Fréttatíminn


Fréttatíminn - 03.06.2011, Blaðsíða 21

Fréttatíminn - 03.06.2011, Blaðsíða 21
tímabundið. Vöxtur peningamagnsins var því byggður á fölskum forsendum og ósjálfbærum grunni, ef svo má kalla, því afleiðingin, verðbólga og fall gjaldmiðla, kom ekki fram. Ísland opnaði fjármagnsmarkaði sína þegar aðgangur að alþjóðlegu fjármagni var að komast inn á einstaka braut. Þeir Íslendingar sem höfðu búið við lánsfjár- skömmtun, og þá hugmynd að lán væri happ, fóru fram úr sér. Alþjóðlegt verð gaf röng skilaboð, íslenskt verð einnig með alltof sterkri krónu, og menn byggðu ákvarðanir á fölskum forsendum. Hrávörur hinn endanlegi gjaldmiðill Á næstu árum munu hrávörur aftur verða hinn endanlegi gjaldmiðill. Eftirsókn hinna fátæku ríkja, sem einungis áttu hrá- vörur, eftir alþjóðlegu fjármagni er lokið. Það sést best á hrávöruverði sem hefur hækkað mikið síðan 1997, en sé tekið til- lit til aukins peningamagns, til að mynda dollara, er hækkunin minni. Endalaust framboð af ódýru vinnuafli hefur náð há- marki, eins og sést á aukinni verðbólgu og hækkun launakostnaðar í Kína, Indlandi og Brasilíu. Fæða er það sem allir í heiminum þurfa til að lifa. Þar er prótein í hæsta gæða- flokki. Einnig þarf vatn og orku til að knýja framleiðslutækin. Ísland á meira en nóg af þessu þrennu en hefur ekki nýtt sér með hagkvæmum hætti. Líkt og hjá Sovétríkj- unum, sem voru forðabúr fyrir hrávörur, ríkir á Íslandi haftakerfi og miðstýring, með miklum inngripum ríkisins. Ísland er í öfundsverðri stöðu. Við fram- leiðum tíu sinnum meira af próteini, í gegnum fiskveiðar, en þjóðin neytir. Við getum framleitt yfir hundrað sinnum meira af hreinu vatni. Svo notum við fallvötnin í að framleiða rafmagn, ásamt háhita- svæðum sem framleiða í dag fimm sinnum meira af hreinni orku en við notum til inn- lends reksturs. Allt eru þetta hreinar og endurnýtanlegar auðlindir. Allt eru þetta auðlindir sem erlendir aðilar geta ekki eignast. Það eina sem við þurfum að gera er að nota þessar auðlindir með hagkvæm- um hætti. NÝ MYNT HLEYPIR NÝJU BLÓÐI Í HAG- KERFIÐ Íslenska krónan er mikil hindrun við- skipta, sérstaklega þegar fjármagnshöft eru til staðar. Fyrir fjármagnshöft mat aðalhagfræðingur Seðlabankans það svo að útflutningur gæti aukist um 40% ef tekin yrði upp alþjóðleg mynt, í rannsókn sem gefin var út 2004. Alþjóðleg mynt býður upp á alþjóðlega vexti og aðgang að alþjóðlegum markaði. Þannig mun fjármagnskostnaður á Íslandi lækka mjög mikið, því gengisáhætta krónunnar er frá, sem þýðir að hagkvæmni eykst. Eins munu þá erlend fyrirtæki geta hugsað sér að hefja starfsemi á Íslandi, svo sem bankar, tryggingafélög, olíufélög en einnig iðn- og tæknifyrirtæki. Þetta myndi efla samkeppni á Íslandi og skapa hagkvæmari framleiðslu. Háir vextir krónu hafa alltaf hamlað nýsköpun á Íslandi. Með alþjóðlegri mynt kemur algerlega nýtt rekstrarumhverfi fyrir nýsköpun fyrirtækja og einstaklinga. Ísland er í öfundsverðri stöðu. Við framleiðum tíu sinnum meira af próteini, í gegnum fiskveiðar, en þjóðin neytir. Við getum framleitt yfir hundrað sinnum meira af hreinu vatni. Svo notum við fall- vötnin í að framleiða rafmagn, ásamt háhitasvæðum sem framleiða í dag fimm sinnum meira af hreinni orku en við notum til innlends reksturs. Peningakerfi framtíðarinnar mun hvíla á hrávöru á borð við prótein, sem Ísland er ríkt af vegna fiskistofna landsins. Ljósmynd/Nordic Photos/Getty Images LÆRÐIST EKKERT AF HRUNINU? Á árunum 2003-2008 voru helst fjögur atriði sem stuðluðu að mikilli siglingu hag- kerfisins og síðan skipbroti: 1. Virkjun og álver fyrir um 250 milljarða króna, sem féll til á fimm árum, og nam þá um 20% af þjóðarframleiðslu. 2. Útgjöld ríkisins jukust um meira en 50% að raunvirði, þótt leiðrétt sé fyrir kostnaði tengdum hruni 2008. 3. Fljótandi króna sem falsaði kaupmátt og skekkti alla verðlagningu. 4. Samrekstur viðskipta og fjárfestingar- banka sem fól í sér gríðarlega áhættu- sækni. Á nú að endurtaka leikinn? Forsætisráðherra hefur kynnt að stór- framkvæmdir upp á allt að 440 milljarða gætu fallið til á næstu fimm árum. Hafið er ferli í afnámi hafta og undirbúningur að fleytingu krónu. Ríkið ætlar að ráðast í vegaframkvæmdir og hugsanlega bygg- ingu stórspítala. Búið er að endurreisa bankana í óbreyttri mynd. Hellisheiðarvirkjun. Við notum fallvötnin í að framleiða rafmagn, ásamt háhitasvæðum sem framleiða í dag fimm sinnum meira af hreinni orku en við notum til innlends reksturs. Ljósmynd/Hari efnahagsáætlun 21 Helgin 3.-5. júní 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.