Fréttatíminn


Fréttatíminn - 03.06.2011, Blaðsíða 24

Fréttatíminn - 03.06.2011, Blaðsíða 24
Allir hafa skoðanir og þegar gleði- pinninn og holdgerving- ur jákvæðn- innar, Ómar Ragnarsson, er farinn að segja manni til syndanna er botninum náð. Þ ennan sólarlausa miðvikudag, fyrsta dag júnímánaðar, er Eyj- ólfur Sverrisson þó ekki í neinni íþróttatreyju, heldur einfaldlega klæddur eftir veðri. Vindurinn gnauðar fyrir utan skrifstofur KSÍ á Laugardagsvelli og Eyjólfur, eða Jolli eins og hann er kallaður, er dúðaður þykkri, drapplitaðri peysu. Úlpan er innan seilingar og hann er tilbúinn að mæta á morgunæfingu með U21-landsliði karla eftir klukkutíma. Liðið leikur sinn fyrsta leik á Evrópumeistaramótinu í Danmörku 11. júní en þetta er í fyrsta sinn sem íslenskt karlalandslið í knattspyrnu kemst á EM. Eyjólfur segir spennu og tilhlökkun vera sér efst í huga nú, þegar einungis nokkrir dagar eru í brottför. U21-landsliðið þykir óvenjusterkt og hæfi- leikaríkt enda er árangurinn eftir því. Eyjólfur þakkar það meðal annars einingunni sem ríkir í liðinu. „Leikmennirnir í þessum hópi eru sam- heldnir og staðráðnir í að ná árangri. Þeir eru mjög ákveðnir í öllum sínum gjörðum. Það held ég að hafi verið okkar aðalstyrkur,“ segir hann. Þú hefur fengið að njóta ákveðins forgangs um- fram A-landsliðið, varðandi val á leikmönnum. „Reyndar ekkert í byrjun. Ég fékk forgang í einum leik, í úrslitaleiknum, þegar við þurftum að koma okkur í keppnina á Evrópumeistara- mótinu. Ekkert þar fyrir utan. Annars höfum við bara púslað, notað fjölda leikmanna og náð að vinna vel úr því.“ Fannst þér gagnrýni á þetta fyrirkomulag eiga rétt á sér og hverju svararðu henni? „Þetta er bara ákvörðun sem menn þurfa að taka. Hvaða stefnu menn vilja fylgja og það er náttúrlega Knattspyrnusambandið sem ákveð- ur það. Ég tel að þetta hafi verið rétt ákvörðun því það verður frábær reynsla fyrir þessa stráka að komast á stórmót. Þetta fer í reynslu- bankann. Vonandi eiga þessir strákar eftir að fara með A-liðinu á svona stórmót. Það er það sem stefnt hefur verið að frá því byrjað var að spila knattspyrnu á landinu! Ég held að það sé draumur allra. Mér fannst þetta vera lógískt og augljóst skref sem átti að taka á þessum tíma og blæs á alla gagnrýni gagnvart því.“ Út á hvað ganga þín daglegu störf hjá KSÍ? „Að fylgjast með leikmönnum og mótherjum; vera vel undirbúinn fyrir leikina og ákveða hvaða leikmenn og kerfi við getum notað. Það er mitt verkefni hjá þessu U21-árs liði.“ Hvernig er dæmigerður vinnudagur í lífi þínu? „Ég er svo sem í mörgu öðru líka. Ég mæti snemma á morgnana í fyrirtæki sem ég á ásamt fleirum. Þar vinn ég minn vinnudag. En ég er Lífsgildin breyttust eftir barnsmissi með fótboltann í kollinum allan daginn og er alltaf að fylgjast með og hugsa um hvað hægt sé að bæta og gera betur.“ Segðu mér frá fyrirtækinu þínu. „Um leið og ég hætti í atvinnu- mennskunni og kom heim stofnaði ég heildsölu sem fæst við sölu á pappír og pappírstengdum efnum fyrir prentsmiðjur, skiltagerðir og auglýsingageirann. Fyrirtækið heitir Arkir ehf. og hefur verið starfandi frá árinu 2003. Ég hef verið heppinn með góða starfs- menn sem hafa haldið utan um rekstur þess. Sjálfur hef ég ekki alltaf verið í þessum daglega rekstri en ég hef verið með puttana í þessu og tekið þátt.“ Þú þjálfaðir A-landslið karla í knattspyrnu um tíma. Varstu ósátt- ur við að þurfa að hætta? „Minn samningur rann bara út á þeim tíma og Knattspyrnusam- bandið vildi ekki framlengja hann. Það var þá alveg á hreinu að það væri ekki vilji til að halda því samstarfi áfram. Þetta var mjög erfiður tími hjá okkur í lands- liðinu. Við vorum að berjast við að finna okkar leið og vorum engan veginn sáttir við árangurinn þar. Þótt við hefðum náð átta stigum í undankeppni Evrópumótsins og náð góðum leikjum þá áttum við líka nokkra lélega og hreint út sagt ömurlega leiki. En við áttum góða leiki inn á milli. Það var lítill stöðugleiki í liðinu. Oft þarf tíma til að vinna í slíku.“ Myndirðu vilja þjálfa A-landsliðið aftur ef það verkefni byðist? „Nei, ég held að sá kafli sé búinn. Ég er búinn að prófa það. Þetta er ekkert draumadjobb fyrir marga.“ Af hverju ekki? „Að vera með alla þjóðina á bakinu er kannski ekki það skemmti- legasta sem menn gera. Sérstak- lega ekki fyrir fjölskyldu, vini og vandamenn. Þar tekur þetta mest á. Sjálfur er maður með harðan skráp eftir að hafa verið í atvinnu- mennskunni og öðru og kippir sér ekki mikið upp við þetta. En vinir og vandamenn taka þetta mikið inn á sig. Þetta er lítið land og hér þekkjast allir. Allir hafa skoðanir og þegar gleðipinninn og hold- gervingur jákvæðninnar, Ómar Ragnarsson, er farinn að segja manni til syndanna er botninum náð. Það er mjög erfitt að eiga við þetta. Ég held að ég sé búinn að kvelja fjölskylduna nógu mikið með því,“ segir Eyjólfur og brosir. Andlegt ofbeldi á netinu Hefur gagnrýni af þessu tagi harðnað með tilkomu spjallsíðna á netinu? „Já, engin spurning. Allar rann- sóknir og tölur sýna fram á að ofbeldi hefur aukist, ekki bara í líkamlegu formi heldur líka and- legu, á netinu. Fólk hefur vettvang eins og Facebook, Twitter og allar þessar síður þar sem það á auðvelt með að henda einhverju frá sér. Aðrir fjölmiðlar taka svo kannski ummæli af þessum vettvangi og halda þeim á lofti, þar sem allir geta lesið. Það er bara hluti af líf- inu í dag, sem mér finnst miður. Mér finnst oft mikill ruddaskapur og ofbeldi í kringum fótboltann en líka bara yfirhöfuð. Þessi árásar- girni hefur líka aukist í prentuðum miðlum og svo virðist sem fólk geri sér enga grein fyrir mætti orða sinna. Ég er einn af þeim sem ekki eru ánægðir með þá þróun. En það hefur lítið að segja!“ Þú reyndir fyrir þér sem aðstoðar- þjálfari Wolfsburg í janúar. Leitar hugur þinn út? „Nei, reyndar ekki. Hugur minn leitar ekki út. Ég er kominn heim til þess að vera. Ég var nú bara að hjálpa Dieter Höness, félaga mínum, sem var knattspyrnu- stjóri þarna og vantaði mann til að Eyjólfur Sverrisson hefur klæðst íþróttatreyjum í alls kyns litum á ferlinum. Þar á meðal bláa landsliðsbúningnum og búningum jafnólíkra félagsliða og Tindastóls, Stuttgart, Herthu Berlínar og Besiktas. Nú stýrir hann einu efnilegasta ungmennalandsliði fyrr og síðar og er á leiðinni með það í úrslitakeppni EM í Danmörku. Eyjólfur ræddi við Heiðdísi Lilju Magnúsdóttur um fótboltann, fyrirtækið, þá átakanlegu lífsreynslu að missa barn og gleðina yfir nýfæddum erfingja. Ljósmyndir/Hari Heiðdís Lilja Magnúsdóttir hlm@frettatiminn.is Framhald á næstu opnu Eyjólfur Sverrisson á gangi með hund sinn Húna. 24 viðtal Helgin 3.-5. júní 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.