Fréttatíminn


Fréttatíminn - 15.04.2011, Blaðsíða 16

Fréttatíminn - 15.04.2011, Blaðsíða 16
Foreldrar gegna lykilhlutverki við að móta heilbrigðan lífsstíl barna með góðu fordæmi og hispurslausum samræðum. Með því að kaupa áfengi fyrir unglinginn viðurkenna foreldrar að það sé eðlilegur hluti af lífi ungs fólks að drekka áfengi. Ekki kaupa þér vinsældir – vertu fullorðinn! E N N E M M / S ÍA / N M 4 6 2 9 0 „Ég vil vera svona ... hluti af hópnum.“ að, allt frá flutningi, umbúðum, tryggingum, flokkun og markaðssetningu, borgum við um 70 krónur á skinn, eða innan við 1% af söluverði. Bentu mér á atvinnugrein sem er með minni kostnað,“ segir Björn. Hann segir íslensku loðdýrabændurna ganga inn í óhemju öflugt kerfi í Danmörku. Uppboðshúsið sem öll íslensk skinn fara í gegnum er með um þriðjung alls útflutnings skinna frá Danmörku til Kína. „Kínverjar eru gríðarlega sterkir en þar í landi hefur verið mikill uppgangur í efnahagslífi, 8-11% hag- vöxtur á hverju ári undanfarinn áratug. Það leiðir af sér að fjöldi Kínverja er orðinn mjög auðugur og stöðugt bætist í þann hóp, jafnvel svo að maður gerir sér enga grein fyrir þeim stærðum. Þessi hópur sækir í það sem flott er á Vesturlöndum, einkum í Skandinavíu. Þeir sækja í danska hönnun, húsgögn, pelsa og annað sem virkilega fínt er.“ Íslensku skinnin meðal þeirra dýrustu „Uppboðshúsin í Danmörku eru með tæplega helming af allri minkaskinnasölu í heiminum og algerlega ráðandi, segja í raun til um, í krafti stærðarinnar, hvað er gott skinn og hvað ekki. Upphaflega var markaðssetningin samnorræn en Danir klufu sig frá henni fyrir um sex árum, vildu fara aðra leið. Við ákváðum að stökkva á vagninn með þeim, fannst það skynsamlegt og framleiðum því skinn með sama hætti og þeir. Það hefur komið í ljós að það var rétt ákvörðun enda best borgað fyrir þau skinn og svo verður á næstu árum og áratugum,“ segir Björn. Íslensk minkaskinn eru meðal þeirra dýr- ustu sem seljast nú. „Við höfum undanfarin ár verið í þriðja sæti í verði, á eftir Dönum og Norðmönnum, en fórum í fyrsta skipti upp fyrir Norðmenn í fyrra,“ segir Björn en tekur fram að slagurinn sé harður á toppnum. Í kjölfar þessara þriggja þjóða koma síðan skinn frá Svíþjóð, Lettlandi, Hollandi, Finn- landi, Þýskalandi, Ítalíu, Spáni, Frakklandi, Tékklandi, Eistlandi, Póllandi og Írlandi, að sögn Björns, en auk þess segir hann að Kan- adamenn og Bandaríkjamenn séu með góða framleiðslu. Áhugi erlendra aðila á að koma hingað Þrátt fyrir velgengni undanfarinna ára hefur gengið illa að fá nýja aðila í loðdýrarækt hér á landi. Líklegasta skýringin, að mati for- mannsins, er orðspor greinarinnar frá fyrri tíð. Þetta gæti þó verið að breytast því áhugi erlendra aðila á að koma inn í greinina hér á landi er að aukast. Björn segir að þegar sé danskur aðili kominn með bú hér á landi og á sýningu í Danmörku í mars hafi komið fram raunverulegur áhugi nokkurra aðila á að koma hingað til lands í rekstur. „Við vitum af áhuga frá Hollandi, Svíþjóð, Þýskalandi og Kanada. Það er fólk frá þessum löndum að koma hingað og skoða. Ég á von á því að innan tveggja ára verði komin hingað einhver erlend bú í viðbót.“ Stofnkostnaður við nýtt bú getur legið á bilinu 60 til 100 milljónir, að sögn Björns, en kostnaður er minni ef menn eru að bæta við. Breytum vandamáli í peninga Þrjár sameiginlegar fóðurstöðvar eru fyrir greinina, á Selfossi fyrir Suðurland, í Skaga- firði fyrir Skagafjarðar- og Eyjafjarðarsvæðið og í Vopnafirði fyrir svæðið þar í grennd. Síðan eru þrír aðilar með einkafóðurstöðvar. Nýttur er fiskúrgangur, m.a. úrgangur frá bleikjuslátrun, kjúklingasláturhúsum, öðrum sláturhúsum og kjötvinnslustöðvum. „Mikið af þessum úrgangi færi ella í urðun. Við erum því að breyta vandamáli í peninga. Ef við reiknuðum verðmæti kílós af þessum úrgangi eftir verðmæti skinnanna er erfitt að finna leiðir sem skynsamlegra er að fara en að hleypa þeim í gegnum minkinn,“ segir Björn. Gengi krónunnar hjálpar Formaður Sambands íslenskra loðdýra- bænda segir gengi íslensku krónunnar nú vinna með loðdýrabændum. „Hér var kolvit- laus gengisskráning enda virtist það alfa og ómega samfélagsins að hafa innflutning eins ódýran og kostur var til þess að fólk gæti haldið áfram að eyða peningum. Við loðdýra- bændur vorum með jafn góða framleiðslu og bændur annarra þjóða síðasta áratuginn en rétt skrimtum á þeim tíma,“ segir Björn. Komi gengi krónunnar til með að styrkjast, t.d. um 25%, eins og fram kom í spá Danske Bank fyrr í vikunni, segir Björn að loðdýra- bændur hefðu það engu að síður fínt áfram. „Það myndi alls ekki velta okkur, langt í frá.“ Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Uppboð á skinnum í Danmörku. Íslendingar ákváðu að fylgja Dönum í framleiðslunni. Það reyndist rétt ákvörðun enda fæst besta verð í heiminum fyrir þau skinn. Mismunandi litaafbrigði minksins, grátt og dökkt. 16 fréttaskýring Helgin 15.-17. apríl 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.