Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 17.12.2009, Blaðsíða 28

Fjarðarpósturinn - 17.12.2009, Blaðsíða 28
28 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 17. desember 2009 Ingibjörg Gísladóttir fæddist 10. september 1934. Hún andaðist 7. desember síðast - liðinn. Foreldrar hennar voru Gísli Guðmundsson, bifreiðastjóri f. 20. 3. 1903, d. 10.1. 1983 og Pálína Þórð ar - dóttir f. 30.5. 1902, d. 9.9.1935. Hún var í fóstri hjá Hrefnu Jónsdóttur og Guð - mundi manni henn ar á Langeyrar vegi 10 þar til Gísli faðir hennar hóf búskap með Jónínu Sigur rósu Scheving Hall gríms dóttur f. 17.7.1908, d. 3.2.1983, eða Rósu eins og hún var nefnd, sem gekk Ingibjörgu í móð ur stað og ól hana upp sem dóttur sína. Systir Ingibjargar er Pálína Gísladóttir f. 19.6.1938. Ingibjörg kynntist Sigurbergi Sveinssyni viðskiptafræðingi og kaupmanni f. 15.4.1934 þegar hún var 16 ára og gengu þau í hjónaband 16.9.1955. For eldrar hans voru Sveinn Þorbergsson vélstjóri, f. 12.4.1899, d. 10.2.1989 og Jónína Björg Guðlaugsdóttir húsmóðir f. 21.10.1904, d. 15.7.1991. Börn Ingibjargar og Sigurbergs eru: Hjördís Pálína ljósmóðir f. 1952, maki Ingvar S. Jónsson f. 1951, Rósa kennari f. 1957, maki Jónatan Garðarsson f. 1955, Sveinn kaup - maður f. 1960, maki Björk Pétursdóttir f. 1962 og Gísli Þór við - skiptafræðingur f. 1965, maki Hafdís Sig ur steinsdóttir f. 1967. Barnabörnin eru tíu og barna barn a - börnin þrjú. Ingibjörg ólst upp í Hafnar - firði og gekk þar í skóla. Hún fór ung að vinna og starfaði lengst af við verslun og var um árabil hjá Kaupfélagi Hafnarfjarðar. Hún stofnaði ásamt eiginmanni sínum og hjónunum Bjarna Blomsterberg og Valgerði Jóns - dóttur Blomsterberg versl unina Fjarðarkaup í júlí 1973 og starf - aði þar fram á síðasta dag. Ingibjörg var félagi í Sínawik og gegndi þar trúnaðarstörfum og var einnig í Fjallafreyjum og fleiri félagahópum um margra ára bil og var mjög vinamörg. Útför Ingibjargar fór fram frá Víðistaðakirkju miðvikudaginn 16. desember kl. 14. Ingibjörg Gísladóttir Fædd 10. september 1934 – Dáin 7. desember 2009 Raggi Bjarna ásamt Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni, Guðmundi Hallvarðssyni, formanni Sjó - manna dagsráðs og Þorgeiri Ástvaldssyni mættu á Hrafnistu í Hafnarfirði í síðustu viku. Eftirvæntingin var mikil og var salurinn troðfullur. Það er skemmst frá því að segja að Raggi náði upp flottri stemmningu þar sem fólk tók undir af krafti. Ljósmyndasýning Nú stendur yfir sýning á ljósmyndum Birgis Guðjóns - sonar, Diðriks Óla Hjörleifs - sonar og Kristins Þorbergs - sonar sem kalla sig Nikon félaga. Sýningin stendur til 4. janúar. Raggi Bjarna og félagar á Hrafnistu Fjölbreytt félagsstarf fyrir aldraða – Ljósmyndasýning Nikon félaga Sumir komust meira að segja í sviðsljósið með Ragga L jó s m .: G u ð n i G ís la s o n L jó s m .: G u ð n i G ís la s o n Nikon félagarnir. Raggi Bjarna í essinu sínu. Tilboðið gildir 17.– 22. desember. Skeifan, Smáralind, Korputorg, Hafnarfjörður, Selfoss, Egilsstaðir og Akureyri. Heitt á könnunni - kíktu við! JÓLABÆKURNAR ERU ÓDÝRARI Í OFFICE 1 Fullt verð 4.990 kr. 2.495 kr. 50% Steinunn Þorsteinsdóttir eig - andi versluninnar Kaki á Strandgötunni hefur nú komið með sína eigin hönnun, monro design. Hún segir hönnunina byggjast upp á kvenleika og hæfi flest allri líkamsbyggingu. Fyrsta línan kom í sölu núna í desember ár og hefur henni verið mjög vel tekið. Línan kemur í stærðum frá small til x-large og er einungis til í svörtu en á næta ári á að bæta úr litaúrvali og einnig er von á meira úrvali úr sömu línu. Steinunn hefur verið með verslunarrekstur frá 1995, er lærður stílisti en boðið er upp á stílistaráðgjöf í versluninni. Í Kaki er boðið upp á fjölbreytt úrval af fatnaði og fylgihluti fyrir konur á öllum aldri. Ný eigin fatahönnun hjá Kaki Frá tískusýningu í Kaki.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.