Fréttatíminn


Fréttatíminn - 15.04.2011, Blaðsíða 51

Fréttatíminn - 15.04.2011, Blaðsíða 51
Ein kenning er: Þú skalt ekki hita matinn upp fyrir 45°C vegna þess að það drepurðu ensímin. Og ensímin eru okkur lífsnauðsyn- leg. Það sem vantar í þessa kenningu er að líkami þinn tekur gulrótar-ensímum eins og hverju öðru próteini. Ef það er enn virkt þegar það lendir í meltingarveginum munu sýrur og aðrir meltingarvökvar brjóta það niður og melta. Líkaminn býr sjálfur til allt það ensím sem hann þarf. (Alveg eins og líkaminn býr sjálfur til kólesteról og þess vegna eykur það ekki kólesteról í blóði að borða egg með miklu kólesteróli.) Önnur kenning: Við innbyrðum alltof mikið af eiturefnum og verðum að hjálpa líkam- anum að hreinsa sig. Líkaminn hefur sitt eigið kerfi til að hreinsa út óæskileg efni. Það gerist í lifur og nýrum. Laxering eða detox flýtir ekki fyrir þessari úrvinnslu. Það er álíka áhrifaríkt og að endurraða húsgögnum í stofunni til að mæta fjárhagsvandræðum. Jurtir með mikið af blaðgrænu vinna súrefni úr koltvísýringi með aðstoð sólar- ljóss. Það hjálpar hins vegar ekki upp á súrefnisinntöku okkar að borða þessar jurtir. Við höfum lungu til að taka inn súrefni. Ef blaðgrænan í maganum á að virka þurfum við að leiða þangað slöngu með koltvísýringi og aðra með sterku ljósi. Og leggja síðan pípu frá maganum upp í lungu. Fullyrðingar um að eitthvert efni dragi úr vexti krabbameinsfrumna eru vanalega byggðar á tilraunum í rannsóknarstofu. Efnum er þar hellt yfir krabbameinsfrumur í glasi og ef það dregur úr fjölgun frumnanna er efnið markaðssett sem fyrirbyggjandi lausn við krabbameini. Meltingarvegurinn og upptaka líkamans á efnum er hins vegar miklu flóknari veröld en tilraunaglasið. Oft- ast er ekkert samhengi á milli þess hvernig frumurnar bregðast við efninu í glasinu og hvaða virkni efnið hefur þegar það kemur í líkamann. Fullyrðingar um að einhver matur sé góð vörn gegn tilteknum sjúkdómum byggjast vanalega á könnunum þar sem mikill fjöldi fólks er spurður í þaula um matarneyslu og sjúkdómasögu. Síðan eru svörin keyrð saman og ef í ljós kemur fylgni milli þess að borða hrökkbrauð og minni tíðni geðklofa, eru niðurstöðurnar sendar út sem frétta- tilkynning frá alþjóðasamtökum hrökk- brauðsframleiðenda. Þetta eru hins vegar engin vísindi. Vísindi ganga út á að setja fram tilgátu og sannreyna hana. Að fiska upp svona fylgni úr gruggugu vatni er að búa til spurninguna á eftir svarinu. Og horfa fram hjá öðrum breytum. Þekkt dellukenning var að rauðvín væri hollt af því að Miðjarðarhafs- þjóðirnar drekka rauðvín og þjást síður af hjartasjúkdómum. Til að fá þessa niðurstöðu þarf að líta fram hjá öllum öðrum þáttum ólíks lífsstíls, neyslu og samfélags. Það má allt eins halda því fram að kaþólska sé góð vörn gegn kransæðastíflu. Nokkrar mikilsmetn- ar dellukenningar  Háskólasamfélagið Endalok upplýsingaraldar ii Ef þú notar MasterCard kort frá Kreditkorti gætirðu tryggt barninu þínu ógleymanlega upplifun. Nafn eins barns á aldrinum 7–9 ára verður dregið út og fer ásamt fylgdarmanni á UEFA Champions League úrslitaleikinn á Wembley 2011 og fær að leiða leikmenn inn á völlinn í boði MasterCard, aðalstyrktaraðila UEFA Champions League. Til að taka þátt þarf að nota MasterCard kortið a.m.k. 10 sinnum frá 14. apríl–15. maí 2011. UPPLIFUN SEM ALDREI GLEYMIST Barnið þitt gæti fengið að leiða leikmann inn á völlinn í UEFA Champions League úrslitaleiknum á Wembley 28. maí 2011 í London Dregið vikulega um skemmtilega aukavinninga Skráðu þig til leiks á www.kreditkort.is Opið virka daga kl. 9 -18, lokað á laugardögum 1. maí til 31. ágúst • Stórhöfða 25 • Sími 569 3100 • eirberg.is Ferðanuddbekkur • Stillanlegur höfuðpúði • Stuðningur fyrir handleggi • Hæðarstilling 59-86 cm • Burðargeta 250 kg • Þyngd 16 kg Verð 59.890 kr. Nuddstuðningur á borð • Passar á flest borð • Stillanlegur höfuðpúði • Taska fylgir Verð 22.780 kr. Kynnum nýjar vörur frá Sissel Nuddstóll • 7 stillimöguleikar • Þyngd 8,5 kg • Taska fylgir Verð 67.980 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.