Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 17.12.2009, Blaðsíða 6

Fjarðarpósturinn - 17.12.2009, Blaðsíða 6
6 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 17. desember 2009 Hafnarfjarðarkirkja Mozart við kertaljós Kammerhópurinn Camer - arctica heldur sína árlegu kerta - ljósatónleika í kirkjum rétt fyrir jól in og verða tónleikarnir í Hafn ar fjarðarkirkju á föstu - dagskvöldið kl. 21. Einungis er lýst með kertaljósum en mörg - um hefur þótt gott að setjast inn í rökkrið og kertaljósin og hlýða á fallega tónlist. Í ár verða fluttar tvær af perlum W. A. Mozarts, kvöld - lokkan „Eine Kleine Nacht - musik“ fyrir strengi og hinn glæsilegi klarinettukvintett kv. 581 en klarinettan var í miklu dálæti hjá Mozart og þessi kvintett frumfluttur á jóla - tónleikum árið 1789. Í lok tón - leikanna er að venju leikinn sálm urinn „Í dag er glatt í döprum hjörtum“ úr Töfraflaut - unni en Camerarctica hefur leik ið ljúfa tónlist eftir Mozart við kertaljós í alls sautján ár. Tónlistarflytjendur á Mozart við kertaljós í ár verða þau Ár - mann Helgason klarinettu leik - ari, Hildigunnur Halldórsdóttir og Bryndís Pálsdóttir fiðlu - leikarar, Svava Bernharðsdóttir víólu leikari og Sigurður Hall - dórsson sellóleikari. Allir eru velkomnir og miðar seldir eingöngu við innganginn. Frítt er fyrir börn. Víðistaðakirkja Sunnudaginn 20. desember Jólatónleikar kl. 17 Regína Ósk ásamt Stúlkna- og Barnakór Víðistaðakirkju Miðasala við innganginn: Kr. 1.500,- Kr. 1.000,- fyrir heldri borgara Frítt fyrir börn 12 ára og yngri www.vidistadakirkja.is Fjölmargir styrkja Mæðra - styrksnefnd Hafnar fjarðar enda er þörfin mikil í ár. Ein - staklingar, fyrirtæki og félög hafa lagt nefndinni lið sem nú hefur fengið aðsetur við Brekku götu, á 2. hæð í gamla Dvergs húsinu. Þeir sem vilja leggja lið geta haft samband við Elísabetu Valgeirsdóttur, formann nefnd - ar innar í síma 843 0668 mill kl. 13 og 16 alla virka daga. Mættu kl. 7 að morgni Þær bera ekki fyrir sig að mæta á fund kl. 7 að morgni til að taka við fjárframlögum, kon urnar í Mæðrastyrksnefnd Hafn arfjarðar en fyrir viku mættu þær á fund hjá Rótarý - klúbbn um Straumi. Árlega sam einast Straumur og Rótarý - klúbbur Hafnarfjarðar og leggja nokkra fjárháð í söfnun Mæðrastyrksnefndar. Lionsklúbbur gefur ágóða af sölu Gaflarans Lionsklúbbur Hafnarfjarðar afhenti sl. föstudag Mæðra - styrksnefnd Hafnarfjarðar 300 þús. til nota við starf nefndar - innar. Lionsklúbburinn hefur aflað fjár aðallega með sölu á Gaflaranum sem var í ár seldur á tíunda ári. Styrktu Mæðrastyrksnefnd Rótarýklúbbar og Lionsklúbbur gefa peninga F.v. Guðjón Þórir Þorvaldsson, Ellert Eggertsson, formaður verkefna - nefndar klúbbsins, Elísabet Valgeirsdóttir, formaður Mæðrastyrksnefndar, Guðjón B. Sverrisson, formaður klúbbsins og Steinmóður Einarsson. Sigurþór Aðalsteinsson frá Rkl. Hafnarfjarðar, Elísabet og Þórir Ólafsson, forseti Rótarýklúbbsins Straums.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.