Fréttatíminn


Fréttatíminn - 03.06.2011, Blaðsíða 16

Fréttatíminn - 03.06.2011, Blaðsíða 16
S toðtækjaframleiðandinn Össur fékk enn eina rós- ina í hnappagatið þegar maraþonhlauparinn Sa- rah Reinertsen hljóp 10 kílómetra í Kínamúrsmaraþoninu, 21. maí síðastliðinn, á gervifæti frá fyrirtækinu. Hún er fyrsta konan með slíka fötlun sem tekið hefur þátt í hlaupinu á hinum heimsfræga múr, „The Great Wall Marathon“, en það hefur verið hlaupið frá árinu 1999. Afrek Söru hefur vakið mikla athygli enda Kínamúrinn erfiður hlaupurum; undirlagið er gróft og víða tröppur, auk þess sem sitt á hvað er hlaupið upp og niður enda fylgir múrinn hæðóttu landslaginu. F í t o n / S Í A Verð á mann í tvíbýli 119.800 kr. Nánari upplýsingar á expressferdir.is eða í síma 5 900 100 Innifalið: Flug með sköttum og öðrum greiðslum, akstur til og frá flugvelli og gisting í fimm nætur í Montmartre-hverfinu á Hotel Carlton með morgunverði. 26.–31. júlí Sumarferð til Berlínar Verð á mann í tvíbýli 94.500 kr. Innifalið: Flug með sköttum og öðrum greiðslum, gisting í fimm nætur á Leonardo Hotel með ríkulegum morgunverði og íslensk fararstjórn. Njóttu lífsins í Berlín og París! Borgarferðir Hin óviðjafnan- lega París Fararstjóri: Lilja Hilmarsdóttir Fararstjóri: Erik Sördahl 30. ágúst– 4. sept. Á heimsmeistaramóti fatlaðra, sem haldið var á Nýja-Sjálandi í janúar, notuðu til dæmis allir verðlauna- hafarnir í 100 og 400 metra hlaupi vörur frá okkur.“ Tók þátt í Kínamúrs- maraþoninu á gervifæti frá Össuri Bandaríska íþróttakonan Sarah Reinertsen hljóp tíu kíló­ metra í Kínamúrsmaraþoninu á gervifæti frá stoðtækja­ fyrirtækinu Össuri, fyrst kvenna með slíka fötlun. Kína múr inn er erfiður hlaupurum, ófötluðum jafnt sem fötluðum. Hlaupið er áskorun Sarah Reinertsen er bandarísk, 36 ára gömul, og segir hlaup hafa breytt lífi sínu en taka þurfti af henni fótinn ofan við hné þegar hún var sjö ára vegna truflunar í bein- vexti. Önnur börn stríddu henni vegna fötlunarinnar en hún breytti stöðunni með því að fara að hlaupa ellefu ára gömul, þrátt fyrir aflim- unina. Hún varð fljótust kvenna með slíka fötlun til að hlaupa 100 metra og á enn metið í flokki þeirra sem misst hafa fót fyrir ofan hné, 17,99 sekúndur. Sarah lítur á hlaup sem áskorun og það að keppa að því að bæta tím- ann. Hún keppir bæði við fatlaða og ófatlaða, sigrar ýmist eða tapar en takmarkið er að hlaupa hraðar en hún gerði áður. Tími hennar í tíu kílómetra hlaupinu á Kínamúrnum á dögunum var ein klukkustund, 49 mínútur og 46 sekúndur. Áfangi í sögu Kínamúrshlaupsins „Hún er með svokallaðan Flex- Run-fót sem er sérhannaður fyrir hlaup,“ segir Edda Heiðrún Geirs- dóttir, markaðsstjóri Össurar um gervifót Söru. „Þetta er eftirgef- anleg koltrefjafjöður, eins og C í laginu, og veitir spyrnu. Fóturinn er með sílíkonhulsu sem sett er á stúfinn fyrir ofan hné. Við hulsuna er tengt gervihné sem búið er til úr títani. Það er líka okkar framleiðsla og kallast Total Knee. Síðan er það koltrefjafóturinn. Þetta eru þrír lykilþættirnir,“ segir Edda Heiðrún um fótinn sem gerir Söru Reinert- sen kleift að stunda afrekshlaup – og raunar aðrar íþróttagreinar líka. Edda Heiðrún segir að þátttaka Söru í hlaupinu á Kínamúrnum hafi verið ákveðinn áfangi í sögu þess. „Meirihluti allra þeirra fötluðu íþróttamanna með stoðtæki sem fremstir standa í heiminum nota vörur frá okkur, það er koltrefja- fætur. Það eru hins vegar færri sem eru aflimaðir fyrir ofan hné,“ segir Edda Heiðrún. Hún segir að slíkt valdi gríðarlegu álagi á heila fót- inn, mjaðmir og bak, ekki síst við svo erfiðar aðstæður sem á Kína- múrnum. „Sarah hleypur svolítið út á hlið en beitir sinni tækni. Hún hefur tekið þátt í mörgum erfiðum þrekraunum og var til dæmis fyrsta konan með slíka fötlun sem kláraði Ironman-keppnina þar sem skiptast á hjólreiðar, hlaup og sund. Það var gríðarlegur sigur fyrir hana að klára það,“ segir Edda Heiðrún. Forysta Össurar Koltrefjatækni hefur verið nýtt við gerð gervifóta allt frá árinu 1986, þótt búnaðurinn komi að sjálfsögðu ekki í stað allra þeirra vöðva sem vantar. Edda Heiðrún segir að með vissu megi halda því fram að Össur sé í forystu í þessari framleiðslu fyr- ir íþróttamenn. „Á heimsmeistara- móti fatlaðra, sem haldið var á Nýja- Sjálandi í janúar, notuðu til dæmis allir verðlaunahafarnir í 100 og 400 metra hlaupi vörur frá okkur.“ Edda Heiðrún segir þó megin- hluta stoðtækjaframleiðslu Össur- ar fara til annarra en íþróttamanna, en fyrirtækið einbeitir sér að fram- leiðslu gervifóta. „Menn halda að flestir þeirra sem misst hafa útlimi hafi særst í stríði eða orðið fyrir slysi en svo er ekki. Aðallega er um að ræða eldra fólk, yfir sextugt, sem misst hefur útlimi vegna æða- sjúkdóma, sykursýki eða slíkra sjúkdóma en einn fylgifiskur þeirra er aflimun. Það fólk er langstærsti kúnnahópurinn okkar,“ segir Edda Heiðrún. Líf án takmarkana Sarah Reinertsen hefur frá ellefu ára aldri kynnst fjölmörgum gerð- um gervifóta allt til hins sérhann- aða Flex-Run-fótar frá Össuri. Í við- tali eftir hlaupið á Kínamúrnum, þar sem ófatlaðir þurftu að sýna sérstaka aðgæslu vegna aðstæðna, hvað þá fatlaðir, sagði Sarah að fót- urinn frá Össuri hefði gert sér kleift að hlaupa miklu lengri vegalengdir en hún hefði getað ímyndað sér þeg- ar hún byrjaði að hlaupa sem lítil stúlka. Á ferlinum hefur hún meðal annars hlaupið sjö heil maraþon- hlaup og yfir þrjátíu hálfmaraþon, meðal annars í Reykjavík, á Kúbu, Havaíeyjum, New York og San Francisco. Þá hefur hún oft keppt í þríþraut. „Þegar ég hleyp finnst mér ég virkilega vera á lífi; ég sveifla örm- unum, svitna og hjartað hamast í brjóstinu,“ segir Sarah. Hún segist lengi hafa haft hug á að hlaupa á Kínamúrnum og verið afar stolt af því að hlaupa í bol með merki Öss- urar. „Ég vil breyta skoðunum fólks á getu hinna fötluðu og jafnframt sýna öðru fötluðu fólki hvaða erfið- leika það getur yfirstigið í lífi sínu. Ég hef fyrir löngu tileinkað mér slagorð Össurar: „Líf án takmark- ana“. Þótt tíminn í 10 kílómetra hlaupinu á Kínamúrnum hafi ver- ið minn lakasti í slíku hlaupi hef ég aldrei verið stoltari af að ljúka hlaupi.“ Takmarkið að keppa á Ólympíu- leikum fatlaðra 2016 Sarah er menntuð í blaðamennsku og vann sem íþróttafréttamaður í nokkur ár en einbeitir sér nú að íþróttaferlinum. „Íþróttir eru mín ástríða,“ segir hún og í þrígang hef- ur hún unnið heimsmeistaratitil í þríþraut í sínum flokki. Næsta tak- mark hennar er að sigra í þríþraut á heimsmeistaramótinu í Peking í september næstkomandi. „Ég vann árið 2009, tapaði árið 2010 svo að ég ætla að ná titlinum aftur í ár,“ segir afrekskonan. Enn metnaðarfyllra takmark er að keppa á Ólympíuleikum fatlaðra árið 2016 en þá verður þríþrautin, hjólreiðar, sund og hlaup, í fyrsta sinn meðal keppnisgreina. „Tak- mark mitt er að komast í bandaríska liðið þá,“ segir Sarah Reinertsen sem vonast til að komast á verð- launapall þar, hvort sem hún vinnur til gull-, silfur- eða bronsverðlauna. „Hvaða litur sem er dugir mér,“ seg- ir hún, „en það er eins í íþróttunum og lífinu; við mætum mótlæti og verðum fyrir vonbrigðum. Maður verður því að búa sig undir ferða- lagið, jafnvel þótt áfangastaður náist ekki. En að sjálfsögðu reyni ég að ná gullinu.“ Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Sarah Reinertsen varð fyrst aflimaðra kvenna til að taka þátt í Kínamúrsmaraþoninu. Þar hljóp hún tíu kílómetra á Flex­Run koltrefjagervifæti frá Össuri en hann er sérhannaður fyrir hlaup. Fóturinn samanstendur af sílíkonhulsu utan um stúfinn, hné úr títani og C­laga koltrefjafjöður. Edda Heiðrún Geirsdóttir, markaðsstjóri Össurar Tvö þúsund hlauparar kaupa aðgang að Kínamúrs­ hlaupinu ár hvert, ungir jafnt sem gamlir. Keppt er í 5 og 10 kílómetra hlaupi, hálfu maraþoni og maraþonhlaupi. Sarah Reinertsen hljóp 10 kílómetrana á gervifæt­ inum frá Össuri. Hlaupið er erfiðara en mörg hliðstæð hlaup vegna aðstæðna á Kínamúrnum. Hlaupið er upp og niður og við bætast þrep og mjög ójafnt undirlag. Hlaupari á gervifæti þarf því að skipuleggja hlaupið í smáatriðum og vanda sig í hverju skrefi. Sarah sagði í viðtali að hlaupið á múrnum hefði verið ein mesta áskorun sín á íþróttaferlinum. „Ég þurfti að taka á honum stóra mínum á ákveðnum köflum í hlaupinu, t.d. niður tröppur þar sem komið var niður á mjög gróft svæði. En þetta var mjög gefandi og ákaflega gaman,“ segir Sarah. ­jh Erfitt hlaup á hinum fræga Kínamúr 16 íþróttir Helgin 3.­5. júní 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.