Fréttatíminn


Fréttatíminn - 15.04.2011, Blaðsíða 24

Fréttatíminn - 15.04.2011, Blaðsíða 24
Banki Líklega er fáum meira í nöp við nokkur fyrirtæki á landinu en viðskipta- bankana þannig að hér er ekki ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur. Einn álitsgjafanna sagði einfaldlega „pass“ við þessari spurningu: „Við erum bara ekki komin á þann stað að geta látið einhvern fronta þetta.“ Athygli vekur að Vigdís Finnbogadóttir fékk flestar tilnefningar í þessum flokki þannig að ætla má að færsælast þyki að tefla hér fram traustri manneskju sem jafnframt er fulltrúi saklausari tíma og lífsins eins og það var áður en gróðærið fór á fullt og ofvöxtur hljóp í bankana. Þó eru skoðanir skiptar og enn finnst fólk sem vill veðja á grjótharða viðskipta- og peninga- menn í þessu sambandi. „Vigdís Finnbogadóttir. Góð og grandvör kona. Landsmóðir sem fólk ber virðingu fyrir og treystir þrátt fyrir að hún hafi stigið á einhverjar við- kvæmar tær með innleggi sínu í Icesave-deiluna.“ „Í dag virðist vera trend í þá áttina að gera banka kvenlægari. Betra að branda þá með konum og tengja þá við gömlu góðu húsmæðrahagfræðina. Þess vegna væri alveg rakið að hafa Margréti Sigfúsdóttur, skólastjóra Hússtjórnarskólans, sem andlit banka og fulltrúa gamalla gilda.“ „Björn Hlynur Haraldsson er bankamaður dauðans. Ungur Gekko, vatns- greiddur í jakkafötunum – hann myndi selja þann banka endalaust!“ „Í því ástandi sem ríkir í þjóðfélaginu í dag verður talsmaður banka að vera tiltölulega meinlaus en um leið traustvekjandi. Hann má ekki hafa verið tengdur bönkunum að neinu leyti undanfarin ár. Ekki skemmir ef við könnumst við hann af góðu einu. Þess vegna held ég að Þorsteinn J. sé maðurinn í þetta. Og ef Simmi í Kastljósinu missir vinnuna þá væri hann kjörinn í þetta.“ „Þar sem flestir bankar landsins hafa glatað trausti almennings er þetta ansi snúið. En ef þú vilt láta passa peningana þína, virkilega passa þá, kemur bara einn til greina. Jón stóri er mað- urinn í þetta. Hver myndi ekki treysta honum fyrir peningunum sínum? „Helgi í Góu er alþýðleg- ur rekstrarmaður sem hefur aldrei skuldsett sig upp fyrir haus. Hann hefur verið grjótharður í baráttu fyrir réttlátara lífeyrissjóðakerfi og hefur því þá áru trausts sem venjulegt fók vill sjá eftir allt sem á undan er gengið.“ „Halla Tómasdóttir hefur aukið jafnvægi, heiðar- leika, ábyrgð og fjöl- breytni í fjármálaþjónustu á Íslandi.“ „Vilhjálmur Bjarnason og Gylfi Magnússon. Ef þessir kappar mæltu með banka myndi meirihluti þjóðarinnar treysta þeim.“ „Sölvi Tryggvason hugsar hlutina til enda og er mjög gagnrýninn. Hann myndi ekki taka þátt í einhverj- um skítabisness. Svo er hann svo myndarlegur – það skemmir ekki. Hann er ákaflega traustvekj- andi.“ Einnig nefnd: Gerður Kristný Benedikt Erlingsson Dorrit Moussaieff Birkir Hólm Guðnason María Ellingsen John Cleese Ilmur Kristjánsdóttir Gunnar Smári Egilsson Sigurjón Kjartansson Gosdrykkur Glaðlegi sprelligosinn Sveppi hefði getað selt átta ára barni Suzuki Vitara á uppgangstím- anum og hann hefur enn ekki tapað sjarmanum ef marka má álitsgjafa Fréttatímans. Hann var oftast nefndur sem heppi- legasti einstaklingurinn til að kynna gosdrykk, ýmist einn síns liðs eða með einhverjum fylgi- tunglum úr hans menn- ingarkima. Þá þykja einnig færi í því að tefla fram fólki sem er þekkt fyrir heilbrigðan lífsstíl til þess að afla gosdrykk almannahylli. „Það er erfitt að fá ein- hvern til að segja að eitthvað sé gott þegar flestir vita að það er það alls ekki. Spurning hvort Sveppi geti sagt unga fólkinu undir 15 ára að gosdrykkir séu af hinu góða.“ „Sveppi og Steindi Jr. – tveir snillingar sem eru aldrei í formi og því pott- þéttir kandidatar í ein- hvern sykurdrykkinn.“ Hverjum getum við treyst? Þegar glansmyndin um gósenlandið Ísland hrundi í kjölfar falls bankanna breyttist hræðsla og örvænting fljótlega í mikið reiðibál sem enn logar glatt. Tortryggni og vantrú eru helsta eldsneyti reiðinnar enda fauk allt traust út í veður og vind í hruninu. Almenningur telur sig ekki geta treyst neinu lengur, hvorki yfirvöldum, stofnunum, fólki né fyrirtækjum. Á velmegunarárum endalauss lánsfjár gat Bubbi Morthens selt fólki Land Rover og Páll Óskar fór létt með að kenna ungu fólki ráðdeild í fjármál- um í nafni fjármálafyrirtækis. Staðan er önnur í dag og sjálfsagt verður einhver breyting á þeim hópi dáðustu barna þjóðarinnar sem hægt er að nota til þess að auglýsa varning og þjónustu. Páll Óskar trekkir enn en er einhver til í að kaupa notaðan bíl af Bubba? Fréttatíminn leitaði til markaðs- og auglýsingafólks og annarra sem fylgjast vel með sveiflum á hinum viðkvæma markaði sem þrífst á almenningsálitinu, trausti og trúverðugleika í leitinni að dýrmætasta andliti Íslands eftir hrun. Hverjum treystum við ennþá og hver getur leitt auglýsingaherferð fyrir banka og gos- drykk og verið andlit hvatningarherferðar fyrir því að fá fólk til að ferðast innanlands? Líklega er fáum meira í nöp við nokkur fyrirtæki á landinu en viðskiptabankana þannig að hér er ekki ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur. Einn álitsgjafanna sagði einfaldlega „pass“ við þessari spurn- ingu: „Við erum bara ekki komin á þann stað að geta látið einhvern fronta þetta.“ Þá þykja einnig færi í því að tefla fram fólki sem er þekkt fyrir heilbrigðan lífs- stíl til þess að afla gos- drykk almannahylli. 24 úttekt Helgin 15.-17. apríl 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.