Fréttatíminn


Fréttatíminn - 15.04.2011, Blaðsíða 28

Fréttatíminn - 15.04.2011, Blaðsíða 28
K raftaverk þykir að Helga Sigríður skuli vera á lífi en hún er eina tilfellið sem skráð er í heiminum með þessa tegund af rofi í kransæð. Hún var fílhraust og æfði fimleika af fullum krafti þegar hún einn nóvembermorgun í fyrra varð í fyrsta sinn vör við að eitthvað amaði að henni. Helga Sigríður: „Ég var í skólasundi og kom aðeins of seint í tímann. Hinar stelpurnar voru komnar út í og búnar að synda einn hring. Ég dreif mig út í laug og fann fyrir smá verk í brjóstinu. Litlum sting sem svo varð meiri þegar ég fór að synda. Eftir hálf- an hring í lauginni var mér orðið illt í öllum brjóstkass- anum og átti erfitt með að anda. Ég synti að línunni sem aðskilur brautirnar og hékk á henni smá stund. Mér leið svo illa að ég fór að gráta og fékk að fara upp úr. Einhvern veginn sikksakkaði ég inn í klefa þar sem ég byrjaði að kasta upp.“ María: „Þar hné hún niður í sturtuklefanum. Svo einkennilega vildi til að á svæðinu var kona sem er hjúkrunarfræðingur á slysa- deildinni.“ Helga Sigríður: „Hún greip mig og lagði mig niður. Ég man mjög óljóst eftir þessu en þar lá ég og allt í einu voru mamma og pabbi komin á staðinn. Ég sá allt í móðu en man augnablik eftir mér á börunum á leið út í sjúkrabíl.“ Áhugasöm um spítala Fannstu til? Helga Sigríður: „Já, þetta var mjög sárt og ég hafði ekki lent í neinu svona áður. Ég hafði aldrei handleggsbrotnað eða puttabrotnað eða slasast svo ég vissi ekkert hvernig það var.“ Gerðir þú þér grein fyrir að það væri eitthvað alvarlegt að? Helga Sigríður: „Ég fann að ég var eitthvað veik en vissi ekki hversu mikið. Ég hef alltaf haft áhuga á spítölum og horfi mikið á Grey’s Anatomy. Mér hefur alltaf þótt spennandi að fara í sjúkrabíl og vita hvernig það er ef eitthvað kemur fyrir. Nú veit ég hvernig það er.“ En hvernig verður móður við að fá svona fréttir? María: „Ég fékk símtal og mér var sagt að Helga Sigríður væri eitthvað drusluleg í sundi, hefði misst meðvitund og sjúkrabíll væri kominn á staðinn. Ég hugsaði hvaða drama þetta væri og hélt kannski að hún hefði gert sér upp veikindi til að sleppa við skólasund.“ Helga Sigríður: „Ég hef oft kvartað yfir skyldu- sundi og finnst það ekki skemmtilegt.“ María: „Ég ákvað að kippa prjónunum með ef ske kynni að ég þyrfti að hanga eitthvað á slysa- varðstofunni. Ég fór hins vegar ekki aftur heim til mín fyrr en sex vikum seinna. Sjokkið kom um leið og ég sá hana liggjandi á gólfinu í búnings- klefanum gráa í framan.“ Hjartastopp María: „Hún var nokkurn veginn með meðvitund þegar við komum að henni í bún- Risin upp aftur Helga Sigríður Sigurðardóttir, tólf ára stelpa, hné niður í sundlauginni á Akureyri með kransæðastíflu. Í kjölfarið fékk hún hjartaáfall og reyndist vera með æðakvilla sem hvergi hefur sést í svo ungu barni í heim- inum áður. Eftir mikla baráttu fyrir lífi sínu er stelpan risin upp og staðráðin í að endur- heimta krafta sína. Þóra Tómasdóttir ræddi við hana og móður hennar, Maríu Egilsdóttur. Ég ákvað að kippa prjónunum með ef ske kynni að ég þyrfti að hanga eitthvað á slysavarðstofunni. Ég fór hins vegar ekki aftur heim til mín fyrr en sex vikum seinna. Mæðgurnar vona að nú sé sjúkrasaga Helgu Sigríðar brátt á enda en til stendur að gera lokavið- gerð á kransæðinni í vikunni. Framhald á næstu opnu 28 viðtal Helgin 15.-17. apríl 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.