra. „Við leigðum bíl og ókum í kring um Tenerife einn daginn og svo á þriðja degi var flogið til Gran Canaria og gist á geysifínu hóteli í Mogan á suður hlut anum, Cordia Mogan Valle. Far ið var í báts ferðir og aðra skemmt an. Svo var geysilegur valkvíði að velja úr hinum 150 til 250 réttum sem á boðstólum voru alla daga.“ Skemmtileg dýr úlfaldar „Frá Gran Canaria var flogið til Lanzarote sem er að mestu leyti eins og Reykjanesskaginn og alveg dásamleg eyja. Eld fjalla - garður var skoðaður, goshverir og volgt hraun. Himinninn var heiður og 20 stiga hiti. Góður matur og hápunktur fyrsta dagsins var eiginlega að fara í úlfaldaferð upp á fjall og tilbaka. Skemmti leg dýr úlfaldar. Hótel Princesa Yaiza við Playa Blanca ströndina er fimm stjörnu plús og bar nafnið með rentu. Íbúðirnar okkar allra voru tvö stór herbergi með um 50 m² baðher - bergi og stórum svölum, garði og sandströnd og svo auðvitað fjórir veitingastaðir til þess að flækja lífið. Þá var siglt frá Playa Blanca til eyjarinnar Fuerteventura sem er um hálftíma sigling með þrýsti - lofts tvíbytnu frá norska fyrir - tækinu Fred Olsen, sem sér um skipa samgöngur á milli allra eyj - anna. Á Fuerteventura eru falleg - ustu og lengstu strend urn ar og oft nokkur hafgola. Það ger ir eyjuna að paradís fyrir segl bretta iðk end - ur og þá sem standa á seglbrettum aftan í falhlífum og þeytast fram og aft ur um hafið á ógnarhraða. Fuerte ventura er villtust eyjanna en afar heillandi en einnig hvílir einhver leynd yfir henni. Síðast þegar ég kom þarna árið 1976 var verið að flytja allt herlið Spán - verja frá El Aiun svæðinu í fyrr - verandi Spænsku Sahara yfir til höf uð bæjarins Puerto Rosario. Var það skrautleg sam koma her - manna, flestir með misjafna fortíð allir hermen úr útlendingahersveit Spánar. Skiljið símann eftir heima Sem sagt á Kanaríeyjunum er gott að vera og ég ráðlegg mönn - um að gera hið sama og við gerðum. Skiljið símana eftir á Íslandi, spyrjið ekkert um Ísland á meðan þið eruð að njóta lífsins á Kanaríeyjum. Það hleður svo sannar lega batteríin núna í svart - asta skammdeginu. Yfirskrift ferðar innar var „NO WINTER BLUES“, sem út leggst, engin skammdegisveiki, bara gleði.“ Nánari upplýsingar um eyj - arnar á vefjum ferða mála ráðsins. www.turismode canar ias.com www.nowinterblues.com 20 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 17. desember 2009 EI N N , T V EI R O G Þ R ÍR 2 1. 56 1 Fjölskyldan, Guðrún (2.fv.), Ragna, Friðrik og Júlía ásamt eyjaskeggjum í borginni Mugan. Óvænt frá Hafnarfirði til Kanaríeyja

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.