Fréttatíminn


Fréttatíminn - 03.06.2011, Blaðsíða 6

Fréttatíminn - 03.06.2011, Blaðsíða 6
WWW.SKJARGOLF.IS Lífeyrissjóðir kaupa hlut í HS Orku Fjórtán lífeyrissjóðir hafa gengið frá samningum um kaup á hlut í HS Orku við dótturfélag Alterra Power, áður Magma Energy. Lífeyrissjóðirnir hafa stofnað samlagshlutafélagið Jarðvarma til að halda utan um eignarhlutinn fyrir hönd sjóðanna, að því er fram kemur á síðu HS Orku. Magma Sweden selur 25% hlut af 98,5% hlut sínum í HS Orku til Jarðvarma slhf. fyrir 8,06 milljarða króna. Keypt er á genginu 4,63 krónur á hlut. Jarðvarmi fær jafnframt kauprétt á nýjum hlutum í HS Orku á genginu 5,35 krónur á hlut en verði kauprétturinn nýttur að fullu verður eignarhlutur Jarðvarma í HS Orku 33,4 prósent. Samkomulagið felur einnig í sér rétt Jarðvarma til að skrá sig fyrir allt að helmingi heildarhlutafjár HS Orku með kaupum á nýjum hlutum sem HS Orka kann að gefa út í framtíðinni. Þeir lífeyrissjóðir sem standa að baki kaup- unum eru Almenni lífeyrissjóðurinn, Eftirlaunasjóður FÍA, Festa lífeyrissjóður, Frjálsi lífeyrissjóðurinn, Gildi lífeyrissjóður, Lífeyrissjóður bænda, Lífeyrissjóður starfsmanna Búnaðarbanka Íslands, Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins – A-deild, Lífeyrissjóður verkfræðinga, Lífeyrissjóður verslunarmanna, Lífeyrissjóður Vestmannaeyja, Stafir lífeyrissjóður, Stapi lífeyrissjóður og Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda. -jh H in alþjóðlega sinfóníuhljómsveit sem Melkorka mun spila í er til húsa í Hyogo-héraði í Japan en þar reið hinn frægi Kobe- skjálfti yfir 17. janúar árið 1995. Stór hluti land- svæðisins lagðist í rúst í hamförunum og á sjötta þúsund manns létust. „Hluti af uppbyggingarstarfinu eftir skjálftann var að stofna þessa hljómsveit og reisa menningar- höll eða listasetur á staðnum. Hljómsveitin er ástríðuverkefni Yukata Sado, eins fremsta tónlist- arstjórnanda Japana, en hann er listrænn stjórn- andi sveitarinnar. Það er merkilegt að við hér heima bölvum Hörpunni og segjum að það hefði átt að hætta við framkvæmdina fyrir löngu. Jap- anar tóku þá ákvörðun að byggja upp tónlistar hús því menning væri svo mikilvægur liður í endur- reisn á svæðinu.“ Melkorka var meðal hundrað umsækjenda um stöðu flautuleikara í sinfóníuhljómsveitinni og eftir langt ferli, meðal annars með áheyrnarprufum í London, bauðst henni loks starfið. Spurð um hvernig verkefni bíði hennar þegar hún kemur út segir Melkorka að það sé stefna sveitarinnar að taka þátt í mörgum fjölmennum verkefnum. „Þetta er alvöru toppklassa sin- fóníuhljómsveit. Hún er með í mörgum sam- félagsverkefnum, spilar mikið fyrir ungt fólk og skólakrakka. Til dæmis spilum við með tíu þúsund manna kór í október.“ Melkorka var að kaupa sér flugmiða til Japans og er að undirbúa flutninga. „Ég var að skrifa und- ir samning við sveitina til allt að þriggja ára. Þetta er allt að verða að veruleika og nú bíður mín íbúð með hljóðeinangruðu herbergi þarna úti. Hug- myndin með hljómsveitinni er að hún hjálpi manni að komast áfram í þessum hljómsveitarheimi.“ Melkorka hefur hins vegar fengið heimild til að koma til Íslands í haust til að spila einleik með Sin- fóníuhljómsveit Íslands í Hörpunni 29. september. Þóra Tómasdóttir thora@frettatiminn.is  Útrás KlassísK tónlist Melkorka segir Japana hafa veðjað á öflugt menningarstarf í endurreisninni eftir Kobe-skjálftann. Stofnun sinfóníuhljómsveitarinnar var liður í því. Ljósmynd/Rut Sigurðardóttir Valin í japanska sinfóníuhljómsveit Flautuleikarinn Melkorka Ólafsdóttir var valin úr hundrað um- sækjendum í stöðu flautuleikara hjá japanskri sinfóníuhljómsveit. Það er merkilegt að við hér heima bölvum Hörpunni og segjum að það hefði átt að hætta við framkvæmd- ina fyrir löngu. Jap- anar tóku þá ákvörðun að byggja upp tónlistarhús því menn- ing væri svo mikil- vægur liður í endurreisn á svæðinu. Helgin 3.-5. júní 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.