Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 17.12.2009, Blaðsíða 19

Fjarðarpósturinn - 17.12.2009, Blaðsíða 19
www.fjardarposturinn.is 19Fimmtudagur 17. desember 2009 Bæjarhraun 6 • 220 Hafnarfjörður • Sími 520-8003 • www.stilling.is Kúplingar Skín ofar stormaströnd stjarnanna ljómi. Himindýrð lýsir lönd lofsöngur ómi. Fegursti geisli’ í geim greiðir þér veginn heim. Fúslega fylgjum þér, för hvert sem lífið ber, Betlehemsstjarna. Frelsarinn fæddur er, fögnuð hann gefur. Mannanna mein hann ber, miskunn þá vefur. Almáttgar hendur hans, hjálpræðis sérhvers manns, leiða mig lífs um stig. Leiða mun einnig þig stjarnanna stjarna. Reynir Guðsteinsson Síðasti dagurinn í Íþrótta - skóla FH var fyrir skömmu og mættu yfir 100 börn með for - eldrum sínum. Það var ævin - týrabragur yfir tímanum og Íþróttaálfurinn hjálpaði þar til en hann gaf sér góðan tíma með krökkunum. Íþróttaskóli FH hefur starfað frá árinu 1995 en hann býður 2- 5 ára börnum upp á fjölbreytt og markvisst hreyfinám og uppeldislega vandaða dagsskrá sem tekur mið af þroskaþáttum barna. „Allir eiga að finna eitthvað við sitt hæfi,“ segur Daði Rúnar Jónsson skólastjóri. „Ekki er sóst eftir mikilli keppni eða afrekum tengd keppni. Hreyfinám og efling þroskaþátta barnsins sitja í fyrirrúmi. Rannsóknir hafa sýnt fram á að grunnþjálfun, þar sem áhersla er lögð á alhliða líkams- og hreyfiþroska og félagslega gott og jákvætt umhverfi, hefur lykilþýðingu fyrir einstaklinginn þegar fram í sækir. Við í íþróttaskólanum leitumst við að skapa slíkt umhverfi og með hjálp foreldranna ætlum við að ná settu marki.“ Foreldrar fylgist með Í íþróttahúsinu er nóg rými fyrir foreldra að koma og fylgjast með börnum sínum, en Daði Rúnar segir sérstaka áherslu lagða á að foreldrar séu virkir í leik og starfi. Skólinn hefst á ný eftir áramót laugardaginn 9. janúar í Kaplakrika. Betlehems - stjarnan Íþróttaálfurinn með börnunum Tríó Reykjavíkur fagnar 20 ára samstarfi við Hafnarborg með nýárstónleikum þar sem sérstakur gestur er hafnfirski tenórinn Eyjólfur Eyjólfsson Flutt verða íslensk sönglög, Vínartónlist og seiðandi sígaunatónlist. Aðgangseyrir er 2400 krónur. Miðapantanir í Hafnarborg í síma 585 5790. Sunnudag 24. janúar 2010 kl. 20:00 Nýárstónleikar í Hafnarborg Hafnarborg Menningar- og listamiðstöð Hafnarfjarðar. Opið alla daga kl. 11 – 17 og fimmtudaga til kl. 21. Lokað á þriðjudögum. Aðgangur ókeypis. Strandgata 34 220 Hafnarfjörður Iceland www.hafnarborg.is hafnarborg@hafnarfjordur.is (354) 585 5790 Opið er í Hafnarborg um jól og áramót sem hér segir: Þorláksmessa – kl. 11 til 17 Aðfangadagur – lokað Jóladagur – lokað 26. – 28. desember – kl. 11 til 17 29. desember – lokað (þriðjudagur) 30. desember – kl. 11 til 17 31. desember – 1. janúar – Lokað 2. janúar – kl. 11 til 17 3. janúar – kl. 11 til 17, sýningum lýkur

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.