Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 17.12.2009, Blaðsíða 10

Fjarðarpósturinn - 17.12.2009, Blaðsíða 10
10 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 17. desember 2009 Jólaball Hauka Sunnudaginn 27. desember verður jólaball Hauka á Ásvöllum. Dansað verður í kringum jólatréð og aldrei að vita nema að jólasveinninn láti sjá sig. Ballið hefst kl. 17 og lýkur kl. 19. Okkar hefðbundna jólabingó verður á sínum stað. Ókeypis veitingar fyrir alla. Skötuveisla Hauka Verður á Þorláksmessu og hefst kl. 12. Skráning í síma 525 8700 eða bgh@haukar.is Bestu jólakveðjur til Haukafélaga og styrktaraðila Knattspyrnufélagið Haukar Sagt er að Íslendingar hrósi ekki nóg. Ég held að það sé rétt og þegar ég lít í eigin barm sé ég að ég gæti hrósað miklu oftar. Mig langar í þessu greinarkorni að hrósa upphafs mönn - um, starfsmönnum og þátttakendum í Starfs - endurhæfingu Hafn - arfjarðar. Hrós til upphafsmanna Haustið 2004, þá nýbyrjuð sem starfs - maður starfs mennta - áætl unar Evrópusam - bandsins, rambaði ég á sanna frumkvöðla Norður á Húsavík sem unnu við að setja upp „heildstæða“ starfsendur - hæfingu fyrir fólk á örorku en hlutfall örorkuþega á þessu landsvæði var á þeim tíma það hæsta á landinu. Að verkefninu stóðu, Félags- og skólaþjónustan, Heilsugæslan og Fjölbrauta skól - inn á staðnum. Um hríð hafði hópurinn reynt að sækja fjármagn til ráðuneyta en ekki gengið sem skyldi. Mér þótti tilvalið að hópurinn sækti um styrk til ESB. Til að gera langa sögu stutta þá gekk sú tilraun eftir og tvisvar sinnum hafa fengist tugmilljóna - styrkir til að halda þróun verk - efnisins áfram, bæði á Íslandi og í öðrum Evrópulöndum. Um leið og Evrópa fór að sýna verkefninu áhuga vaknaði áhugi íslenskra ráðamanna fyrir alvöru og áður en leið ákvað ríkisstjórnin að starfs - endurhæfingarstöðvar skyldu settar upp um allt land og þær fjármagnaðar af opinberu fé. Hrós til Hafnfirðinga Árið 2007 fékkst styrkur frá ESB til að innleiða aðferðafræði um „heild stæða“ end ur - hæfingu í öðrum sveit - arfélögum og nýj um Evrópu lönd um. Hafn - arfjörður varð fyrir valinu. Þar gekk fyrir - tækið Sjúkra þjálf arinn fram fyrir skjöldu en sveitar félag ið tók strax vel í að standa að stof - nun starfs endurhæfingar í bæjarfélaginu ásamt Flens borg - arskóla, Símennt un Hafnarfjarðar, Hlíf og Starfs mannafélagi Hafn - ar fjarðar. Já kvæðni þessara aðila til strax í upphafi gerði það að verkum að frá fyrsta degi hefur framkvæmd verkefnisins gengið hnökralaust fyrir sig. Hrós til starfsmanna Ekkert verkefni er betra en fólkið sem að því starfar. Starfs - endurhæfing Hafnarfjarðar hefur verið svo lánsöm að fá til liðs við sig hóp af úrvals fólki. Það er á engan hallað þó nafn Önnu Guðnýjar Eiríksdóttur, fram - kvæmdastjóra, sé sérstaklega nefnt. Anna Guðný hefur af mik - illi alúð, en festu, byggt upp árang ursríkt starf og fest starf - semina í sessi. Hún og aðrir starfs - menn trúa á mikilvægi verk - efnisins – það skiptir miklu máli! Hrós til þátttakenda Mesta hrósið fá þátttakendurnir í Starfsendurhæfingu Hafnar - fjarðar sem sumir hverjir þurftu virkilega að taka á honum stóra sínum til að taka þátt. Ástæður örorku eru margar en verðmæti þess að endurvirkja fólk til þátttöku í eigin samfélagi og í atvinnulífi eru ómetanleg fyrir hafnfirskt samfélag og fyrir einstaklingana sjálfa. Það eiga allir rétt á þátttöku á sínum eigin forsendum og það er okkar allra að tryggja að hæfileikar og kraftar hvers og eins fái notið sín. Sem stjórnarkona í Starfsendurhæfingu Hafnarfjarðar hef ég fengið tækifæri til að fylgjast með þátt - takendum frá upphafi og ég full - yrði að í þeim hópi eru ómetanleg auðæfi sem við þurfum að virkja. Í janúar nk. útskrifast fyrsti hópurinn og einhverjir munu strax vilja huga að þátttöku í atvinnu - lífinu. Ég veit og trúi að hafnfirskt atvinnulíf mun ekki bregðast skyldum sínum að taka vel á móti þessum liðstyrk. Þakklæti Ég er í senn stolt og þakklát fyrir að hafa fengið tækifæri til að taka þátt í þessu verkefni. Á meðan aðrir hugsa um auðlindir í jörðu eða á hafi úti, hugsar Starfsendurhæfing Hafnarfjarðar um þá auðlind sem býr í mann - auðinum okkar. Er ekki löngu kominn tími til að setja þann auð í forgrunn í íslensku samfélagi? Höfundur situr í stjórn Starfs - endurhæfingar Hafnarfjarðar og er varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks. Hrós! María Kristín Gylfadóttir

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.