Fréttatíminn


Fréttatíminn - 03.06.2011, Blaðsíða 2

Fréttatíminn - 03.06.2011, Blaðsíða 2
með appelsínulíkjör með sólþurrkuðum tómötum með hvítlauk með svörtum pipar hreinnmeð kryddblöndu Mikið úrval rjómaosta við öll tækifæri H V ÍT A H Ú SI Ð / S ÍA 08 -2 38 6 ms.is Endurreisn bankanna kostaði 190 milljarða 190 milljarðar kostnaður ríkis- ins við endur- reisn bankanna Á gjalddaga 2018 Fjármálaráðherra S érstakur saksóknari gerði hús-leit í höfuðstöðvum VÍS og Existu, eiganda VÍS, á þriðjudaginn. Fjórir einstaklingar, þeir Lýður Guðmundsson, fyrrverandi stjórnarformaður Existu, Erlendur Hjaltason, fyrrverandi forstjóri Existu, Guðmundur Gunnarsson, fyrr- verandi forstjóri VÍS, og Bjarni Brynjólfs- son, framkvæmdastjóri eigin viðskipta hjá Existu, voru handteknir og færðir til yfirheyrslu. Embætti sérstaks saksóknara rannsakar nú milljarða lánveitingar VÍS til Existu og tengdra aðila. Heimildir Frétta- tímans herma að helst sé verið að skoða sex milljarða lán sem VÍS veitti Existu árið 2008. Auk þess eru lánveitingar til Sigurðar Einarssonar, fyrrverandi stjórnarformanns Kaupþings, vegna byggingar sumarhúss hans við Norðurá í Borgarfirði, til skoðun- ar. Fjórmenningunum var öllum sleppt eftir yfirheyrslur á þriðjudaginn. Í síðustu viku hætti Guðmundur Gunn- arsson sem forstjóri hjá VÍS eftir að Fjár- málaeftirlitið hafði gert rannsókn á starfs- háttum fyrirtækisins undanfarin ár. Þar voru gerðar athugasemdir við lánveitingar til Existu og tengdra aðila og kemur rann- sókn sérstaks saksóknara í kjölfarið á því að Fjármálaeftirlitið sendi skýrslu um mál- efni VÍS til embættisins. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Lýður Guðmundsson kemur við sögu í rann- sóknum sérstaks saksóknara á málefnum banka og félaga á árunum fyrir hrun. Hann og bróðir hans, Ágúst, voru yfirheyrðir af embættinu á síðasta ári vegna umdeilds yfirtökutilboðs félags bræðranna á Existu haustið 2008. Þeir áttu þá 45 prósent í fé- laginu en gerðu yfirtökutilboð sem sérstök- um saksóknara þótti ástæða til að skoða. Ekkert hefur þó komið frekar út úr þeirri rannsókn sem enn er í gangi. Lýður hefur dvalið á landinu undanfarna daga og ekur um á bílaleigubíl frá Geysi í Reykjanesbæ. Fréttir voru fluttar af því að Sigurður Valtýsson, fyrrverandi forstjóri Existu, hefði verið á meðal þeirra sem fluttir voru til yfirheyrslu. Það er ekki rétt. Sigurður er búsettur í Lúxemborg og er ekki á landinu. Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is  HúSleit SérStakur SakSóknari Hjá VÍS og exiStu Lýður Guðmundsson og erlendur Hjaltason voru á meðal þeirra sem voru yfirheyrðir af starfsmönnum sérstaks saksóknara. Skoða sex milljarða lán VÍS til Existu sérstakur saksóknari rannsakar milljarða lánveitingar vís til eigenda sinna á árunum 2007 til 2010. Guðmundur Gunnarsson hefur þegar hætt sem forstjóri vegna rannsóknar á lánveitingunum. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Lýður Guðmunds- son kemur við sögu í rannsóknum sérstaks saksóknara á málefnum banka og félaga á árunum fyrir hrun. spáir óbreyttum stýrivöxtum Greiningardeild íslandsbanka reiknar með því að peningastefnunefnd seðla- bankans ákveði að halda stýrivöxtum bankans óbreyttum á næsta vaxta- ákvörðunarfundi sínum sem er 15. júní næstkomandi. verða vextir á viðskipta- reikningum innlánsstofnana því áfram í 3,25% og hámarksvextir 28 daga innistæðubréfa í 4,00%, vextir á lánum gegn veði til sjö daga í 4,25% og dag- lánavextir 5,25%. slakinn í efnahagslíf- inu er mikill og aukin verðbólga komin til vegna mikilla hækkana í hrávöruverði á heimsmarkaði og því sem hugsanlega er tímabundin veiking krónunnar. aukin verðbólga, lækkun krónunnar og ríflegar kjarasamningsbundnar hækk- anir í nýlegum samningum valda því þó að Greiningin útilokar ekki vaxta- hækkun. verði um hækkun að ræða er þó líklegast að hún verði lítil eða 0,25 prósentur. - jh Farið fram á fimm ára fangelsi saksóknari hefur farið fram á að Jón Þorsteinn Jónsson, fyrrverandi stjórn- arformaður byrs, ragnar Guðjónsson, fyrrverandi sparisjóðssjóri byrs, og styrmir Þór bragason, fyrrverandi for- stjóri MP banka, verði dæmdir í fimm ára fangelsi fyrir umboðssvik vegna svokallaðs exeters-máls, að því er fram kom í frétt ríkisútvarpsins. „styrmir Þór er einnig ákærður fyrir peninga- þvætti. Hámarksrefsing fyrir þessi brot er sex ár. að mati saksóknara,“ segir enn fremur, „er ljóst að ákærðu máttu vita að þeir væru að færa tap á byr til að forða MP banka, sjálfum sér og lykilstarfsmönnum byrs frá tjóni. saksóknari vitnaði til orða ragnars um umhverfið í október 2008; flýtirinn, örvæntingin og hraðinn hefði leitt af sér þessar ákvarðanir. Örvæntingin vísaði, að mati saksóknara, til þess að margir voru í miklum skuldavanda. verjendur ákærðu hafa farið fram á sýknu en að öðrum kosti lágmarksrefsingu.“ Þór nýmálaður úr kvínni nýja varðskipið Þór flaut nýmálað og glæsilegt úr kví asmar skipasmíða- stöðvarinnar í Chile á þriðjudaginn, að því er fram kemur á síðu Land- helgisgæslunnar. Þar segir að stórum áfanga sé náð í smíði skipisins en það er væntanlegt til íslands 30. september. Fram undan eru sjó- og togprófanir sem standa munu til loka júlí. að því loknu fer Þór í flotkví til botnhreinsunar og lokamálunar. taka þá við hallaprófanir sem eru síðasti verkþáttur í smíða- áætlun skipsins. „verður Þór bylting í eftirlits- og björgunargetu Landhelgis- gæslunnar, mun varðskipið gjörbreyta möguleikum í björgun og aðstoð við skip á hinu víðfeðma hafsvæði sem ís- land ber ábyrgð á jafnt innan sem utan efnahagslögsögunnar.“ -jh starfstími stjórnlagaráðs framlengdur Forsætisnefnd alþingis hefur fallist á erindi stjórnlagaráðs um að starfstími ráðsins verði framlengdur um mánuð, að því er fram kemur á síðu ráðsins. stjórnlagaráð hefur, samkvæmt þessu, tíma þar til í lok júlí til að skila frum- varpi til stjórnskipunarlaga. Framleng- ing á starfstíma ráðsins er í samræmi við þingsályktun um skipun stjórnlagar- áðs en þar kemur fram: „stjórnlagaráð skili tillögum sínum til alþingis í formi frumvarps til stjórnskipunarlaga fyrir lok júní 2011. stjórnlagaráði er heimilt að óska eftir því við forseta alþingis og forsætisnefnd að starfstími ráðsins verði framlengdur um allt að einn mánuð.“ - jh endurreisn viðskiptabankanna þriggja kostaði ríkissjóð 190 milljarða króna. Skuldabréfin sem út voru gefin vegna þessa eru á gjalddaga árið 2018, að því er steingrímur J. Sigfússon greindi frá á Alþingi er hann flutti þinginu skýrslu sína um endurreisn bankanna. ráðherrann sagði, að því er ríkisútvarpið greindi frá, að aðgerðin hefði tekist vel. Hún stæðist alla skoðun og það hefði veri þrekvirki að koma verkefninu í höfn. bjarni benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, var ósammála fjármálaráðherra og sagði aðgerðina hafa mistekist. staðreyndin væri sú að kröfuhafarnir fengju að soga til sín hagvöxtinn. enginn viti hver eigi bankana og þeir verði sem fyrst að komast í hendur framtíðareigenda. -jh Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@ frettatiminn.is  BÍlar ÍSlendingar BúSettir erlendiS Bakkabróðir á bílaleigubíl Bakkabróðirinn Lýður Guðmundsson, sem búsettur er í London, nánar tiltekið í einu dýrasta hverfi borgarinnar, og starfar sem stjórnarformaður Bakka varar, er í stuttri heimsókn á Íslandi þessa dagana. Hann dvelur eins og venjulega í glæsilegu ein- býlishúsi sínu á Starhaga sem er reyndar skráð á félagið GT 1 ehf. Það félag er í eigu GT One Trust en í stjórninni sitja Lýður og eiginkona hans. Húsið var flutt á félagið rétt eftir hrun, undir lok árs 2008. Glæsileg BMW-bifreið hefur staðið fyrir utan húsið á Starhaga, 420 hestafla sportbíll af gerðinni M3. Hún er þó ekki í eigu Lýðs eða annarra fjölskyldumeðlima heldur er hún leigð af Bílaleigunni Geysi í Reykjanesbæ. Þetta er ekki óþekkt fyrir- komulag hjá Lýði því á uppgangstímum í íslensku þjóðfélagi – þegar veldi útrásar- víkinganna var sem mest – var Lýður með þrjá bíla, Porsche Cheyenne-jeppa, Range Rover og Mercedes Benz-sportbíl á leigu hjá Geysi sem er í eigu Garðars Vilhjálms- sonar, eins nánasta samstarfsmanns út- rásarvíkinganna í bílamálum á blómatíma þeirra. Heimsókn Lýðs var þó viðburðarík eins og sjá má hér fyrir neðan. BMW-sportbíllinn tók sig vel út í innkeyrslunni hjá Lýði. 2 fréttir Helgin 3.-5. júní 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.