Fréttatíminn


Fréttatíminn - 15.04.2011, Blaðsíða 50

Fréttatíminn - 15.04.2011, Blaðsíða 50
 Stefnur og Straumar í matarheimum andupplýSing m ótor hins risavaxna lífselexírs-iðnaðar er drifinn áfram af placebo-áhrifum. Þegar þú reynir nýja lausn við vanda þínum fyllistu von um árangur og þessi von gefur betri líðan og dregur úr neikvæðum áhrifum vandans. Til að byrja með virðist lausnin því virka skjótt og vel. Ef vandinn er hins vegar rótgróinn eða síendurvakinn með hegðun eða vegna umhverfis er hætt við að placebo-áhrifin fjari út á fáeinum vikum eða mánuðum. Lausnin hættir að virka og vandinn læðist aftur að. Þá getur fólk snúið sér að næstu töfralausn og endur- vakið placebo-áhrifin. Og síðan koll af kolli í gegnum blómafræfla, aloe vera, sellýsi, glúten-föstu, hráfæði, Herbalife, magn- esíum eða hvað sem er í tísku þann daginn. Skaðlaust líkamanum en skaðar heimsmynd Nú er rétt að taka fram að eitthvert þess- ara efna kann að hafa einhverja virkni sem hefur nýst einhverjum einhvern tíma. En þegar horft er á torfurnar af fólki sem reika um lífselexírs-rekka búðanna, þræðir meðferðir heilsuráðgjafa og þvælist um netið í leit að lausnum, er augljóst að heilt yfir er þessi heimur tóm þvæla. Heilsa sumra batnar vissulega á þessari leið en það er fyrst og fremst vegna þess að alls staðar fylgja með ráðleggingar um meiri hreyfingu og fjölbreyttara fæði. Það verður hins vegar enginn ríkur af að selja þetta tvennt. Þetta er næstum ókeypis. Þess vegna er fólki seldar alls kyns töfralausnir í pillu- glösum eða leiðarvísum sem eru sjaldnast skaðlegar líkamlegri heilsu en geta hoggið í fjárhaginn og sent sjálfsmynd og heims- skilning fólks aftur fyrir endurreisn. Þetta er hin nýja galdratrú. Hún byggist að sumu leyti á syndafalli. Hinn manngerði heimur vísindalegrar þekkingar er í and- stöðu við hinn náttúrulega heim. Vísindin eru nokkurs konar gullkálfur. Okkur hefn- ist fyrir að tilbiðja þau. Þörf hinna heilbrigðu fyrir lækningu Að sumu leyti sækir galdratrúin kraft í persónuleg vonbrigði með þessi sömu vísindi. Með ofurvexti heilbrigðiskerfisins hefur vægi þess í hugarheimi okkar vaxið og við leitum þangað í æ ríkari mæli með vanda sem kerfið kann engin ráð við og var ekki útbúið til að leysa. Biðstofur heilbrigð- iskerfisins eru nú fullar af heilbrigðu fólki sem barmar sér vegna slens, slappleika, ólundar og almennrar vansældar. Þetta eru neyslukynslóðirnar sem vilja kaupa sér áfyllingu á lífsþróttinn. Eins og við getum ímyndað okkur hefur heilbrigðiskerfið tekið þessu fólki fagnandi; það er lykillinn að því að gera alla – sjúka jafnt sem heil- brigða – að greiðandi kúnnum. En lausnir kerfisins á vanda þessa fólks virka ekkert betur en aðrar töfralausnir sem eru seldar utan kerfis, enda er vandi kúnnahópsins ekki efnafræðilegur eða líkamlegur heldur andlegur. Grasalæknir í læknaslopp – læknir með prestasvip En þótt vísindatrúin sé á undanhaldi er hún enn ríkistrú. Af þeim sökum eru kenningar og söluaðferðir lífselexírs-sölu- manna klæddar í vísindalegan búning – grasalæknir í læknaslopp selur lausnir í apótekaraglösum. Kenningarnar hljóma líka röklegar þótt þær séu tóm þvæla og eru studdar tilvísunum í rannsóknir sem standa ekki undir nafni. Þegar lífselexírs-sölumenn- irnir klæðast eins og læknar og læknarnir vilja selja lausnir á andlegu hugarvíli verður sífellt erfiðara að greina vitið frá vit- leysunni. Og sam- talið þarna á milli minnir á Icesave. Andstæðar fylk- ingar fræða okkur um ógnina af hinum; kjóstu mig af því að hinn mun drepa þig. Ólæsissamfélag á netinu  endalok upplýSingaraldar iii  háSkólaSamfélagið endalok upplýSingaraldar i Þórir Bergsson og Gunnar Smári Egilsson matur@frettatiminn.is 42 matur Fyrir hundrað, tvö eða þrjú hundruð árum lögðu vel innan við fimm prósent Vesturlanda- búa stund á langskólanám. Þótt ungmenni úr efri stéttum hafi haft forgang að þessum gæðum fundu öll samfélög einhverjar leiðir til að veiða þá allra greindustu upp úr öðr- um stéttum. Háskólar voru því lokuð samfélög byggð úr- vali fólks – eða það var í það minnsta hugmyndin. Endur- reisnin, siðaskiptin og upp- lýsingabyltingin voru afurðir þessa samfélags og líka sjálfs- mynd: Háskólarnir rifu sam- félagið upp úr hindurvitnum myrkra alda og voru leiðarljós til bjartari framtíðar. Þótt mannskepnan sé síður en svo greindari í dag en fyrr á öldum ræðst nú yfir helm- ingur fólks í háskólanám. Þótt slíkt nám auðgi líf hvers þess- ara einstaklinga segir það sig sjálft að þessi holskefla meðal- greindra hefur ekki góð áhrif á Háskólasamfélagið. Hægt og bítandi draga Háskólarnir úr kröfum til nemenda, upp- dikta nýjar námsgreinar sem hæfa illa undirbúnum nem- endum og aðlaga starfsemi sína að því að hafa ofan af fyr- ir breiðfylkingu fólks sem er lokuð millum æsku og fullorð- inslífs og ekkert rúm er fyrir í samfélaginu. Niðurstöður þessarar tilraunar eru þegar komnar fram. Hinn harði kjarni afburðafólks heldur vissulega áfram að auka við þekkingu mannsins, en í stað þess að þessi kjarni lyfti þeim upp sem næstir standa þá togar fjöldinn þá niður á plan meðalmennsku og gutls. Og þetta gutl er orðið helsta framleiðsla háskólanna: froða um einskis verða hluti, blábiljur og hindurvitni sett í gáfulegan búning, stjörnu- spekingur í læknaslopp. Auðvitað var ekki skothelt vit í öllu því sem kom frá há- skólasamfélaginu fyrr á öld- um. Það var óttaleg þvæla flest og hið raunverulega vit átti erfitt með að brjótast þar fram, sem annars staðar. En regindjúp þvælunnar og ógn- arhávaði heimskunnar er svo gegndarlaus í dag að vitið er bæði hulið og týnt. Ímyndum okkur ballett- heiminn. Hann er harður og aðeins þeir sem best eru af Guði gerðir og leggja harðast að sér fá að dansa mikilvæg- ustu hlutverkin í stærstu hús- unum. Þannig vildi Háskólinn vera. Í dag eru hins vegar allir á sviðinu, stirðir jafnt sem lið- ugir, taktvissir sem ómúsík- alskir. Og allir taka framför- um, hver um sig batnar. En ballettinn eins og við þekkj- um hann – og viljum njóta – er dauður. Hann er orðinn enn einn spegill meðalmennsk- unnar. Hin myrka nýöld Útþynnt menntun Jákvæð áhrif af læsi eru ekki bundin við tæknina, það að geta lesið og skilið texta. Áhrifin af því að búa í læsu samfélagi eru mun meiri. Í læsu samfélagi á sér stað ritað samtal til hliðar við hið talaða mál. Það samtal er ekki eins rokgjarnt og hið talaða; það má skoða aftur, gagnrýna, betrumbæta og byggja ofan á. Þótt lestrartæknin hafi lítið breyst frá steintöflum til tölvu- aldar hefur þetta ritaða samtal umbreyst á sama tíma. Í fyrstu var það innmúrað í heim presta og æðstu stétta. Það tók ekki flugið fyrr en það losnaði undan hægagangi afritunar og var prentað í vélum. Þá breidd- ist það út og umbreytti heims- mynd meginþorra fólks; hún sveiflaðist ekki lengur eftir tröllasögum og frásögnum síðasta vitnis heldur meitlaðist þegar reynt var að afsanna fullyrðingarnar. Hið ritaða orð var takmörk- uð auðlind. Haldið var utan um hana á afgirtum svæðum; í bókum, tímaritum og blöðum. Beitt var ritstýringu eða rit- rýni til að takmarka aðgang- inn. Þannig var hið ritaða mál ekki endurmynd hins talaða máls, heldur frekar eins og úrval af því besta. Og með því að byggja ofan á þetta úrval þokaðist mannskilningurinn og heimsmyndin áfram. Með tölvunum og netinu féllu forsendur fyrir takmörk- un hins ritaða máls. Skyndi- lega geta allir birt texta, alltaf. Og þar sem enginn nær að rit- stýra flóðinu eða ritrýna verð- ur allur þessi texti eilítið graut- arlegur. Þrátt fyrir það reynir fólk ekki að byggja upp nýjan vettvang ritstýrðrar samræðu heldur verður sannfært um að ruglandi sé vegna þess að ekki sé nóg birt. Wikileaks tekur við af blaðamennsku. Þótt netið sé fullt af texta ber það öll merki ólæsis- samfélags. Það er veröld án hindrana og þröskulda og þar slettist vitleysan upp um alla veggi. Þótt blogg og Fésbók séu vissulega skrifaðir heimar eru þeir í eðli sínu ólæsir, eins konar heitir pottar; samtal sem getur hvorki vaxið né leitt til niðurstöðu heldur vellur áfram. Hugsanlega er það vegna oftrúar okkar á framfarir að okkur hættir til að trúa að hið nýja sé alltaf betra. Af þeim sökum hefur óðamála kjafta- gangurinn af netinu smitast yfir á hina hefðbundnu prent- miðla og dregið samtal þeirra niður á ólæsisstigið þar sem öll mál verða tilfinningamál og í heita pottinn þar sem meiru skiptir hver sagði hvað heldur en hvað var sagt. Þegar módernisminn stóð ekki við stóru loforðin skaut rótum á Vesturlöndum krónísk vantrú á vísindi og sannreynda þekkingu. Eins konar andupplýsing fór eins og eldur um andlegu sinuna sem módern- isminn hafði þurrkað upp. Skyndilega varð ekkert of vitlaust til að hljóma nokkuð sennilegt. Matur Helgin 15.-17. apríl 2011 Í stað þess að taka matnum sem gleðigjafa, orku og næringu nálgumst við hann núna eins og seiðkarlar, fínstillum áhrif einstakra efna svo að þau færi okkur eilíft líf en steypi okkur ekki niður í eilíft myrkur. Ljósmyndir/Nordic Photos/Getty Images Textamagn- ið á Fés bók Marks Zucker berg vex með ógnar hraða en hættan er að vitið þynnist út og farnist svipað og verðmæti gjaldmiðla undir óhóflegri seðlaprent- un. Þegar lífs­ elexírs­sölu­ menn irnir klæðast eins og læknar og lækn­ arnir vilja selja lausnir á andlegu hugarvíli verður sífellt erfiðara að greina vitið frá vit­ leysunni. Á s k r i f t í síma 578-4800 og á w w w.rit.is Tryggðu þér eintak á næsta blaðsölustað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.