Fréttatíminn


Fréttatíminn - 15.04.2011, Blaðsíða 58

Fréttatíminn - 15.04.2011, Blaðsíða 58
50 bíó Helgin 15.-17. apríl 2011 L umet var 86 ára þegar hann lést á heimili sínu á Manhattan en hann var sannkallaður New York- búi, eins og kollegar hans Woody Allen og Martin Scorsese, og allir eiga þeir það sameiginlegt að borgin þeirra er oftar en ekki ein að- alpersónan í myndum þeirra. Lumet var tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir leik- stjórn árið 1957 fyrir frum- raun sína 12 Angry Men með Henry Fonda í aðalhlutverki. Hann var síðan tilnefndur 1975 fyrir Dog Day Afternoon og strax árið eftir fyrir Net- work og síðan The Verdict árið 1982 þar sem Paul Newman sýndi stórleik í hlutverki út- brunnins lögmanns. Lumet hreppti verðlaunin aldrei en Akademían spælsti á hann heiðurs-Óskari seinna meir. Fjórtán mynda hans voru til- nefndar til Óskarsverðlauna í ýmsum flokkum og þannig hreppti Network fern af þeim tíu verðlaunum sem hún var tilnefnd til. Lumet leit alla tíð á kvik- myndagerð sem samstarfs- verkefni og gaf lítið fyrir hug- myndina um leikstjórann sem einvald. Hann var því sérlega vel liðinn af leikurum, hand- ritshöfundum, kvikmynda- tökumönnum og öðrum sem komu að gerð mynda hans þar sem hann var ætíð til í hug- myndavinnu með samstarfs- fólki sínu og mjög opinn fyrir skoðanaskiptum. Gott sam- band Lumets við leikara sína skilaði sér iðulega í frábærri frammistöðu þeirra og hann var verðskuldað kallaður „leikstjóri leikaranna“. Og það voru heldur engir smá leik- arar sem blómstruðu undir handleiðslu Lumets en þeirra á meðal voru Ralph Rich- ardson, Marlon Brando, Richard Burton, Kathar- ine Hepburn, James Ma- son, Sophia Loren, Rod Steiger, Vanessa Redgrave, Paul Newman, Sean Con- nery, Charlotte Rampling, Henry Fonda, Dustin Hoff- man, Albert Finney, Sim- one Signoret, Anne Banc- roft og vitaskuld Al Pacino í innmúruðu klassíkerunum Serpico og Dog Day Afternoon. Árið 1973, á milli The God- father og The Godfather Part II, gaf Pacino sér tíma til að bregða sér í hlutverk löggunn- ar Serpico. Í myndinni sagði Lumet sanna sögu af lög- reglumanni í New York sem kjaftaði frá spillingu innan lögreglunnar til þess eins að fá félaga sína upp á móti sér með slæmum afleiðingum. 1975 lék Pacino síðan undir stjórn Lumets í þeirri frábæru mynd Dog Day Afternoon þar sem Pacino túlkar örvænt- ingarfullan ungan mann sem reynir að ræna banka til þess að fjármagna kynskiptaað- gerð ástmanns síns. Gíslatak- an endar í einum allsherjar fjölmiðlasirkus og rugli. Þótt listinn yfir eðalmyndir Lumets sé langur var hann síður en svo óskeikull og fer- ill hans til dæmis ekki jafn og öflugur eins og hjá sveitunga hans Scorsese. Lumet hóf ferilinn með glæsibrag með 12 Angry Men og lauk honum með gríðarsterkri glæpasögu, Before the Devil Knows You’re Dead, árið 2007 og þar á milli leynast slíkir gullmolar að Lu- met er óumdeilanlega einn af snjöllustu leikstjórum Banda- ríkjanna á síðari hluta 20. ald- arinnar.  Sidney Lumet RiSi faLLinn fRá  bíódómuR SouRce code  fRumSýndaR  Leikstjóri leikaranna Daginn sem Íslendingar gengu til kosninga um Icesave-samninginn kvaddi bandaríski leikstjórinn Sidney Lumet þennan heim. Eftir Lumet liggja rúmlega fimmtíu kvikmyndir sem margar hverjar eru ógleymanlegar og sígildar. Lumet hafði einstakt lag á því að laða það besta fram hjá leikurum sínum en hann gerði til dæmis myndir með ekki ómerkara fólki en Richard Burton, Katharine Hepburn, Al Pacino, Sean Connery, Dustin Hoffman og Sophiu Loren. H ermaðurinn Colter Stevens kem-ur beint af vígvellinum í Afgan- istan inn í vægast sagt sérkennilegt verkefni. Með glænýrri tækni er hægt að senda vitund hans yfir í huga og minningar nýlátins manns og þar getur hann valsað um í þær átta mín- útur sem það tekur mannsheilann að slökkva endanlega á sér eftir líkams- dauðann. Colter hrekkur því ítrekað upp í lík- ama mannkynssögukennara um borð í farþegalest átta mínútum áður en hryðjuverkamaður sprengir lestina í loft upp og drepur alla um borð. Verk- efni Coulters er að finna sprengju- manninn svo hægt sé að koma í veg fyrir frekari hryðjuverk hans. Myndinni vindur skemmtilega fram í hinum síendurteknu átta mín- útna innlitum Stevens en eftir því sem honum mistekst oftar verður hann einhvers vísari og færist nær því að finna vonda kallinn. Á sama hátt kynnist hann sessunauti sínum, bráðhuggulegri konu, betur og betur á þessum sömu endalausu átta mín- útum og tilfinningar hans til hennar verða stöðugt heitari. Sagan er áhugaverð og þrátt fyrir þröngan ramma lestarinnar og mín- útnanna átta nær myndin upp góðri spennu og samúð með persónunum sem er býsna gott þar sem allir í lest- inni eru í raun steindauðir þegar Col- ter mætir á staðinn. Source Code hefur notalegt, dálítið gamaldags yfirbragð. Nett Hitch- cock-stemning svífur yfir vötnum og Stevens minnir um margt á hinn venjulega mann sem þarf að takast á við óvenjulegar aðstæður í myndum Hitchcocks. Jake Gyllenhaal skilar Stevens með sóma og er sjálfum sér líkur í hlutverki Stevens, krúttlegur og harður í senn. Hann er svo dyggilega studdur af leikkonunum Michelle Monaghan og Vera Farmiga. Sú fyrrnefnda er heillandi í hlutverki ferðafélaga Gyllenhaals og Farmiga er bæði grjóthörð og ljúf í hlutverki tengiliðs Stevens við samtímann. Þórarinn Þórarinsson Arfleifðin í farteskinu, annar hluti Draumsins um veginn, fimm hluta kvikmyndabálks Erlends Sveinssonar um pílagrímsgöngu Thors heitins Vilhjálmssonar til Santiago de Compostela á Norðvestur-Spáni, verður frumsýndur í Bíó Paradís á föstudag. Meginstef þessa hluta er menningararfleifðin og nauðsyn þess að varðveita hana og nærast af henni en Thor skilgreinir sjálfan sig á veginum gjarna sem menningarpílagrím. Í Arfleifðin í farteskinu heldur Thor áfram göngu sinni um Rioja-héraðið á Spáni og sem leið liggur inn í Kastilíu. Þar verður höfuðborgin Burgos skáldinu áhrifamikill viðkomustaður. Eftir Burgos skiptast á fjölbreytileg þorp og korn- akrar spænsku hásléttunn- ar (Mezeta) en Arfleifðinni í farteskinu lýkur í bænum Fromista í Palenciu-héraði. Um 345 km eru þá að baki af þeim 800 sem Thor hefur einsett sér að ganga á Jakobsveginum. Sýningarnar í Bíó Paradís munu standa yfir í tíu daga að frátöldum föstudeginum langa og páskadegi. Síðasti sýningardagur verður 25. apríl, annar í páskum. Í tilefni af frumsýningu Arfleifðarinnar í farteskinu verður fyrsti hluti kvikmyndabálksins, sem nefnist Inngangan, endur- sýndur í Bíó Paradís dagana 15. til 17. apríl vegna fjölda áskorana. Red Riding Hood Ævintýrið um Rauðhettu og úlfinn er komið í hryllings- búning. Valerie á að giftast hinum auðuga Henry en ákveður að stinga af með stóru ástinni sinni, skógar- höggsmanninum Peter. Þegar varúlfur drepur systur hennar breytist ýmislegt enda finnur Valerie fyrir sterkri tengingu við úlfinn. Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is bíó Sidney Lumet á góðri stund á Waldorf-hótelinu í New York með leikkonunni Lauren Bacall, ekkju goðsagnarinnar Humphrey Bogart. Rio Páskamynd Senu er úr sömu smiðju og Ice age- myndirnar. Hér segir frá sjaldgæfum arnarpáfa, Blu að nafni, sem lifir fá- breyttu lífi í Minnesota. Þegar vísindamenn finna kvenkyns bláan arnpáfa í borginni Ríó de Janeiro í Brasilíu er ákveðið að koma þeim Blu saman. En í Ríó kemur margt óvænt upp á og Blu verður hrifinn af annarri fuglagellu. Draumurinn um veginn heldur áfram 8 mínútur aftur og aftur Drengur og geit Bíó Paradís frumsýnir í dag, föstudag, myndina Boy frá Nýja-Sjálandi. Þar segir frá hinum ellefu ára Boy sem býr á bóndabæ ásamt ömmu sinni, yngri bróðurnum Rocky og geit. Þegar amman bregður sér af bæ í viku dúkkar faðir hans upp. Boy hafði talið sér trú um að pabbi væri mikil hetja en á daginn kemur að hann er lúsablesi og vandræðamaður sem er kominn aftur í þeim eina tilgangi að reyna að finna peningapoka sem hann hafði grafið í jörðu mörgum árum áður. Colter Stevens verður skotinn í fallegri konu við vonlausar aðstæður. 10 bestu myndir Sidneys Lumet að mati Empire 12 Angry Men 1957 Long Day’s Journey Into Night 1962 Fail-Safe 1964 Serpico 1973 Dog Day Afternoon 1975 Network 1976 Prince Of The City 1981 The Verdict 1982 Daniel 1983 Before the Devil knows You’re Dead 2007 Paul Newman, Sidney Lumet og Al Pacino hressir árið 1985. Newman og Lumet hafa nú safnast til feðra sinna en Pacino er enn í fullu fjöri. Menningarpílagrímurinn Thor á göngunni. Chalet Girl Gamanmynd um 19 ára stúlku sem hefur aldrei passað inn í umhverfi sitt á Englandi. Þegar henni býðst starf þjónustustúlku í fínum skíðaskála í Sviss grípur hún tækifærið. Síðan sér hún sér leik á borði þegar hún getur nýtt snjóbrettahæfileika sína til að krækja í mikið verðlaunafé. Hindranir verða þó í vegi hennar, og þá ekki síst hrifning hennar af fjallmyndarleg- um en lofuðum yfirmanni sínum í skíðaskálanum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.