Fréttatíminn - 03.06.2011, Blaðsíða 40
36 skólar Helgin 3.-5. júní 2011
Náttúru- og umhverfisfræði
skógfræði og laNdgræðsla
umhverfisskipulag
háskóli lífs
og lands
hægt er að stunda nám til Bs- prófs á fimm náms-
brautum við lbhÍ: Búvísindum, hestafræði, náttúru-
og umhverfisfræði, skógfræði/landgræðslu og umhverfis-
skipulagi (fornám að landslagsarkitektúr). miðstöð
háskólanámsins er á hvanneyri í Borgarfirði.
Nemendagarðar á hvanneyri bjóða einstaklings herbergi,
einstaklingsíbúðir og tveggja til fjögurra herbergja íbúðir.
allar upplýsingar um verð og stærð húsnæðis á vegum
garðanna eru á heimasíðu Nemenda garða. félagslíf nem-
enda er með miklum ágætum, en því stýrir stjórn
Nemendafélags landbúnaða-
háskóla Íslands.
kyNNtu þér Bs Nám við laNdBúNaðarháskóla ÍslaNds.
á heimasÍðu skólaNs - www.lBhi.is - fiNNur þú greiNagóðar upplýsiNgar um Námið.
sÍmiNN er 433 5000
BúvÍsiNdi
hestafræði
umsóknarfrestur um
háskólanám er til
4. júní.
Nám í haust, skráning han
Flugfreyju/ugþjónanám 12. september
Einkaugmannsnám 5. september
Nemendur útskrifast með evrópsk réttindi í ugþjónustu.
8 vikna nám. Kennt á kvöldin, bekkjarker.
Fullkomin kennsluaðstaða. 10 vikna nám.
Kennt á kvöldin, bekkjarker.
Gæði og fagmennska er okkar fag!
www.f lugskoli.is
Viðskiptasmiðjan Sérhæft nám á háSkólaStigi fyrir frumkvöðla
á vegum Klaks – Nýsköpun-armiðstöðvar atvinnulífs-ins og Háskólans í Reykja-vík býðst frumkvöðlum
sérhæft nám á háskólastigi, í Við-
skiptasmiðjunni – hraðbraut, sem
gefur frumkvöðlum möguleika á að
stofna ný fyrirtæki eða koma fyrir-
tækjum á rétta braut. Verkefnið er
Tilgangur Viðskiptasmiðjunnar er að hjálpa frumkvöðlum og sprotafyrirtækjum að skapa
verðmæti og undirstöður fyrir farsælan fyrirtækjarekstur.
mismunandi áherslur á hverri önn
Kennarar Viðskiptasmiðjunnar eru
stundakennarar úr öllum háskólunum og
nýsköpunarsjóðum, sérfræðingar á sínu
sviði. „Þeir eru fengnir til að kenna og
ekki síður að vera prófdómarar. Þeir sjá
þá hvernig frumkvöðlarnir, karlar jafnt
sem konur, og verkefnin þeirra þróast frá
önn til annar,“ segir María Þorgeirsdóttir
og bætir því við að hugmyndir þeirra séu
fjölbreyttar og nefnir sem dæmi einn
sem er að þróa leitarróbót fyrir björgun-
ar sveitir. Margir eru einnig að vinna við
fjölmargt sem viðkemur hugbúnaði og
einn er að hanna leiki, bæði borðspil
og nettengda leiki. „Það horfa allir til
CCP sem hefur gengið svo vel. Þá hafa
ýmsir fatahönnuðir komið við hjá okkur.
Frumkvöðlarnir fá viðskiptastuðning,
kennslu í fjármálum, markaðssetningu,
mannauðsstjórnun og öllu því sem þarf
til að reka fyrirtæki. Það er svo ótrúlega
margt sem þarf að kunna,“ segir María.
Mismunandi áherslur eru á hverri önn.
Á þeirri fyrstu einbeita menn sér að
því að gera viðskiptaáætlun um hug-
myndina og þá fær hver og einn mentor,
stuðningsaðila, en á annarri önninni er
frekar litið til markaðsáætlunar. Á þeirri
þriðju er síðan heildarstefnumótun sem
lokaverkefni. Eftir hverja önn kynnir fólk
sitt verkefni frammi fyrir þriggja manna
dómnefnd en tveir dómnefndarmanna
eru utanaðkomandi.
Viðskiptasmiðjan – Hraðbraut nýrra
fyrirtækja er þekkingarstuðningskerfi
fyrir frumkvöðla og sprotafyrirtæki.
Hlið við hlið eru kannski hönn-
uður sem er að hanna fatalínu
og annar sem er að hanna
fljúgandi róbót. Þau vinna verk-
efni um sína hugmynd – eru sér
en samt saman.
að búa til samkeppnisfært fyrirtæki
en rannsóknir hafa sýnt að flest ný
fyrirtæki ná aldrei flugi vegna þess
að frumkvöðlar gera grundvallar-
mistök í rekstrinum því að þeir hafa
hvorki nauðsynlega þekkingu né
góða ráðgjafa. Úrval námskeiða í
samstarfi við HR gerir frumkvöðl-
um kleift að fá viðeigandi viðskipta-
þekkingu
merkilegt framtak
Eyþór Ívar Jónsson, framkvæmda-
stjóri Klaks og skólastjóri Viðskipta-
smiðjunnar, segir þessa námsleið
mjög merkilegt framtak á evrópskan
mælikvarða.
Nemendur eru valdir í námið ann-
ars vegar á grundvelli viðskiptahug-
mynda sem þeir senda inn og hins
vegar á grundvelli reynslu og bak-
grunns. Markmiðið er að mynda hóp
af áhugaverðum einstaklingum sem
geta ekki síður lært mikið hver af
öðrum en náminu. Aðalatriðið er þó
að nemendur hafi þegar byrjað að
þróa viðskiptahugmyndina áður en
námið hefst. Einstaklingar jafnt sem
hópar tveggja til fjögurra sem vinna
að sömu viðskiptahugmynd geta sótt
um. Einnig er hægt að sækja um
með fyrirtæki sem þegar er í rekstri.
Mögulegt er að stunda námið með
vinnu eða öðru námi.
„Nú hafa fleiri en sjötíu fyrirtæki
verið til náms og ráðgjafar í Við-
skiptasmiðjunni í skemmri og lengri
tíma. Árangurinn er verulegur hvort
sem litið er til þeirra fyrirtækja sem
hafa komið út úr ferlinu, breytinga
sem orðið hafa á fyrirtækjum í ferl-
inu, fjárfestinga sem þau hafa fengið
eða þess þekkingaryfirflæðis sem átt
hefur sér stað út í samfélagið. Fjár-
fest hefur verið í þessum fyrirtækj-
um fyrir á annan milljarð króna og
t.d. voru þrjú af sex verkefnum sem
tilnefnd voru til Nýsköpunarverð-
launa forseta Íslands nátengd Við-
skiptasmiðjunni,“ segir Eyþór Ívar.
„Viðskiptasmiðjan er í stöðugri þró-
un og markmiðið er að byggja brýr
fyrir íslenska frumkvöðla inn á er-
lenda markaði, um leið og hugmynd-
in er að gera Ísland og Viðskipta-
smiðjuna áhugaverð fyrir erlend
sprotafyrirtæki,” segir Eyþór Ívar.
„Með það að leiðarljósi var ákveð-
ið að hún hefði frumkvæði að því að
fara í rannsóknar- og tengslanets-
leiðangur í Kísildalinn vorið 2011.
Tólf fyrirtæki fóru í þennan leiðang-
ur þar sem fyrirtæki eins og Google.
com, Facebook, Berkley Bionics og
fleiri voru skoðuð, ásamt því að farið
var í Stanford- og Berkeley-háskóla.
Enginn vafi leikur á að þau fyrir-
tæki sem fóru í þennan leiðangur
lærðu mikið af því en jafnframt hafa
þau getað hjálpað öðrum íslenskum
sprotafyrirtækjum að byggja upp sitt
tengslanet á þessu svæði.“
Viðskiptahlutann hefur vantað
María Þorgeirsdóttir er verkefnis-
stjóri hjá Klaki. Hún segir að Við-
skiptasmiðjan sé frumkvöðlamiðað
nám á háskólastigi fyrir fólk með
hugmyndir og líka fólk sem vill fá
hugmyndir. Í smiðjunni eru nám-
skeið á fimm sviðum; fjármálasviði,
markaðssviði, stjórnunarsviði,
stefnumótunarsviði og frumkvöðla-
og nýsköpunarsviði. Námið tekur
þrjár annir, haust-, vor- og haustönn,
eða hálft annað ár. „Nemendurnir
taka námskeið í öllum þessum grein-
um,“ segir María. „Allt námið og öll
vinna þeirra snýst um eigin hug-
mynd þótt unnið sé í hópum. Hlið
við hlið eru kannski hönnuður sem
er að hanna fatalínu og annar sem er
að hanna fljúgandi róbót. Þau vinna
verkefni um sína hugmynd, eru sér
en samt saman. Það skiptir miklu
máli að vera saman þótt þau séu að
vinna í gerólíkum hlutum. Fatahönn-
uðurinn fer t.d. í hugarflug um mark-
aðssetningu og þá hjálpa allir hinir.“
„Viðskiptahlutann hefur oft vant-
að, t.d. hjá uppfinningamönnum,
þótt þeir séu með snilldarhug-
myndir. Þar komum við að með Við-
skiptasmiðjunni og tengslaneti við
aðra frumkvöðla og fjárfesta,“ segir
María. „Kennarar okkar koma úr há-
skólunum og einnig frá fjárfesting-
arsjóðunum. Það skiptir svo miklu
máli að kynnast þessum heimi, fá
að vita hvernig fjárfestarnir hugsa
og við viljum líka að fjárfestarnir viti
hvernig frumkvöðlarnir hugsa þann-
ig að þetta fólk geti talað saman.“
jónas Haraldsson
jonas@frettatiminn.is
Vinnan snýst um eigin
hugmynd