Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 17.12.2009, Blaðsíða 12

Fjarðarpósturinn - 17.12.2009, Blaðsíða 12
Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan Hrafnista tók til starfa í jaðri byggðarinnar í hrauninu í Hafnar - firði, þar sem nú er Hraunvangur. Ástæðu þess að dvalarheimilið tók til starfa árið 1977 má í raun rekja allt til ársins 1948 þegar stjórn Sómannadagsráðs Reykjavíkur og Hafnarfjarðar, eins og það hét form lega, hafði til skoðunar nokkr - ar tillögur um staðsetningu á fyrsta dvalarheimilinu, en stjórnin hafði þá mestan áhuga á að það risi í Laugarnesinu, á þeim slóðum, þar sem Hrafn Gunnlaugsson, kvikmyndargerðarmaður býr nú. Sáu Hrafnistumenn fyrir sér dvalarheimili með bátabryggju í flæðarmálinu fyrir neðan, þaðan sem hressir heimilismenn gætu róið á bátkænum sínum út á flóann og aðrir heimilismenn notið nálægðar við hafið. Ekki varð úr þessu, þar sem bæjaryfirvöld töldu að staðsetningin myndi þrengja að þróun Reykjavíkurhafnar í fram - tíð inni. Guðmundur Hallvarðsson, for - mað ur Sjómannadagsráðs, segir að Hafnar fjarðarbær hafi 1950 sent ráðinu formlegt boð um að reisa fyrsta dvalarheimili sjómanna í Hafnarfirði í landi Hvaleyrar, ekki langt frá þeim stað þar sem nú er golfvöllur Keilis. Voru ýmsir í stjórn Sjómannadagsráðs áfram um að taka boðinu og hefjast handa, en niðurstaðan varð þó sú að hinkra þar til Reykvíkingar tækju af skarið varðandi lóða út - hlutun í bænum. „Á þessum sama tíma var Hafnarfjarðarbær að byggja eigið elli- og dvalarheimili, þar sem nú er Sólvangur, og bæjar - stjórnin óskaði eftir 500 þúsund króna láni frá Sjómannadagsráði til að klára bygginguna og taka hana í notkun. Sjómannadagsráð átti talsvert fé í sjóði enda búið að stefna að byggingu dvalarheimilis alveg frá árinu 1939. Það varð úr að veitt var 400 þúsund króna lán til Hafnarfjarðarbæjar. Síðan feng - um við loks úthlutað sex hekturum við Laugarás í Reykjavík 1951 þannig að þar hófst bygging fyrsta heimilisins sem tók til starfa á sjómannadaginn 1957,“ segir Guð - mundur. Heimili í 35 ár Þó að fyrsta Hrafnistuheimilið risi í Reykjavík hafði Sjó manna - dagsráð síður en svo gefið hug - mynd um byggingu dvalar heimilis í Hafnarfirði upp á bátinn enda ljóst að mikil og knýjandi þörf var fyrir heimili fyrir aldraða í þessum tveimur af stærstu útgerðarstöðum landsins. Var sótt um lóð hjá bæn - um árið 1972 að svipaðri stærð og fékkst í Reykjavík. Ekki fengust þó meira en 2,6 hektarar við lóðamörk Garðabæjar, sem bauð þegar í stað 4-6 hektara viðbót á aðliggjandi lóð. Ekki kom til þess að nýta þyrfti hana að sinni og var fyrsta skóflustungan í Hafnarfirði tekin að byggingu A-álmunnar á sjó - mannadaginn 9. júní 1974. „Það gerði enginn annar en Gísli Sigur - björnsson, forstjóri Grundar í Reykja vík og Áss í Hveragerði. Gísli var þá með réttu frumkvöðull á þessu sviði því Grund tók til starfa árið 1922 og Ás 1952.“ Engin tveggja manna herbergi Hrafnista í Hafnarfirði tók til starfa 1977. Þar voru rými fyrir 141 heimilismann, allt einbýli og hjónaíbúðir. Guðmundur segir að allt fyrirkomulag hafi þótt hið glæsi legasta og mjög fram úr - stefnulegt. „Þetta var tvímælalaust best búna dvalarheimili landsins. Pétur Sigurðsson, sem þá var formaður Sjómannadagsráðs, var búinn að ferðast víða um lönd til að kynna sér rekstur dvalar- og hjúkrunarheimila. Mörgum erlend - um gestum á sviði heilbrigðismála í öldrunarþjónustu og fulltrúum félagasamtaka sjómanna, sem skoðuðu Hrafnistu í Hafnarfirði, þótti með ólíkindum að sjá svo fram úrstefnulegt dvalar- og hjúkr - unarheimili hér á Íslandi,“ segir Guðmundur. Jöfn og stöðug uppbygging Stöðug þróun hefur verið í rekstri Hrafnistu í Hafnarfirði eftir því sem árin hafa liðið. Dægradvöl sem um 50 aldraðir njóta og tók til starfa fyrir um tveimur áratugum. Þangað sækir fólk ýmsa þjálfun og tómstundaiðkun tvisvar til fimm sinnum í viku. Þá var byggð ný hjúkrunarálma 1982, B-álman svokallaða, fyrir 85 veika aldraða einstaklinga og um svipað leyti var hafist handa við byggingu raðhúsa skammt frá aðal bygg ingunni með alls 56 þjónustu íbúð um við Naustahlein og Boðahlein, en þær tilheyra landi Garðabæjar. Íbúð - irnar voru seldar jafnóðum á frjáls - um markaði fyrir kostnaðar verð. Einnig hafa verið byggð tvö þrjátíu og tveggja íbúða fjölbýlis hús fyrir 60 ára og eldri við Hraun vang 1 og 3 og er innangengt úr þeim inn á Hrafnistu. Íbúar bæði leigu- og eignaríbúðanna eiga þess kost að nýta þjónustu sem veitt er á Hrafnistu. 700 manna samfélag Guðmundur segir að öll rými séu fullnýtt hjá Hrafnistu, einnig leiguíbúðirnar enda um góðan stað að ræða með fallegu útsýni, bíla - kjöllurum og því mikla öryggi sem felst í því að búa í nálægð við Hrafnistuheimilið og þá þjónustu sem þar er veitt. Hjá heimilinu starfa um 330 manns og eru langflestir búsettir í Hafnarfirði. Er Hrafnista því einn stærsti vinnu - staðurinn í bæjarfélaginu. Ásamt heimilismönnum og íbúum eignar- og leiguíbúða við heimilið er hér um að ræða samfélag um sjö hundruð manna, sem er svipað og íbúafjöldi Fáskrúðsfjarðar. Frekari uppbygging í Garðabæ Guðmundur segir að Sjó manna - dagsráð hafi í hyggju frekari upp - byggingu á svæðinu í nágrenni við Hraunvang. Til stóð að hefja bygg - ingu nýrrar hjúkrunarálmu við aðalbygginguna í samstarfi við Hafnar fjarðarbæ, en þau áform hafa verið lögð til hliðar. Þess í stað er áformað að byggja fleiri leigu - íbúðir á svæðinu en fyrst þurfi Hafn arfjarðarbær og Garðabær að ganga frá lóðamörkum sínum því það hefur komið á daginn að þau ganga í gegnum miðja væntanlega byggingu. „Framtíðaruppbygging á svæðinu mun hins vegar fara fram í landi Garðabæjar, norðan Hleina, en þar er gert ráð fyrir byggingu fjölbýlishúsa fyrir um 200 manns ásamt þjónustuhúsi, seg ir Guðmundur Hallvarðsson, formaður Sjómannadagsráðs. Hrafnista í Hafnarfirði Samfélag á stærð við Fáskrúðsfjörð Guðmundur Hallvarðsson. 12 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 17. desember 2009 Nánari upplýsingar í síma 565-1213 eða á www.fjorukrain.is Gjafabréf frá Fjörukránni er upplögð jólagjöf í ár ! Hljómsveit Rúnars Þórs og sérstakur heiðursgestur hans, Gylfi Ægisson syngur flest af sínum bestu lögum. Minnum á skötuhlaðborðið á þorláksmessu ! p re n tu n .i s jólahlaðborðið glæsilega Dansleikur um helgina Hrafnistuhúsin eru bæði í Hafnarfirði og Garðabæ en Boðahlein og Naustahlein eru í Garðabæ. Á Hrafnistu er mjög öflugt tómstundastarf. L jó s m .: G u ð n i G ís la s o n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.