Fréttatíminn


Fréttatíminn - 03.06.2011, Blaðsíða 30

Fréttatíminn - 03.06.2011, Blaðsíða 30
30 viðhorf Helgin 3.-5. júní 2011 Austurströnd 3, 170 Seltjarnarnesi. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjóri: Jón Kaldal kaldal@frettatiminn.is Framkvæmda- stjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is Fréttastjóri: Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is Ritstjórnarfulltrúi: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is. Auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti. Löng hefð er fyrir sumarvinnu unglinga hér á landi. Almennt hefur verið litið jákvæðum augum á atvinnuþátttöku ungmenna. Þau læra að vinna og öðlast reynslu, hvort heldur er í verslun eða öðrum þjónustugreinum, byggingarvinnu eða annarri almennri verkamannavinnu, í fiskvinnslu eða öðrum greinum tengdum sjávarútvegi. Ónefnd er þá svokölluð unglingavinna, þ.e. vinna hjá vinnuskólum sveitarfélaganna. Þar hefur margur unglingurinn stigið sín fyrstu skref á vinnumarkaði. Sumar- laun ungmennanna skipta máli. Flest heimili hafa þurft að taka á sig verulega kjaraskerðingu undanfarin misseri. Minna er umleikis og erfiðara að ná endum saman. Útgjöldin hverfa ekki. Þá munar um sumar- laun unglinganna, vasapen- inga til sumars og hausts. Verst eru heimilin sett þar sem atvinnuleysi setur strik í reikninginn. Það hefur verið meira eftir efnahagshrunið en þekkst hefur frá kreppu- árunum fyrir stríð. Vegna hrunsins er ástandið á vinnumark- aði erfiðara en áður, ekki síst fyrir allan þann fjölda ungmenna sem leitar sumarvinnu. Þá reynir á sveitarfélögin en þau hafa því miður brugðist, bæði í ár og í fyrra. Fjárhagur margra sveitarfélaga er að sönnu bágborinn og þau þurfa að for- gangsraða. Í þeirri forgangsröðun hlýtur æskan, dýrmætasta eign hvers þjóðfélags, að vega þungt. Því valda viðbrögð forráða- manna sveitarfélaganna vonbrigðum en þau stærstu, Reykjavíkurborg, Kópavogsbær og Hafnarfjarðarbær, hafa hafnað þúsundum ungmenna sem sótt hafa um sumarvinnu, að því er fram hefur komið í fréttum. Þeir unglingar sem fá vinnu njóta hennar í tiltölu- legan stuttan tíma. Það er því ljóst að fjöldi unglinga mun mæla göturnar í sumar, sjálfum sér og öðr- um til ama í iðjuleysinu. Margir þeirra munu snúa sólarhringnum við, stara á tölvu- eða sjónvarpsskjái langt fram á nótt og vakna ekki fyrr en um miðjan dag. Flestir unglingar lifa sem betur fer heil- brigðu lífi en hætturnar eru margar á þessu viðkvæma aldursskeiði. Hvert líf er dýrmætt og því miður tapast þau mörg. Inn í dimman heim unglinga sem komnir eru í vímuefna- neyslu hefur Kastljós Ríkissjónvarpsins leitt okkur undanfarna daga. Sá heimur er svartur og viðmælendur Kastljóssins eru sammála um að hörð neysla ungmenna hafi aukist mikið síðustu misseri. Beita þarf öllum tiltækum ráðum til að bjarga þeim ungmennum sem ánetjast hafa fíkninni en grundvallaratriðið er að byrgja brunninn, koma í veg fyrir að önnur rati þessa dapur- legu leið tortímingar. Það gera menn meðal annars með því að sjá til þess að unglingar hafi nóg fyrir stafni í skólahléi sumarsins. Þá er ekki verið að tala um vinnuþrælkun heldur að vinnan, á hinum almenna markaði en ekki síst í vinnuskólum sveitarfélaganna, sé fræðandi og uppbyggj- andi – og að hið vinnandi ungmenni fái laun fyrir, sjái afrakstur framlags síns. Þess vegna ættu sveitarfélögin stóru að endurskoða afstöðu sína til vinnuskólanna. Sum smærri sveitarfélaga bjóða öllum ung- mennum sem sóttu um sumarstarf vinnu. Alls sóttu 3.800 ungmenni, 17 ára og eldri, um sumarvinnu hjá Reykjavíkurborg. Ætl- unin er að ráða 1.900, að því er fram kom í Fréttablaðinu fyrir stuttu. Helmingurinn mun því mæla göturnar. Fjórtán ára ung- lingar fá enga vinnu hjá borginni í sumar. Fimmtán ára fá vinnu hálfan daginn í þrjár vikur en sextán ára fá vinnu allan daginn í þrjár vikur. Í Hafnarfirði sóttu um 800 ung- menni, 17 ára og eldri, um vinnu. Rúmlega 300 fengu. Kópavogsbær vísaði sömuleiðis hundruðum ungmenna frá. Dregið var úr hópi þeirra sem sóttu um. Sumir duttu í lukkupottinn. Afgangurinn hangir heima. Kastljósþættirnir um hinn myrka heim ungmenna í harðri vímuefnaneyslu eru áminning. Þangað má engum ýta. Holl sumarvinna er þáttur í forvörnum. Þar er hlutverk vinnuskólanna stórt. Á upphafs- síðu Landlæknisembættisins segir: „Vinnan göfgar manninn er vel þekkt máltæki. Það er staðreynd að það er mikilvægt fyrir heilsu og vellíðan fólks að hafa atvinnu eða einhverja iðju. Vinnan eflir þroska og sjálfstraust fólks og gefur þannig lífinu gildi.“ Að þessu þarf að hyggja, ekki síst á krepputímum. Ábyrgð sveitarfélaganna Vinnan göfgar unglinginn L Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Jafnvægi í orkubúskapnum mikilvægt Heilun gegn þunglyndi F ormaður Geð -læknafélags-ins sagði hér í Fréttatímanum fyrir viku að ef lyfja nyti ekki við, myndu um þúsund manns leggjast inn á geðdeild með tilheyr- andi kostnaði. Heimilis- læknir var hins vegar á því að þetta væri bara að stórum hluta gleðileysi, geðvonska og fýla. Óhætt er að segja að þunglyndum finn- ist byrðar lífsins oft erfiðar og finna ekki gleðina í neinu. Þeir hafa kannski unnið baki brotnu til að hafa efni á því sem þeir telja að færi þeim hamingju, en þegar þeim loksins tekst að eignast það, varir hamingjan aðeins stuttan tíma og tilgangsleysið herjar aftur á. Þá er leitað til læknis sem ávísar geðlyfjum svo að fólkið geti áfram „tekið virkan þátt í lífinu“. En lyfin fletja út tilfinningalífið svo að þeir finna hvorki gleðina né tilgang lífs- ins og verða getulausir í þokkabót. Þannig silast fólkið í gegnum lífið, sinnir gleðisnautt daglegum skyld- um og sest svo fyrir framan sjón- varpið og bíður þess að enn einum deginum ljúki. Við fæddumst ekki hér á jörð til að silast dofin eða tilfinningaslöpp í gegnum lífið. Við fæddumst til að upplifa allt það stórkostlega sem líf- ið á jörðinni býður upp á, hvort sem það eru gleðistundir eða áföll og erf- iðleikar, í þeim tilgangi að þroska með okkur góðar dyggðir eins og þakklæti og fyrirgefningu. Til að læra af áföllum og erfiðleikum er mikilvægt að vinna úr þeim. Sé það ekki gert hefur það djúpstæð áhrif á orkubúskapinn, sem getur þá ekki séð líkamanum fyrir nægilegri orku til að endurnýja frumur og líffæri. Áhrifin koma fram þar sem við erum veikust fyrir, t.d. í taugunum með depurð og þunglyndi eða lík- amanum með verkjum. Heilun kemur jafn- vægi á orkubúskapinn. Hún hreinsar út staðn- aða orku sem myndast í áföllum og erfiðleikum og hleður okkur nýrri og hreinni orku. Fólk með depurð upplifir heil- un, jafnvel í fyrsta tíma, þannig að því finnst eins og drunganum sé lyft af því og það fer út miklu léttara. Eftir margra mánaða svefnleysi getur það loksins sofið heila nótt. Vanda- málin eru ekki jafn óyfirstígan- leg og lausnir jafnvel í sjónmáli. Heilun hjálpar okkur nefnilega að lyfta okkur upp úr hjólfarinu og sjá vandamálin frá stærra sjónarhorni. Mín reynsla er sú að stór hluti fólks sem í kerfinu er kallað „þung- lyndissjúklingar“ er afar næmt og hefur ekki fengið aðstoð við að brynja sig og læra á næmnina. Þess í stað tekur viðkomandi allt inn á sig, þ.m.t. vandamál annarra, geð- vonsku og neikvæðni, sem bætist á þau verkefni sem hann sjálfur glímir við og hann kiknar undan álaginu. Það er rangt hjá formanni Geð- læknafélagsins að halda því fram að án lyfjanna yrði allt þetta fólk spít- alamatur og byrði á samfélaginu. Stærstur hluti lyfjanotendanna þarf bara hjálp við að takast á við vanda- málin og sú hjálp fæst ekki í lyfjum. Munurinn á lyfjagjöf og heilun er að sú síðarnefnda ræðst að uppruna vandans á meðan lyfjagjöfin bælir niður einkennin. Lyfin gera okkur kleift að þrauka gleðisnauð í gegn- um lífið en heilun hjálpar við að tak- ast á við áföllin og erfiðleikana svo að við verðum sterkari fyrir vikið. Heilun hjálpar okkur að njóta lífs- ins á jörðinni með fullri vitund svo að við getum grátið af gleði, fundið til með öðrum og upplifað fullnægju í lífinu. Hildur Þórðardóttir heilari M eð reglulegu millibili heyrast raddir framámanna úr atvinnulífinu um skort á tæknimenntuðu fólki. Illa gangi að fylla stöður verkfræðinga, tæknifræð- inga og tölvunarfræðinga. Sem dæmi má nefna viðtal við forstjóra verk- fræðistofunnar Mannvits nú í vikunni og auglýsingar fjölmargra fyrirtækja úr Samtökum iðnaðarins þar sem þau hvetja nemendur til náms í tæknigrein- um. Sérstaklega skortir sérfræðinga með bakgrunn á sviði hátækni, véla og rafmagns sem endurspeglar að vægi nýsköpunar og framleiðslu er að aukast í íslensku atvinnulífi. Þá er gjarna hnippt í skólakerfið sem ekki er sagt standa sig í því að laða nemendur að þessum greinum í þeim mæli sem atvinnulífið þarfnast til að byggja upp starfsemi tengda nýsköpun og framleiðslu. Frá bæjardyrum háskólakennara séð væri vissulega gaman að sjá fleiri nemendur velja þessar greinar en þó eru margir góðir nemendur sem fara í gegnum námsbrautir á þessum sviðum. Vandinn er að fá þá út í íslenskt atvinnulíf. Það er upplifun háskólakennara í tæknigreinum að í enn ríkari mæli en áður séu nem- endur á leið úr landi að námi loknu. Margir fara út fyrir landsteinana í framhaldsnám, eins og rík hefð er fyrir á Íslandi, en breytingin sem má merkja er fyrst og fremst sú að þessir nemendur virðast ekki endilega stefna aftur heim að námi loknu. Þeir vita sem er að sérfræðiþekking á þessum sviðum er eftirsótt alþjóð- lega og veitir tækifæri víða. Fleiri lönd en Ísland eru í þeirri stöðu að sókn nemenda í verkfræði, tæknifræði og tölvunarfræði nær ekki að anna þörf atvinnulífsins. Þá komum við að kjarna málsins. Kaup- máttur launa á Íslandi hefur versnað mik- ið frá hruni bankakerfisins, sérfræðinga sem annarra. Þótt laun þeirra séu ágæt á íslenskan mælikvarða eru verkfræðingar og tæknifræðingar sem starfa hér á landi með innan við helming þeirra launa sem bjóðast í nágrannalöndunum. Að auki hafa kauphækkanir, skattar, bótaumhverfi og ívilnanir beinst að því að bæta kjör þeirra lægst launuðu, en þeir sem tilheyra hærri tekjuhópum hafa setið eftir og þurft að taka á sig auknar álögur. Í þessu felst verulegur hvati til að fara úr landi fyrir þá sem hafa eftirsótta þekkingu sem veitir starfstækifæri víða, og að sama skapi er síður fýsilegt fyrir sérfræðinga að snúa heim að framhaldsnámi loknu. Tæknimenntað fólk á sviðum tölva, rekstrar, há- tækni, véla og rafmagns er lykillinn að nýsköpun og uppbyggingu þekkingarmiðaðs, framleiðsludrifins atvinnulífs. Það er misskilningur að lág laun á Íslandi styrki samkeppnisstöðu þekkingarfyrirtækja hér. Til lengri tíma litið mun það skerða samkeppnishæfni þessara fyrirtækja hér ef kjör sérfræðistétta eru langt frá því að vera samkeppnishæf miðað við nágranna- löndin. Af sömu ástæðu er varhugavert fyrir hið opin- bera að þrengja óhóflega að þeim sem eru með tekjur yfir meðallagi. Evrópa er eitt atvinnusvæði og hætta er á því að þeir sem hafa tækifæri víða kjósi með fótunum. Þá munu háskólarnir bara halda áfram að mennta fyrir Noreg, en íslenskt atvinnulíf eflist hægar en annars gæti orðið. Atvinnulífið Auka lág laun samkeppnishæfni? Guðrún Sævarsdóttir lektor við tækni- og verkfræði- deild Háskólans í Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.