Fréttatíminn


Fréttatíminn - 03.06.2011, Side 26

Fréttatíminn - 03.06.2011, Side 26
aðstoða Pierre Littbarski, aðalþjálfara liðsins, í þrjá mánuði. Ég leit á það sem smá reynslu; var ekki til í þetta í byrjun en hann lagði hart að mér og þá ákvað ég að prófa. Það stóð mun skemur en til stóð en var mjög gaman. Ég skemmti mér konunglega við þetta í þennan rúma mánuð sem ég var úti.“ Þú hlýtur að hafa kynnst mörgu eftirminnilegu fólki á undanförnum árum. Hverjir eru eftir- minnilegastir? „Það er kannski mest fólk úr knattspyrnuheim- inum. En maður er endalaust að kynnast nýju og skemmtilegu fólki, það er erfitt að gera upp á milli.“ Mér skilst að ykkur Einari Kársyni rithöfundi hafi orðið vel til vina í Berlín. „Já, við Einar Kára kynntumst í Berlín. Við urðum miklir mátar, hittumst mjög reglulega og ræddum málin og gerum enn. Einar er á þeirri skoðun að ég hafi hjálpað honum við að skrifa söguna Storm og hann hafi komið Herthu Berlín á beinu brautina. Eftir að hann kom til Berlínar gekk liðinu mun betur. Hann eignaði sér algerlega heiðurinn af því. Ég efast ekkert um að það sé rétt hjá honum. Ég held að hann hafi lagt sitt af mörkum,“ segir Eyjólfur og hlær. Hvernig hjálpaðir þú honum að skrifa Storm? „Það er mér hulin ráðgáta ennþá!“ Þetta er ekki ein af Sturlungasögunum úr Skaga- firði, er það? „Nei, þetta er vafasamur heiður. Bókin fjallar nefnilega um iðjuleysingja sem lifir á kerfinu í Danmörku. Ég veit ekki hvernig ég fléttast inn í það og hversu mikill heiður það er,“ segir Eyj- ólfur og glottir. Húmoristinn greinilega kominn upp í honum. Þjálfar soninn Eyjólfur fæddist 3. ágúst 1968 og ólst upp á Sauðárkróki. Hann vakti fyrst athygli erlendra knattspyrnuliða með frammistöðu sinni í U21- landsleik á Akureyri en hann var þá leikmaður Tindastóls á Sauðár- króki. Í framhaldi af því fór hann út til Stuttgart í atvinnumennsku, þá tuttugu og eins árs að aldri. Nú er elsti sonur hans, Hólmar Örn, einnig orðinn atvinnumaður í knattspyrnu en hann var sautján ára þegar hann fór út til West Ham í Englandi. Þá leikur Hólmar Örn undir stjórn pabba síns í U21-liðinu. Hvernig er að þjálfa son sinn? „Fyrir mér erum við leikmaður og þjálfari. En ég hugsa að það sé mjög erfitt fyrir hann að vera sonur pabba síns.“ Að hvaða leyti? „Það er alltaf pressa á öllum leik- mönnum. Hann er kannski opnari fyrir gagnrýni gagnvart pabbanum og öðru. En hann hefur höndlað það virkilega vel. Hann er alveg ískaldur í þessu, einbeitir sér bara að sínum leik og hefur verið að spila vel fyrir okkur.“ Áttirðu ráð í pokahorninu handa honum þegar hann fór af stað? „Já, já. Aðallega að vera einbeittur í því sem hann er að gera og því sem þarf að gera til að verða betri leikmaður. Vera duglegur að æfa, taka aukaæfingar, hugsa vel um sig og hvílast vel á milli. Ekki vera ánægður og saddur, eins og komið sé á leiðarenda, þótt menn séu komnir út í atvinnumennsku. Þá er þetta rétt að byrja. Líkaminn er verkfærið, þinn peningur og kapítal. Það verður að hugsa vel um hann. Svo þarf að hafa mikla þolinmæði til að bera, til dæmis ef menn komast ekki í liðið og eiga erfitt með að sanna sig. Þá þarf að halda áfram að æfa, hugsa um að taka framförum og horfa fram á veginn. Einnig er mikilvægt að halda áfram í skóla. Hólmar Örn hefur gert það. Hann hefur verið utanskóla og ætlar sér að ljúka námi. Svo auðvitað það mikil- vægasta: að halda sig á jörðinni og tapa ekki áttum í einkalífinu. Muna hvaðan maður kemur, hvar ræturnar eru.“ Laukst þú stúdentsprófi áður en þú fórst út sjálfur? „Ég rétt náði að klára það. Ég fór út um áramót, hlaðinn fögum í skólanum. Það var með ólík- indum! Ég var einmitt í tveimur þýskuáföngum en ég held að ég hafi aldrei fengið betri einkunnir en einmitt þá, þegar pressan var svona mikil. Ég náði að klára það og hefði örugglega lært meira ef netið og tækifæri til að stunda nám utanskóla hefðu verið komin til sögunnar. Nú er þetta mjög auðvelt og aðgangur að utanskólaefni greiður. Fólk getur menntað sig í því sem það hefur áhuga á.“ Hvaða fag hefðirðu valið þér? „Ég hafði mikinn áhuga á sálfræð- inni. Ég efast ekki um að ég hefði farið í þá áttina.“ Íþróttasálfræði þá? „Já. Svo hafði ég mikinn áhuga á viðskiptum almennt. Þegar ég hætti í atvinnumennsku og kom heim fór ég í MBA-nám í Háskól- anum í Reykjavík.“ Hafði það blundað lengi í þér að setjast á skólabekk? „Já, að fara í skóla og mennta mig aðeins. Ég hafði alltaf haft mikinn áhuga á því. Ég sé aldeilis ekki eftir því að hafa farið í þetta nám. Það var mjög erfitt að setjast á skólabekk eftir tuttugu ár – gríðar- lega erfitt – en ég er mjög ánægður með það núna að hafa tekið þessari áskorun og skellt mér af stað.“ Af hverju valdirðu þetta nám? „Ég hafði verið mikið í viðskiptum, til dæmis á verðbréfamörkuðum erlendis. Þar var ég bara að fjár- festa og vinna með mína eigin peninga. Ég hafði svolítinn áhuga á þessu og ákvað því að taka meira nám þessu tengt. Þetta var mjög hentugt. Ég gat stundað námið með vinnu, verið með þjálfun og með puttana í fyrirtækinu mínu hérna heima líka.“ Sorgin er eilífðarverkefni Eyjólfur og kona hans, Anna Pála Gísladóttir, eiga fjóra syni; Hólmar Örn, Trausta Má, Sverri Rafn og Kára Rafnar en Sverrir Rafn lést 17. nóvember 2008, aðeins sex mánaða að aldri. Um var að ræða svokallaðan ungbarnadauða, dán- arorsök sem læknavísindin standa enn ráðþrota gagnvart. Hinn 4. nóvember í fyrra kom yngsti son- urinn, Kári Rafnar, í heiminn og er óhætt að segja að fæðing hans hafi vakið mikla gleði í fjölskyldunni. Hvernig hefur ykkur gengið að vinna úr því áfalli að missa barn? „Það hefur svo sem gengið vel, þannig, en þetta er ekkert sem hverfur eða fer. Við eigum fallegar minningar um Sverri Rafn. Þetta var mjög erfitt fyrir fjölskylduna. Hann var bara sex mánaða þegar við misstum hann og þetta var gríðarlegt áfall fyrir okkur. Við stóðum vel saman, fjölskyldan, og reyndum að koma sterk út úr þessu. Það er það sem skiptir máli. Að hafa vini og vandamenn í kring- um sig sem hjálpa manni í gegnum þetta. Það var mikið átak. Sverrir Rafn lifir hjá okkur sem yndisleg minning,“ segir Eyjólfur. Fyrir hálfu ári birti til í lífi fjöl- skyldunnar á ný þegar sonurinn Kári Rafnar leit dagsins ljós. „Hann er algjör engill og við erum þakklát fyrir hann. Þetta er spenn- andi tími og virkilega gaman,“ segir Eyjólfur og bætir því við að í þeirra huga komi Kári Rafnar alls ekki í staðinn fyrir Sverri Rafn. „Kári Rafnar er einstaklingur út af fyrir sig og Sverrir Rafn lifir í minningu okkar sem sérstakur einstaklingur.“ Þér hefur tekist að halda þínu striki í námi og vinnu þrátt fyrir þetta? „Já, við Anna Pála ákváðum það í sameiningu að reyna að halda Við ætlum að ráða stóran hóp af hressu fólki á aldrinum 18-25 ára í Vinnu 2-4 kVöld í Viku í sumar. og tal a f rít t í ge msa nn í al lt s uma r? Viltu Vinna þér inn 7.000 kr. á 3 tímum ums ókn arf res tur er til k l. 2 3:59 mán ud. 13. j úní 2011 . sæ ktu um nún a á tal .is/a uka Vinn a Við eigum fallegar minningar um Sverri Rafn. Þetta var mjög erfitt fyrir fjölskylduna. Hann var bara sex mánaða þegar við misstum hann og þetta var gríðarlegt áfall fyrir okkur. Eyjólfur, sem hefur náð frábærum árangri með U-21 árs landsliðið, hefur ekki áhuga á því að taka við A-landsliðinu á nýjan leik. 26 viðtal Helgin 3.-5. júní 2011

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.