Fréttatíminn


Fréttatíminn - 03.06.2011, Blaðsíða 8

Fréttatíminn - 03.06.2011, Blaðsíða 8
Framleiðsluverð hækkaði í apríl Verð á framleiðsluvörum til sölu innanlands hækkaði um tæpt prósentustig í aprílmánuði og hækkuðu slíkar vörur um nærri 3% á fyrsta þriðjungi ársins. Þetta skýrir hluta af mikilli hækkun vísitölu neysluverðs á tímabilinu, og er meðal þess sem lesa má úr vísitölu fram- leiðsluverðs til og með apríl sem Hagstofan hefur birt. Vísitalan hækkaði um 1,6% í aprílmánuði og hækkuðu allar undirvísitölur hennar nokkuð nema vísitalan fyrir stóriðjuverð, sem lækkaði um hálft prósentustig. Frá apríl í fyrra til sama mánaðar þetta árið hækkaði vísitala framleiðsluverðs um 6%. Vísitala fyrir útfluttar afurðir hækkaði um 6,2%, en reiknað á föstu gengi nam hækkunin ríflega 11%. Sú þróun endurspeglar hagstæða verðþróun á helstu útflutningsafurðum Íslendinga. Verð sjávarafurða hækkaði um 13,5% og verð á afurðum stóriðju um 9%. -jh Krókhálsi 11 · 110 Reykjavík Sími 590 2100 · askja.is Toyota Corolla 1.8, 7 sæta árg. 2006, ekinn 39 þús. km 1800cc, bensín, beinsk. Verð kr. 2.290.000 Opið virka daga frá kl. 9-18 Subaru Forester 2.0, 4x4 árg. 2009, ekinn 25 þús. km 2000cc, bensín, beinsk. Verð: kr. 3.690.000 notaðra bíla ÚRVAL Allt að 70% fjármögnun Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is – Afslátt eða gott verð? Reykjavík - Reykjanesbæ Akureyri - Húsavík Vestmannaeyjum Niðurföll Renna, verð pr. meter kr. 3.900 Einnig fáanlegt með Pott-rist 100x100x118 1.290 kr. 100x100x125 1.290 kr. 100x100x188 1.490 kr. Effitan flugnafæluúði er með mikla virkni en á sama tíma náttúrulegur og án DEET. Rannsóknir* sýna að Effitan verndar í allt að 8 tíma. Öruggt fyrir ófrískar konur og börn frá þriggja mánaða. Einungis þarf að passa að bera ekki efnið þar sem hægt er að setja í augu og munn. Virku innihaldsefnin í Effitan eru ma. kókosolía, Eucalyptus Citriodora (sítrónu júkalyptus) og citronella (grastegund sem er notuð í ilmolíur). Effitan er 98,88% náttúrulegur og án allra Paraben efna. Láttu ekki flugnabitin eyðileggja fríið EITUREFNALAUST *Rannsóknir frá Swiss tropical institute í Basel og Dr. Dautel Institut í Berlin. PREN TU N .IS Væntingar neytenda glæðast Svo virðist sem væntingar neytenda hafi heldur betur glæðst nú í maí ef marka má væntingavísitölu Gallup. Að þessu sinni hækkaði vísitalan um tæp 11 stig á milli mánaða og mælist gildi hennar nú 66,3 stig. Er því um að ræða mikinn viðsnúning á þróun vísitölunnar sem hefur lækkað stöðugt síðustu þrjá mánuði, og í raun hefur gildi hennar aðeins þrívegis mælst hærra frá því á haustdögum 2008. Það var í júlí, ágúst og september í fyrra en hæst fór vísitalan upp í 69,9 stig sem var í ágústmánuði. Þó er ljóst að enn er nokkuð í land með að landinn geti talist vera bjartsýnn, segir Greining Íslandsbanka, þar sem fleiri neytendur eru svartsýnir en bjartsýnir þegar gildi vísitölunnar er undir 100 stigum. Allar undirvísitölur væntingavísitölunnar hækkuðu á milli apríl og maí. Svo virðist sem nýgerðir kjarasamningar hafi aukið væntingarnar. -jh A uðvitað er maður svekktur yfir aðstöðunni í bílastæða-málum hjá okkur hérna í Víkinni. Það segir sig sjálft. Það er óskiljanlegt hvernig borgin hefur dregið lappirnar í þessum málum undanfarin ár,“ segir Haraldur Har- aldsson, framkvæmdastjóri knatt- spyrnudeildar Víkings, um hörmu- lega bílastæðaaðstöðu félagsins við svæði þess í Fossvogi. Á sama tíma hefur lögreglan keyrt áfram af mikilli hörku átak sitt gegn stöðu- lagabrotum í tengslum við viðburði í borginni. Hann segir þó aðeins vera að rofa til í málinu. „Við erum búnir að funda með Reykjavíkurborg og mér sýnist að það geti eitthvað gerst í málinu á næstunni. Það er reitur á deiliskipulagi svæðisins sem er merktur sem bílastæðareitur og okkur var gefið vilyrði fyrir því að það yrði farið í þetta á næstunni. Við vonumst til að þetta verði fram- kvæmt í sumar enda veitir ekki af,“ segir Haraldur. Félagið hefur ekki farið varhluta af sektarátaki lögreglunnar, að sögn Haraldar, og hann telur að sorgleg bílastæðaaðstaða og hræðsla við sektir lögreglunnar hafi áhrif á að- sókn að leikjum Víkings. „Ég held að það sé nokkuð ljóst. Við fengum KR-inga í heimsókn um daginn og reiknuðum með um tvö þúsund manns. Á endanum skiluðu sér ekki nema 1.600 áhorfendur á leik-  SkipulAgSmál BílAStæði við íþróttAvelli Víkingar vonast eftir 70 nýjum stæðum í Fossvogi Hertar aðgerðir lögreglunnar við stöðulagabrotum í tengslum við knattspyrnuleiki valda erfið- leikum hjá félögum og reiði meðal knattspyrnuáhugamanna. Aðstaða Víkinga í Fossvogi er sérlega þröng. Á endanum skiluðu sér ekki nema 1.600 áhorfendur á leikinn. Þetta hlýtur að hafa áhrif. inn. Þetta hlýtur að hafa áhrif,“ segir Haraldur. Kristinn Ólafur Guðnason hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir í samtali við Fréttatímann að lögreglan hafi fundað með fram- kvæmdastjóra KSÍ 27. apríl, þremur dögum fyrir fyrsta leik í Pepsi-deild karla, og óskað eftir samstarfi KSÍ og knattspyrnufélaganna á höfuð- borgarsvæðinu í efstu deild til að taka á þeim vanda sem stöðubrot væru. „Lögreglan hefur glímt við stöðubrot á höfuðborgarsvæðinu í talsverðan tíma, ekki bara við íþróttaleikvanga heldur í miðborg Reykjavíkur á uppákomum eins og Menningarnótt, Gay Pride og 17. júní, svo dæmi séu tekin. Bílum hefur þá verið lagt á auð grasivaxin svæði, á umferðareyjum, á gang- stéttum, gangbrautum og öllum þeim stöðum sem til greina hafa komið sem stöðureitir fyrir bifreið. Þetta hefur valdið skemmdum á eigum sveitarfélagsins, hættu fyrir akandi og gangandi vegfarendur, auk þess sem neyðaraksturstæki eins og slökkvibifreiðar, sjúkra- bifreiðar og lögreglubifreiðar hafa ekki komist um sökum þrengsla. Þá hafa óþægindi hlotist af þar sem almenningsvagnar hafa lent í vand- ræðum af sömu sökum. Á svona stöðubrotum hefur lögreglan verið að taka síðustu ár, meðal annars í samstarfi við Reykjavíkurborg, og orðið nokkuð ágengt. Mikið hefur þá verið lagt upp úr kynningu til öku- manna áður um að leggja löglega og eftir atvikum hvar gera má ráð fyrir auðum stæðum. Þetta hefur verið gert með það að markmiði að koma megi í veg fyrir vandræða- og hættu- ástand og jafnframt að koma í veg fyrir beitingu sekta af hálfu lögreglu eða Bílastæðasjóðs. Svipuð verkefni hafa verið í gangi síðustu ár vegna stöðubrota við íþróttasvæði og þá knattspyrnuvelli sérstaklega þar sem mikið hefur verið lagt upp úr kynningu í fjölmiðlum til að hvetja ökumenn til að leggja ökutækjum sínum löglega,“ segir Kristján Ólafur og bætir við að félögin hafi, í fram- haldi af aðgerðum lögreglu, verið í sambandi við hana og óskað eftir fundi með lögreglu og Reykjavíkur- borg um lausnir. „Sá fundur verður haldinn fljótlega.“ Óakar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is Haraldur Haraldsson við reitinn í Fossvogi þar sem vonast er eftir 70 bílastæðum. Ljósmynd/Hari 8 fréttir Helgin 3.-5. júní 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.