Bókbindarinn - 01.03.1956, Qupperneq 12
12
BÓKBINDARINN
vinnuveitenda um 15% launahækkun.
5. Febrúar. Aðalfundur. Kosnir í stjóm:
Guðbjörn Guðbrandsson, formaður; Jónas
P. Magnússon, ritari, og Einfríður Guðjóns-
dóttir, gjaldkeri.
28. marz. Félagsfundur. Nýir samning-
ar hafa verið gerðir.
28. nóvember. Fyrsti formlegur fundur
frá 28. marz. Björn Bogason þá tekinn við
formannsstörfum.
1920
4. janúar. Félagsfundur. Samþykkt eft-
irfarandi ályktun sem svar við gagntil-
boði vinnuveitenda um nýja kjarasamn-
inga.
„Framanritað uppkast að samningi milli
vinnuveitenda og vinnuþiggjenda í þók-
bandsiðn, getur sveinafélagið ekki sam-
þykkt, svo langt sem það fer frá því upp-
kasti, er vér höfum lagt til grundvallar
að samningum. Fyrst er dregið úr kaup-
kröfunni mikillega, sumarfrí og helgidaga-
borgun, sem lengi hefur viðgengizt, fellt
burt og engu sinnt tilmælum okkar um
greiðslu kaups í sjúkdómstilfellum né
stytting vinnutímans. Við viljum eindreg-
ið sneiða hjá verkfalli og skorum því á
yður, háttvirtu herrar, að koma á fund
með samninganfend þeirri, er sveinafé-
lagið hefur samþykkt, og að þáðir máls-
aðilar reyni þar að jafna það sem á milli
ber."
14. janúar. Samþykktur nýr kjarasamn-
ingur, þar sem öllum aðalkröfum sveina
hefur verið náð, og eru þetta helztu ákvæði
hans: Vinnutíminn er eftir somkomulagi á
hverri vinnustofu. Þó ekki skemmri en 8
klst. og ekki lengri en 9 klst. á dag.
Lágmarkslaun sveina kr. 99.42 á viku.
Nemendur skulu eigi vera fleiri en:
1 á móti minnst 2 sveinum.
2 á móti minnst 5 sveinum.
3 á móti minnst 8 sveinum og þar yfir.
Stærri vinnustofur mega hafa 2 stúlkur
hver, þær smærri eina hver.
Námstími þeirra nemenda, sem læra
iðnina að fullu, er fjögur ár, og skal eigi
greiða þeim minna kaup en hér segir:
Á 1. ári 15 kr á viku.
Á 2. ári 20 kr. á viku.
Á 3. ári 25 kr. á viku.
Á 4. ári 40 kr. á viku.
Námstími kvenna, sem læra aðeins al-
menna „jómfrú"-vinnu, er tvö ár og má
kaup þeirra eigi vera lægra en hér segir:
Fyrir 1. hálft ár greiðist minnst kr. 12.00
á viku.
Fyrir 2. hálft ár greiðist minnst kr. 15.50
á viku.
Fyrir 3. hálft ár greiðist minnst kr. 19.50
á viku.
Fyrir 4. hálft ár greiðist minnst kr. 24.00
á viku og síðan kr. 49.71 á viku.
Sé vinnutíminn 9 klst. á dag og eigi
tekið sérstaklega tillit til þess í kaupgjaldi,
ber að greiða fullt dagkaup fyrir lögboðna
helgidaga, aðra en sunnudaga. Sömuleið-
is eiga þá sveinar rétt á að minnsta kosti
þriggja daga sumarleyfi með fullu dag-
kaupi.
Samningurinn gildir til 31. des. s. á.
(Samningur þessi er eitt af þrem skjölum
þessa félags, sem enn eru varðveitt).
12. febrúar. Aðalfundur. Kosnir í stjórn:
Eiríkur Magnússon, formaður; Sveinbjöm
Eiríkur Magnússon
(Form. uj20)