Fréttatíminn


Fréttatíminn - 03.06.2011, Blaðsíða 4

Fréttatíminn - 03.06.2011, Blaðsíða 4
Íslendingar 433 þúsund árið 2060 491 þúsund Mannfjöldi hér á landi árið 2060 Samkvæmt háspá Hagsstofa Íslands Ég lít hins vegar svo á að það væri stór- kostlegur árangur fyrir mig að vera með hand- leggi og geta hreyft axlir og olnboga. G uðmundur Felix missti báða handleggi eftir vinnuslys fyrir rúmum áratug. Hann var að störfum sem rafveituvirki við Úlfarsfell þegar hann greip um rafstreng og fékk ellefu þúsund volta rafstraum í gegnum sig. Síðan hefur Guð- mundur Felix sýnt ótrúlegan dugnað og æðruleysi í endurhæfingu, að mati lækna hans. Fyrir nokkrum árum komst hann í sam- band við heimsfrægan franskan lækni, Jean-Michel Dubernard, sem var sá fyrsti til að græða hendur á fólk. Dubernard komst einnig í heimsfréttir fyrir að græða andlit á konu sem var bitin af hundi. Guðmundur Felix tók af Dubernard loforð um að ef læknavísindin þróuðust á þann veg að unnt yrði að græða á hann nýja handleggi, skyldi Dubernard sjá til þess að það yrði gert. Undanfarin tvö ár hefur Guðmundur farið í rannsóknir hjá frönsku læknateymi til að fá skorið úr um hvort mögulegt sé að græða á hann handleggi. Lokasvars er að vænta í júní. „Hingað til hafa handaágræðslur verið gerðar í þeirri von að fólk geti hreyft fing- urna. Það eru aðeins þrjátíu prósent líkur á að ég muni geta hreyft fingurna ef ég fæ nýja handleggi. Ég lít hins vegar svo á að það væri stórkostlegur árangur fyrir mig að vera með handleggi og geta hreyft axlir og olnboga. Læknarnir eru hissa á því að ég geri ekki meiri kröfur um árangur,“ segir Guðmundur sem kom heim frá Lyon í Frakklandi á dögunum þar sem síðustu rannsóknir fóru fram. „Í rauninni yrði aðgerðin á mér langt út fyrir það sem telst mögulegt. Hingað til hafa aðgerðir verið gerðar á fólki sem er með lengri útlimi en ég. Þeir þurfa að brjóta í gegnum viðbeinin á mér til að tengja sam- an taugarnar við nýja handleggi. Ég hugsa samt að þeir geri aðgerðina en læknateymið skiptist í tvo hópa. Annar hefur áhyggjur af því að ekki verði hægt að réttlæta svo tíma- og mannaflsfreka aðgerð ef ekki næst betri árangur en þetta. Mér heyrist samt á þeim að þeir vilji allir framkvæma aðgerðina.“ Telji læknarnir að hægt sé að græða handleggi á Guðmund verður þrjátíu manna læknateymi sent í æfingabúðir til að fara í gegnum alla þætti hennar. Í október eða nóvember yrði Guðmundur settur á biðlista eftir handleggjum og þegar þeir réttu fynd- ust yrði aðgerðin framkvæmd. Á spítalanum í Frakklandi, þar sem Guð- mundur hefur verið í rannsóknum undan- farna daga, hitti hann franska konu sem fékk framhandleggi ágrædda fyrir fjórum árum. „Ég kom að henni þar sem hún sat og var að fikta í iphone-símanum sínum. Hún er með fulla tilfinningu í höndum og fingr- um og getur gert alls konar fínhreyfingar,“ segir Guðmundur bjartsýnn og vonast eftir jákvæðu svari frá læknunum. Þóra Tómasdóttir thora@frettatiminn.is fyrirtækin í sama skuldavanda og áður lánum fyrirtækja í vanskilum hefur nánast ekkert fækkað frá því í lok árs 2010. Þetta kemur fram í skýrslu Seðlabanka Íslands um fjármálastöðugleika. heildarlán í óskil- um voru rétt rúmlega 40% af öllum lánum í árslok 2009, en voru slétt 40% í mars síðastliðnum. Seðlabankinn segir að stór hluti af lánum heimilanna hafi verið endur- skipulagður en endurskipulagning skulda fyrirtækja hafi gengið hægar fyrir sig, að því er fram kemur í Vísisfrétt. Skuldsetning heimila og fyrirtækja sé enn mjög mikil og geti haft neikvæð áhrif á hagvöxt sem aftur sé forsenda þess að þau ráði við skuldsetninguna. Í skýrslu Seðlabankans kemur enn fremur fram að breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu gætu veikt sjávarútvegsfyrirtæki og þar með rýrt lánasöfn viðskiptabankanna.-jh rútustríð Sýslumaðurinn í Kópavogi hefur sett lögbann á fyrirhugaðar áætlunarferðir rútufyrirtækisins Kynnisferða, frá akureyri og austur fyrir land að Höfn í Hornafirði. ástæðan er sú, að því er fram kemur í frétt ríkisútvarpsins, að annað rútufyrirtæki, Bílar og fólk, er með sérleyfi á leiðunum og hefur haldið uppi áætlunarferðum á svæðinu allt árið um kring undir nafninu Sterna. Kynnisferðir höfðu í hyggju að bjóða upp á sínar ferðir frá 15. júní og fram í ágúst. forsvarsmenn Bíla og fólks fóru fram á að á þessar ferðir yrði lagt lögbann, sem sýslumaðurinn í Kópavogi samþykkti. -jh Íbúðalánasjóður fylgi í kjölfar landsbankans helgi hjörvar, formaður efnahags- og skattanefndar alþingis, telur einboðið að Íbúðalánasjóður bjóði viðskiptavinum sínum sambærilegar lausnir í skuldamálum og lands- bankinn kynnti í síðustu viku. að öðrum kosti sé til- gangslaust fyrir ríkið að reka sjóðinn, að því er Vísir greinir frá. landsbank- inn kynnti í síðustu viku aðgerðir til að bregðast við skuldavanda heimilanna. Bankinn ætlar meðal annars að bjóða viðskiptavinum sínum vaxtafslátt og niður- færslu skulda. landsbankinn gengur með þessu lengra en Íbúðalánasjóður en breyta þarf lögum sjóðsins til að heimila slíkar aðgerðir. -jh  HeilbriGðismál Vill komast í HandaáGræðslu hér er Guðmundur felix (í miðjunni) á spítalanum í lyon ásamt frönsku konunni sem fékk ágrædda framhandleggi fyrir fjórum árum. Ljósmynd: Úr einkasafni Bíður eftir lokasvari um nýja handleggi Guðmundur felix Grétarsson væntir á næstu vikum lokasvars um hvort græddir verði á hann hand- leggir. Aldrei áður hefur svo flókin handaágræðsla verið framkvæmd í heiminum. Fái Guðmundur jákvætt svar verður þrjátíu manna læknateymi sent í æfingabúðir til að undirbúa aðgerðina. Í mannfjöldaspá sem hagstofa Íslands hefur uppfært fyrir árabilið 2011-2060 er gert ráð fyrir að mannfjöldi hér á landi í lok spátímabilsins verði 433 þúsund en þar er miðað við svokallaða miðspá. Samkvæmt lágspánni yrði mann- fjöldinn 384 þúsund, en 491 þúsund samkvæmt háspánni. aldursskipting landsmanna breytist mjög á tímabilinu. fjöldi þeirra sem eru 65 ára og eldri eykst mjög í hlutfalli við fólk á vinnualdri (20-64 ára) en yngra fólki fækkar. Í öllum spáafbrigðum er gert ráð fyrir jákvæðum flutnings- jöfnuði til langs tíma. Sá flutningsjöfnuður er borinn uppi af erlendum ríkisborgurum, en til lengri tíma litið flytja jafnan fleiri íslenskir ríkisborgarar til útlanda en snúa heim. -jh CINTAMANI WWW.CINTAMANI.IS Sól í heiði Vertu samt í einhverju hlýju svo það slái ekki að þér. SumS STaðar STrekkingSvindur. SmáSkúrir en Sól á milli veSTan- og SuðveSTanlandS, en léTTSkýjað verður um SuðauSTanverT landið. Fremur SvalT Fyrir árSTÍmann. HöFuðborgarSvæðið: SKúrir af oG til oG hiti 6 til 8 StiG. enn SumS STaðar STrekkingSvindur. ÞurrT um land allT og Hlýnandi. Sólin mun SkÍna glaTT einkum auSTanTil. HöFuðborgarSvæðið: hafGola oG Sól, en SÍðdeGiSSKúrir. hiti uM 10 til 12 StiG ÞeGar BeSt lætur. vÍða léTTSkýjað um Sunnan- og auSTanverT landið, en annarS SmáSkúrir. kólnar um kvöldið. HöFuðborgarSvæðið: Bjart Með KöfluM, en hætt Við SKúruM annað SlaGið. Fremur vindasamt, en sólríkt austanlands Þó vænt sumarloft sé hér skammt suð- vesturundan, er eins og það nái ekki almennilega inn á landið. Þó á laugardag og þá er reiknað með allt að 15 til 17 stiga hita suðaustanlands eftir miðjan daginn, en síðan er eins og svalara loft úr norðri ætli aftur að ná yfirhöndinni. Um helgina verður strekkingur af vestri meira og minna viðloðandi. ekki beinlínis úrkomusamt um vestan- og suðvestanvert landið, en samt talsvert um skúraleiðingar. 8 7 8 59 11 9 10 12 15 14 9 9 13 16 14 einar Sveinbjörnsson vedurvaktin@vedurvaktin.is Föstudagur laugardagur sunnudagurveður Öflugur greiðendavefur með hagnýtum upplýsingum s.s. • Yfirlit mála • Samkomulög • Greiðslur með korti • Góð ráð og margt fleira Þjónustuver 440 7700 www.ekkigeraekkineitt.is 4 fréttir helgin 3.-5. júní 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.