Bókbindarinn - 01.03.1956, Qupperneq 30

Bókbindarinn - 01.03.1956, Qupperneq 30
30 BÓKBINDARINN lendingar sjálfstætt og vísvitandi blönduðu skraut- hst sinni inn í hin venjubundnu mynztur. Forn- norræn og rómönsk form, sem vér þekkjum af íslenzkum og norskum tréskurði, hafa þcir flutt yfir á bókbindarastimpla sína, sem stundum eru fagurlega drcgnir og' grafnir, cn oftar ögn ófim- legir og stórkarlalegir í gerðinni. Þar má sjá bæði borða með dýramyndum í skrautbaugunum (Me- daillonerne), hringmyndað línuskraut og hinar kunnu fornnorrænu brugðnmgar er tíðkast í út- skut’ði á húsgögnum og dyrastöfum". Oft voru á völtunum nafn eða fangamark og ártal, og er það þá góð bending um aldur bands- ins. Á eintaki Landsbókasafnstns af Gíslapostillu, Hólum 1684, er t. d. skrautborði með Anno 1686 Jón S njólfs, þ. e. Jón Snjólfsson en í manntalinu ánð 1703 kemur fyrir Jón Snjólfsson bóndt í Grafarkoti í Hólahreppi, 53 ára, og cr það að lík- indum sami maður. En því miður er óvíst, hvort nöfnin í stimplinum eru nöfn bókbindarans, er stimpilinn átti, eða hess, er gróf hann. Erlendis eru dæmt hvors tveggja. Bækurnar voru venjulega með spenslum og oft látúnsbúnar á hornttm og miðjum spjöldum. Fátt er vitað um bókbindara á þessum tímum. Geta má um Bjarna Önundarson frá Kýrholti. Hann var fæddur um 1711. Hann fór ungur að Hólum og var þar í skóla um 1724—25. Eftir það nam hann þar bókbandstðn og var bókbtnd- ari þar í mörg ár. Árið 1756 sótti hann um cinka- leyfi til bókbands á Hólum, og fékk hann synj- un við þeirri beiðni, cnda var Gísli biskup Magn- ússon honurn mótfallinn, en Magnús amtmaður Gfslason mælti hins vegar með honum. Bjarni var þar við bókband, en jafnframt bjó hann á Kálfsstöðum í Hjaltadal. Mun mega gera ráð fyrir, að bókbandsiðnin hafi aðallega hreiðzt út frá prentsmiðjunni. Anno 1675, 6. Maji að Skálholti gjörðu þeir reikning sín í milii biskupinn M. Btynjólfur Sveinsson og Sigurður Gttðnason um tilfallin skuldaskipti þeirra í milli hingað til. Hafði Sig- urður Guðnason bundið fyrir biskuptnn hækttr, smáar og stórar, að tölu alls 80, hvar til biskup- inn hafði lagt öll efni, en Sigurður Guðnason erf- iðið. Höfðu þeir svo ásætzt sín í milli, að eyrir skyldi kosta sérhverrar bókar band, smárrar og stórrar, svo hver bætti það aðra vantaði og þar með jafnaðist; retknaðtst bað ttl sarnans, sem Stg- urður hefur hér úti til unnið í erfiðtslaunum alls 4 hundruð. Þetta er eftir í Ásgarði hjá Sigurði Guðnasyni af þeim efnum, sem biskupinn M. Brynjólfur SS honum afhenti til bókabindingar Anno 1674—- i675; Pappírsarkir — 15 Vaxstykki stórt — 1 tvinnadokkur — 2 perment nokkttr í kjölbönd ítem bókastokknr —- 1 litunartré — 1 markjárn — 1 Braspott lítinn af járni ætlar Sigurður að kaupa, hver hafður er til að sjóða og bræða ltm, virðist taka muni fimm eða sex merkur, og á Sigur (sic) með sínu handverkt hann að leysa sem um semur. Af þessu mun mega ráða, að Brynjólfur bisk- itp hafi ekki haft bókbindara á staðnum. En ástæðuna til þess, að hann lét Jtarna btnda svo margar bækur í eintt, mun mega ftnna í frásögn Jóns prófasts Halldórssonar um hann: „Sit góða bibliothek lét hann mestallt geyma í norðurstúku kirkjunnar. Varð einu sinni var við, að mús hafði kroppað eina eður aðra af bók- um hans; hélt, að músin mundi leggjast á út- lenzkt hveitilím í þessum bókum. Lét því margar af þeim rífa úr útlenzku og jafnvel hollenzku bandi og innbinda aftur með íslenzku bindi í tré- spjöld og hér ttl bútð sktnn og bera í þær miktð skinnlím og annað. Að aftelja hann þessu eður aftra frá slíkum heilagrillum tjáði ekki, heldur hlaut að vera, sem hann vildi og fyrir sagði“. Svo scm kunnugt cr, flutti eftirmaður hans, Þórður biskttp Þorláksson, Hólaprentsmiðju suður f Skálholt og var prentsmiðjan þar 1685—1703. Lét Þórður biskup reisa þar „prenthús kostulega smíðað með súð og þili í hólf og gólf, stórum

x

Bókbindarinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókbindarinn
https://timarit.is/publication/951

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.