Fréttatíminn


Fréttatíminn - 15.04.2011, Blaðsíða 68

Fréttatíminn - 15.04.2011, Blaðsíða 68
60 dægurmál Helgin 15.-17. apríl 2011  TónlisT Hafdís Huld HiTar upp fyrir Bandaríkjaferð Floridana VIRKNI – safar sem virka. Rauður Floridana VIRKNI var einn þriggja virknidrykkja sem hlaut viðurkenningu á hinni alþjóðlegu keppni ‘Beverage Innovation Functional Drink Awards’ í ár. Hann gefur orku og eykur einbeitingu. Hollur og bragðgóður ávaxtasafi án viðbætts sykurs. VIRKNI É g hélt svona tónleika heima hjá mér um jólin í fyrra en þá var vont veður um allt Bretland og ég þurfti að afboða tónleika hér og þar. Ég tók ekki áhættuna á að verða veðurteppt yfir jólin svo að ég ákvað að bæta fólki það upp með því að senda út tónleika úr eldhúsinu mínu,“ segir Hafdís Huld sem öðlast sífellt meiri vinsældir um heiminn. Þúsundir fylgdust með gjörningn- um á vefsíðunni hennar en hún hafði auk þess boðið öllum nágrönnum sínum að vera viðstaddir tónleikana á heimilinu. „Fólk kom með börnin sín og fékk sér kakó og smákök- ur. Hundurinn minn skottaðist þarna um líka og þetta var allt mjög heimilislegt.“ Hafdís Huld óskaði eftir skilaboðum frá tónleika- gestum um hvar í heiminum þeir væru stadd- ir og fékk viðbrögð frá öllum heimshornum. „Vegna tímamismunarins á milli landa fannst mér best að endurtaka leikinn á frídegi svo að sem flestir geti fylgst með útsendingunni. Ég valdi því annan í páskum, klukkan átta að íslenskum tíma.“ Önnur plata hennar, Synchronized Swim- mers, kemur út í Bandaríkjunum á næstunni og 28. apríl hefst tónleikaröð hennar um Bandaríkin. „Þetta verða ágætis upphitunar- tónleikar.“ Hafdís Huld er að leggja lokhönd á sína þriðju plötu sem væntanleg er með vorinu og á tónleikunum hyggst hún prófa sig áfram með nýjum lögum í bland við eldri. Tónleikarnir fara fram í eldhúsinu í húsi sem Hafdís Huld festi nýlega kaup á í Mos- fellsdalnum. Þar stendur hún í stórræðum þessa dagana við að rífa niður veggi og inn- rétta hljóðver. thora@frettatiminn.is Hafdís Huld efnir til nettón- leika frá heimili sínu á annan í páskum og hægt verður að fylgjast með viðburðinum á slóðinni hafdis- huld.com Hafdís Huld treður upp með gítarinn í eldhúsinu í nýja húsinu sínu í Mosfellsdal. Nettónleikar úr eldhúsinu Lj ós m yn d/ H ar i „Reksturinn á Kattholti hefur alltaf verið þungur en nú verður efnt til fjáröflunar með basar þar sem alls kyns páskaskraut, sniðugt kisudót og tertur verður á boðstólum. Hjá okkur eru flækingskettir og yfir- gefnir kettir og alla þarf að fæða og veita umhyggju. Við björgum líka þeim sem hafa sætt illri með- ferð og reglulega eru skildir eftir pappakassar með kettlingum á tröppunum hjá okkur,“ segir Anna Kristine Magnúsdóttir, nýr for- maður Kattavinafélags Íslands. „Á laugardaginn verður hægt að ættleiða ketti sem eru tilbúnir að fara inn á heimili og hafa þá verið teknir úr sambandi, ormahreins- aðir og örmerktir. Svo er líka hægt að taka að sér kettlinga.“ 15 þús- und krónur kostar að fá læðu en fress eru á 13 þúsund krónur. Allt að 180 kettir eru í Kattholti á sama tíma og nú þarf að koma mörgum þeirra fyrir á góðum heimilum. Anna Kristine segir það áhyggjuefni að kettir gleymist um páska þegar fólk fer í frí. Við viljum minna á að hér er starf- rækt gæsla á heimilisköttum sem þurfa þak yfir höfuðið í lengri eða skemmri tíma á meðan eigendurn- ir eru í burtu frá heimilunum.“ Hún segir að til standi að endur- nýja öll búr í húsinu svo að betur fari um dýrin. -ÞT  anna krisTine formaður kaTTavinafÉlagsins Ættleiðingardagur í Kattholti Á morgun, laugardag, verður ættleiðingar- dagur í Kattholti þar sem fólki gefst kostur á að taka að sér ormahreinsaða og eyrnamerkta ketti sem hafa verið teknir úr sambandi. Finna þarf fjölmörgum köttum nýtt heimili. Anna Kristine óttast að kettirnir gleymist yfir páskana og minnir á kattagæsluna í Kattholti. Lj ós m yn d/ H ar i Grænn kostur • Skólavörðustíg 8 • 101 Reykjavík Sími: 552 2028 • www.graennkostur.is hnetusteik Vinsamlegast pantið tímanlega Páska hnetusteik | 800 gr Bættu við villisveppasósu | 490 kr. Ljúffeng og næringarrík hátíðarsteik fyrir alvöru sælkera Inniheldur engar mjólkurafurðir, glúten eða egg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.