Fréttatíminn - 03.06.2011, Page 6
WWW.SKJARGOLF.IS
Lífeyrissjóðir kaupa hlut í HS Orku
Fjórtán lífeyrissjóðir hafa gengið frá samningum um
kaup á hlut í HS Orku við dótturfélag Alterra Power,
áður Magma Energy. Lífeyrissjóðirnir hafa stofnað
samlagshlutafélagið Jarðvarma til að halda utan um
eignarhlutinn fyrir hönd sjóðanna, að því er fram kemur
á síðu HS Orku. Magma Sweden selur 25% hlut af 98,5%
hlut sínum í HS Orku til Jarðvarma slhf. fyrir 8,06 milljarða króna. Keypt er á genginu
4,63 krónur á hlut. Jarðvarmi fær jafnframt kauprétt á nýjum hlutum í HS Orku á
genginu 5,35 krónur á hlut en verði kauprétturinn nýttur að fullu verður eignarhlutur
Jarðvarma í HS Orku 33,4 prósent. Samkomulagið felur einnig í sér rétt Jarðvarma til
að skrá sig fyrir allt að helmingi heildarhlutafjár HS Orku með kaupum á nýjum hlutum
sem HS Orka kann að gefa út í framtíðinni. Þeir lífeyrissjóðir sem standa að baki kaup-
unum eru Almenni lífeyrissjóðurinn, Eftirlaunasjóður FÍA, Festa lífeyrissjóður, Frjálsi
lífeyrissjóðurinn, Gildi lífeyrissjóður, Lífeyrissjóður bænda, Lífeyrissjóður starfsmanna
Búnaðarbanka Íslands, Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins – A-deild, Lífeyrissjóður
verkfræðinga, Lífeyrissjóður verslunarmanna, Lífeyrissjóður Vestmannaeyja, Stafir
lífeyrissjóður, Stapi lífeyrissjóður og Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda. -jh
H in alþjóðlega sinfóníuhljómsveit sem Melkorka mun spila í er til húsa í Hyogo-héraði í Japan en þar reið hinn frægi Kobe-
skjálfti yfir 17. janúar árið 1995. Stór hluti land-
svæðisins lagðist í rúst í hamförunum og á sjötta
þúsund manns létust.
„Hluti af uppbyggingarstarfinu eftir skjálftann
var að stofna þessa hljómsveit og reisa menningar-
höll eða listasetur á staðnum. Hljómsveitin er
ástríðuverkefni Yukata Sado, eins fremsta tónlist-
arstjórnanda Japana, en hann er listrænn stjórn-
andi sveitarinnar. Það er merkilegt að við hér
heima bölvum Hörpunni og segjum að það hefði
átt að hætta við framkvæmdina fyrir löngu. Jap-
anar tóku þá ákvörðun að byggja upp tónlistar hús
því menning væri svo mikilvægur liður í endur-
reisn á svæðinu.“
Melkorka var meðal hundrað umsækjenda um
stöðu flautuleikara í sinfóníuhljómsveitinni og eftir
langt ferli, meðal annars með áheyrnarprufum í
London, bauðst henni loks starfið.
Spurð um hvernig verkefni bíði hennar þegar
hún kemur út segir Melkorka að það sé stefna
sveitarinnar að taka þátt í mörgum fjölmennum
verkefnum. „Þetta er alvöru toppklassa sin-
fóníuhljómsveit. Hún er með í mörgum sam-
félagsverkefnum, spilar mikið fyrir ungt fólk og
skólakrakka. Til dæmis spilum við með tíu þúsund
manna kór í október.“
Melkorka var að kaupa sér flugmiða til Japans
og er að undirbúa flutninga. „Ég var að skrifa und-
ir samning við sveitina til allt að þriggja ára. Þetta
er allt að verða að veruleika og nú bíður mín íbúð
með hljóðeinangruðu herbergi þarna úti. Hug-
myndin með hljómsveitinni er að hún hjálpi manni
að komast áfram í þessum hljómsveitarheimi.“
Melkorka hefur hins vegar fengið heimild til að
koma til Íslands í haust til að spila einleik með Sin-
fóníuhljómsveit Íslands í Hörpunni 29. september.
Þóra Tómasdóttir
thora@frettatiminn.is
Útrás KlassísK tónlist
Melkorka segir Japana hafa veðjað á öflugt menningarstarf í endurreisninni eftir
Kobe-skjálftann. Stofnun sinfóníuhljómsveitarinnar var liður í því. Ljósmynd/Rut
Sigurðardóttir
Valin í japanska
sinfóníuhljómsveit
Flautuleikarinn Melkorka Ólafsdóttir var valin úr hundrað um-
sækjendum í stöðu flautuleikara hjá japanskri sinfóníuhljómsveit.
Það er
merkilegt
að við hér
heima
bölvum
Hörpunni og
segjum að
það hefði átt
að hætta við
framkvæmd-
ina fyrir
löngu. Jap-
anar tóku þá
ákvörðun að
byggja upp
tónlistarhús
því menn-
ing væri
svo mikil-
vægur liður í
endurreisn á
svæðinu.
Helgin 3.-5. júní 2011