Fréttatíminn


Fréttatíminn - 03.06.2011, Blaðsíða 42

Fréttatíminn - 03.06.2011, Blaðsíða 42
Áhugamenn um viðgang myndasögunnar geta fagnað því að líf er að færast aftur í myndasögublaðið NEO Blek. Snemma á þessu ári kom út 16. tölublaðið með nýútsprunginni endurlífgun þeirra Svals og Vals í svarthvítu í bland við annan þátt af Þriðja testamentinu, hvort tveggja rómönskum sögum af bestu gerð. Í fyrrahaust kom feitt blað merkt 14/15 og nú er 17da heftið komið á markað. Engin von er til að blað eins og NEO Blek lifi af nema kaupendur splæsi í heftin. Þau er auðvelt að nálgast á vægu verði í helstu bókaverslunum og á vefnum www.myndasogur.is -pbb Ný NEO Blek-blöð  Bókadómar Bankastræti núll æ tla mætti að yfirskrift þessa laustengda ritgerðasafns Ein- ars, sem hann kall- ar Bankastræti núll eftir niðurgröfnum almenningsklósett- um sem byggð voru um miðja síðustu öld neðarlega í Bak- arabrekkunni, séu til dýrðar almenn- ingssalernum, en það reynist ekki vera þótt skrifin fjalli um skítamál, skítalabba og forn minni. Einar fléttar í tuttugu og fimm köflum saman vandlætingarflaum sinn um hruntímann, lausnir vinstri- stjórnarinnar (Einar var skrautfjöður á lista VG í Reykjavík), ýmsar endur- minningar sínar frá fyrri tíð sem nú eru upplýstar í bleikum bjarma hinna rauðu daga í lífi skáldsins og hinna strákanna – og svo fáum við létta slettu af AA-speki og hugleiðingum um fíknina. Þetta er fallega umbrotin bók með grænblárri kápu og neon-rauðum inn- kápum, glóandi sem minnir á hina fornu daga Neon-seríunnar áður en hún datt úr hinu frábæra kápusniði hirðbrots- konu Bjarts, Ástu hinnar dularfullu. Ritgerðirnar eru flestar samtengdar á einhvern hátt, langur flaumur, víða stríður, en alltaf mótaður af hinni kunnu mælsku skáldsins, andagift þess og ljóð- rænni sýn á mannlíf, hagfræði, huldar lendur og heimamenn, einkum þá sem nú fara með aflöndum í dulbúningum og reyna að komast heim – hvar sem það verður nú þeim og þeirra niðjum – koma víða við sögu. Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn og hans sendimenn og fulltrúar eru þráfald- lega stungnir, ætlun þeirra, erindi og árangur mældur. Skáldið skortir mikið innsýn í hið flókna og ófyrirleitna endur- bótakerfi sem nú er að byggja upp nýtt eignarhald í íslenska hagkerfinu; hann mætti á sínum ferðum um landið hlusta meira eftir sönnum sögum úr viðskipta- lífinu, hverfa frá hinu almenna til hins sértæka, taka hluta og greina þá frekar en fljúga hátt yfir eynni og reyna að greina meginstrauma. Fyrr á tíð valdi Einar sér Morgun- blaðið til að birta reiðilestra sína yfir meðreiðarsveinum í stórri sveit alþjóða- kapítalista. Í þessari sérútgáfu – þótt ég trúi að eitthvað af þessum skrifum hafi reyndar birst í Mogganum – vefur hann skrifin haganlega í fléttu, reipi sem dygði til að hengja menn, væri bent á þá. Þess á milli dettur hann niður í til- raunir til að greina bernskuljósin sín og þá fyrst og fremst bítlana, sína gömlu félaga, og nokkra aðra samferðarmenn. Einari tekst alltaf að gera menjar og minningamörk ljóslifandi. Hann er jú mikill og sérstakur sögumaður. Ekki fannst mér Hvíta bókin hans vera leikur frjálsra anda, stíf og einstrengingsleg. Það er nú rekið ofan í mig og aðra með fjölda tilvitnana um hrifna lesendur á þýðingum. Meira að segja skartar for- síða bókarinnar stjörnum þótt skáldið hallmæli þeim í textum sínum. Íhald- pressan danska kallar EMG „fremsta núlifandi rithöfund Íslands“. Hvers má sín þá kvak okkar smáfuglanna þegar Berlingurinn heldur ekki vatni. Þetta eru skemmtileg skrif. Fjölbreyti- leg þótt þau séu ekki af mörgum þáttum. Einar er orðinn hress, laus við reiði- kenndan boðunartón, mildaður af ljóð- um sem hann vitnar gjarna til, einkum til Sigfúsar Daðasonar, síns gamla meist- ara. Verkið verður þannig djörf tilraun til að draga saman í þematengdan ópus marga þræði og verður ljómandi í hinum persónulega stíl hans sem þroskast um leið og hann ber æ sterkari höfundarein- kenni sem hljóta að þýðast sæmilega á önnur mál ef marka má fjölda tilvitnana um ágæti skáldsins og verka hans á innbroti kápunnar aftanverðu. Ég hélt reyndar að skáldið þyrfti ekki þá sjálf- styrkingu á íslenskum lesendamarkaði – ekki lengur. En skáldum er víst aldrei nógsamlega hrósað. Ritverk sem standa utan við skáld- skapaðan heim, tilbúnar persónur og söguþráð eru að verða tilteknum aldri höfunda töm. Margir eru þeir reyndir agitatorar; Einar Már Guðmunds- og Jónssynir, Björn Bjarnason og fleiri velktir bitar úr hruninni höll kaldastríð- svaldanna. Víst má fagna því að sam- félagsumræðan skuli endurbyggjast með þeirri rekahrúgu á fjörum lesenda. En allt eru það hoggin tré, sum sködduð eftir volkið, fæst nýtileg til nýrra bygg- inga, mest notuð í nýjar girðingar, rammsölt eftir langa útivist á höfum hugans og fúna eftir sprungum undir sól og vindum þegar á land eru komin. Við bíðum þess spennt að skáldið þjóni lund sinni og skrifi okkur sögur þótt greinar hans skemmti oss og hafi skarpan tón um liðna daga. 38 bækur Helgin 3.-5. júní 2011  Bókadómur Bavíani Bækur Páll Baldvin Baldvinsson pbb@frettatiminn.is Út er komin hjá Veröld seinni hluti Pálssögu eftir Ólaf Jóhann Sigurðsson sem forlagið hóf útgáfa á með stóru bindi í fyrra. Skáldverk Ólafs Jóhanns um Pál Jónsson blaðamann er uppgjör við mestu átaka- tíma síðustu aldar á Íslandi, hernámið og eftirstríðs- árin. Drekar og smáfuglar er lokabindi þessa mikla sagnabálks en áður eru komin út í einni kilju fyrri bindin tvö, Gangvirkið og Seiður og hélog. Ólafur Jóhann Sigurðsson (1918-1988) var einn af helstu stílsnillingum síns tíma. Persónurnar endurspegla margslungið andrúmsloftið í samfélaginu og eru í senn skoplegar og tragískar. Ólafur Jóhann hlaut bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs árið 1976, fyrstur Íslendinga. -pbb Drekar og smáfuglar í kilju Bavíani og aðrir apar Til dýrðar almenningsklósettum Einar Már Guðmundsson hefur verið öðrum höfundum duglegri í hruninu og kreppunni sem eftir fylgdi. Nú er önnur bók hans helguð þessu efni komin út. Naja Marie Aidt er skáldkona dönsk, fædd á Grænlandi og býr nú í New York eftir að hún fékk bókmennta- verðlaun Norðurlandaráðs fyrir smá- sagnasafn frá 2006. Baboon hét það á dönsku. Fimmtán smásögur, flestar með nokkuð mismunandi sniði en allar sama markinu brenndar, snilld- arlega samsettar og þaulhugsaðar í samþjöppuðu og niðurnjörvuðu formi hver um sig. Margar býsna bersögl- ar um myrka kima sálarinnar, siðs- kakka karla og konur, saklaus og sek fórnarlömb. Heimurinn sem Naja lýsir af svo mikilli fágun og skírleika í hugsun stendur okkur nærri; háir og lágir, ungir og gamlir, koma þar við sögu og yfir öllu stafar heiðum himni, undursamlegri birtu, en um leið ótta og hættu, skaðanum sem býr í sköp- uninni allri. Hún útmálar umhverfi í smáu af glögg- leika myndhugsunar, safnar saman í knappa texta miklu magni upplýsinga sem varpa ljósi á þröng svið og fáar persónur. Sprengikraftinn leysir hún svo úr læðingi á óvæntu augnabliki, gjarna undir það síðasta svo að grunlítill en óviss lesandi hrekkur við og allt söguefnið verður undurljóst á augabragði. Naja er mikill meistari, hún á að baki tvö eldri smásagnasöfn og ljóðabækur, er hálffimmtug og vinnur nú að skáldsögu. Hún kom hingað til lands á vegum Norræna hússins, sagði það sína þriðju heimsókn til landsins og taldi sögur sínar kjörnar til að lýsa aðstæðum uppgangstímans fyrir hrun. Þess gætir ekki nema að litlu leyti í sögunum nema þær höndla margar siðrof af einhverju tagi, láta persón- urnar standa strípaðar á endanum, flegnar öllum umbúðum. Nú þegar þýðingar Ingunnar Ásdísar- dóttur eru komnar á þessa litlu bók, sem þó heimtar nákvæman og hægan lestur, er ekki hægt annað en fagna því að safnið er komið út á íslensku og sem flestir njóti þess. Naja segir smásöguna henta vel og vera spennandi form. Það er alla vega í hennar sköpun. -pbb Rosabaugur yfir Íslandi, bók Björns Bjarnasonar, fyrrverandi ráðherra, um Baugsmálið og þræði þess um íslenskt samfélag, kom út í síðustu viku og var mest selda bókin í bókaversl- unum Eymundsson í vikunni sem leið. -óhþ Björn á toppnum  Bankastræti núll Einar Már Guðmundsson 185 bls. Mál og menning 2011 Einar Már Guðmundsson Ólafur Jóhann Sigurðsson.  Bavíani Naja Marie Aidt Þýðandi Ingunn Ásdísar- dóttir 200 bls. Bjartur 2011 Naja Marie Aidt, dönsk skáldkona, fædd á Grænlandi og býr í New York. SUMARHÚSIÐ & GARÐURINN Stútfull bók af hugmyndum og leiðbeiningum fyrir garðeigendur H N O T S K Ó G U R g ra fí s k h ö n n u n Hjálpar þér að hanna draumagarðinn þinn Fæst í bókabúðum um land allt Einnig hægt að panta í síma 578 4800 og á www.rit.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.