Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 17.12.2009, Blaðsíða 15

Fjarðarpósturinn - 17.12.2009, Blaðsíða 15
www.fjardarposturinn.is 15Fimmtudagur 17. desember 2009 Þú sækir pizzu og stóran skammt af brauðstöngum og færð aðra pizzu sömu stærðar að auki. Heimsending: Miðlungs pizza af matseðli, 2 lítra gos, stór skammtur af brauðstöngum og sósa. Heimsending: Stór pizza af matseðli, 2 lítra gos, stór skammtur af brauðstöngum og sósa. Afgreiðslutími Domino’s á Fjarðargötu í desember: Aðfangadag og jóladag - lokað. Annan í jólum - opið frá kl 11:00. Gamlársdag - lokað. Nýársdag - opið frá kl 11:00. Ó ! · 13 00 9 Skötuveisla á Þorláksmessu Boðið verður upp á sterka og milda skötu, tindabikkju, skötustöppu, saltfisk, plokkfisk, hamsa, hnöðmör, hangiflot og meðlæti. Að sjálfsögðu verða einnig soðnar kartöflur, rófur, smjör, rúgbrauð og jólagrautur í boði. Vinsamlegast pantið tímanlega í síma 555 1810 Húsið opnað kl. 11.30 Hólshrauni 3, Hafnarfirði • 555 1810 www.veislulist.is Verð aðeins kr. 3.000,- Kveinstafir kvótahafa vegna nýlegra og fyrirhugaðra að - gerða stjórnvalda vekja ekki samúð með þeim hjá þjóðinni. Fólk sem haft hefur einkarétt á nýtingu sjávarútvegs auðlind - arinnar í ára tugi og kveinar nú yfir leið - réttingum á því órétt - láta kerfi sem kvóta - kerfið er, nýtur ekki samúðar. Þetta fólk hefur haft einka rétt á öflugustu auð lind þjóð arinnar í áratugi en ekki nýtt hana til að efla sjávar útveginn, heldur nýtt einokun sína til þess að auðgast sjálft á leigu og sölu á fiskveiðikvóta og notað af - rakst urinn í óarð bærar fjár - festingar erlendis eins og banka jöfrarnir og útrásar vík - ingarnir sem enga kunnáttu virðast hafa haft á fjár mála - sviðinu. Ef þeir eru að fara á hausinn út af þessu þá mega þeir gjarnan gera það mín vegna. Það eru nægir aðrir, og sjálfsagt hæfari en þeir, til þess að taka við af þeim. Stjórn völd eiga ein - faldlega ekki að taka neitt tillit til þessara aðila vegna fjár hags - örðugleika þeirra. Ég vil þó undanskilja þá aðila í sjávarútvegi sem hafa komið inn í greinina eftir úthlutun veiðiheimilda og þurft að leigja eða kaupa afla heim ildir frá þeim sem fengu þær á silfurfati, oft á tíðum með því að taka óhagstæð lán. Þeir, ásamt nýj - um aðilum ættu að hafa forgang þegar afla heimildum er út - hlutað á nýjan leik í nýju kerfi. Ég vil taka það fram að ekki er hægt að setja alla kvótahafa undir sama hatt. Sumir hafa staðið sig með ágætum og ekki neitt yfir þeim að kvarta. Sú fullyrðing kveinendanna að sjávarútvegurinn muni hrynja ef kerfinu verður breytt eiga ekki við nein rök að styðjast. Áfram verður úthlutað afla - heimildum þótt einhverjir fari á hausinn eða hverfi af sjónar - sviðinu. Nýir aðilar taka ein - faldlega við af þeim. Hvað varð ar hættuna á því að erlendir bankar geti eignast kvóta vegna veðsetninga skulda íslenskra útgerðarfélaga þá er sú hætta ofmetin. Kvótakerfið er ekki varanlegt og hægt að afnema það hvenær sem er. Ég veit ekki betur en að auðlindir Íslendinga í hafinu séu yfirlýstar sem eign þjóðarinnar. Það er því einnig vafamál hvort veðsetning kvót - ans standist lög. En ríkistjórnin hefur það í hendi sér að styrkja þessa yfirlýstu eign þjóðarinnar með skírari lögum. Ég vil að lokum lýsa yfir þeirri skoðun minni sem gamall sjó maður, að ég er algjörlega mótfallin skerðingu á sjó - manna afslætti í skattakerfinu. Þessi stétt manna á það inni hjá þjóðinni, ásamt bændum, að hafa haldið lífinu í okkur und - an farnar aldir. Heill sé þeim. Höfundur er fv. flugumferðarstjóri. Kvótahafar, hættið að kvarta – nú er komið að ykkur að skila til baka Hermann Þórðarson Kannabis ræktun stöðvuð Lögreglan á höfuðborgar - svæð inu stöðvaði kannabis - ræktun í iðnaðarhúsnæði í Hafnarfirði 9. des. sl. Við húsleit var lagt hald á 2,4 kg af marijúana og 210 kanna - bis plöntur. Þetta var svo - kölluð vatnsræktun en plönt - urnar voru flestar mjög stórar og í fullum blóma. Áður höfðu fundist rúmlega 100 grömm af marijúana í íbúð í austur borg Reykjavíkur en málin tengjast. Karl á fimmtugs aldri, sem var hand - tekinn á síðartalda staðnum, hefur játað aðild að þeim báðum. Lögreglan minnir á fíkni - efnasímann 800 5005. Í hann má hringja nafnlaust til að koma á framfæri upplýs ing - um um fíkniefnamál.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.