Fréttatíminn


Fréttatíminn - 15.04.2011, Blaðsíða 48

Fréttatíminn - 15.04.2011, Blaðsíða 48
Harvard University Press er að gefa út skáldsöguna Myndin af Dorian Gray eftir upprunalega handritinu sem Lippincott, fyrsta útgefanda þess, var afhent vorið 1890 til útgáfu í tímariti hans í júní það ár. Þá strax tóku menn að laga texta Oscars Wilde til. Þótt fræðimönnum yrði það ljóst tæpum níutíu árum síðar að skáldsagan, sem kom fyrst út sem framhaldssaga í tímariti og síðar á bók, hafði verið afbökuð af útgefendum er útgáfa HUP sú fyrsta sem gerir höfundinum fullan sóma og birtast skýringar á ýmsu sem er á seyði í frásögninni sem kann að vera nútímales- anda hulið. Sagan er því að koma í ljós nútímalesendum með útgáfunni. Hér var hún þýdd um miðja síðustu öld en ætti nú að finna nýjan þýðanda og útgáfu í sínu rétta móti. Þarflaust er að taka fram að erótíkin, hómóerótíkin og sexúalitetið var það sem þurrkað var út úr sögunni. -pbb Hin rétta Mynd af Dorian Gray  Bókardómur draumagarðurinn Björn jóhannsson Í því örsmáa þéttbýli sem tók að myndast hér á malarkambinum norðan Tjarnarinnar á síðasta hluta átjándu aldar var fyrsti vísir að garði við Stjórnarráðshúsið (þá tugthús) með skipulögðum beðum og vermireitum að því er heimildir greina. Bæjarbúar voru margir með garðrækt til að bæta fæðuframboð og þótt Reykjavík og önnur bæjarfélög hafi staðið sig misjafnlega í skipulagningu slíkra garða í jaðri byggð- arinnar (því ekki í henni miðri?) urðu lóðarskikar brátt svo stórir, þegar hverfi tóku að myndast, að við hús urðu garðar. Því réð fyrst og fremst áhvílandi krafa um rými milli húsa vegna eldhættu. Draumagarður er ný bók um skipulag garða eftir Björn Jóhannsson lands- lagsarkitekt. Þar er gerð tilraun til að segja áhugamönnum (byrjendum) til um helstu atriði sem þarf að hafa í huga við garðaskipulag. Bókin er fallega brotin, bæði með skissum og tölvugerðum upp- dráttum og ljósmyndum sem flestar eru nýjar eða nýlegar og margar býsna keim- líkar. Þótt vandað sé til bókarinnar að öllu leyti, en hún skiptist í 40 kafla á 144 stórum blaðsíðum, er hún undirlögð af samræmdum smekk íslenskra garða- arkitekta nú um stundir. Lítur raunar á köflum út fyrir að vera kynningarbækl- ingur fyrir BM Vallá og hellu- og kant- steinasölu þeirra eða bræður þeirra í sólpallaiðnaðinum. Nú eru hellulagðir stígar og hin bráðnauðsynlegu þriggja bíla stæði innan lóðarmarka – vanalega hellulögð – frekar skammlíft fyrirbæri í íslenskri garðhönnun, rétt eins og stór mannvirki úr ódýrri hraðsprottinni furu sem leggja undir sig stóra hluta af rækt- unarplássi sem á teikningum er áætlað undir garð. Stéttir og pallar eru fyrir látlausan áróður framleiðenda orðin stór hluti af íslenskum görðum. (Metið átti ágætt fólk í Garðabæ sem byggði pall yfir allan garðinn sinn.) Allt er þetta gert í nafni þeirrar dyggðar sem fyrir misskilning telur hellulagnir og spýtupalla viðhaldsfrírri en til dæmis grasflatir – sem er mikill misskilningur. Fátt útheimtir stöðugri umhirðu en stéttir, palla þarf að endur- nýja eftir stöðugt viðhald eftir örfá ár – á meðan vel undirbúin grasflöt þarf ekki annað en slátt stöku sinnum á sumri. Pallar og helluflákar eru fyrir fólk sem á ekki að hafa garða heldur malbikað svæði umhverfis húsið sitt. Garðlata menn sem þola ekki gróður. Á þessu ástandi eiga garðahönnuðir ekki litla sök. Björn fjallar um gróður á ríflega 20 síðum í bók sinni; allt hitt er um hellur, tröppur, stíga og, gleymum ekki, fjölbreytta möguleika í pallagerð; bókin ætti frekar að heita Draumapall- urinn. Nú eru tillögur Björns ágætlega skýrar þótt hann leggi litla áherslu á undirbúning beða og moldar- og mal- arparta umhverfis hús sem geta styrkt vel það sem áætlað er að gera á lóðinni: Plöntur taka misvel við þeim grunni sem í boði er og þýðast illa sumar hverjar mómoldina. Vilji menn ná góðum árangri þarf ekki bara látlausa vinnu og umhirðu heldur verður hverri plöntu að gera rétt beð. Það tekur gróna garða ekki nema fá sumur að falla í órækt og það má sjá víða. Raunar virðast flestir garðeigendur hafa afar takmarkaðan áhuga á garðrækt eins og flestir garðar vitna um – þeir sem ekki hefur verið breytt í bílastæði sem yfirvöld láta alltaf óátalið þótt það éti upp götustæði fyrir öðrum. Enga tilraun gerir Björn á þessum tutt- ugu síðum til að kynna valkosti í garð- rækt. Bókin er í stíl við hina hefðbundnu garðsýn íslenskra garðyrkjumanna og þjónar þeim málstað vel.  drauma­ garðurinn Björn Jóhannsson 144 bls. Sumarbústaðurinn og garðurinn 2010.  Barbara demick Engan þarf að öfunda Þýðing Elín Guðmundsdóttir 336 bls. Ugla 2011. 40 bækur Helgin 15.-17. apríl 2011  Bókardómur Engan þarf að öfunda Bækur Páll Baldvin Baldvinsson pbb@frettatiminn.is Karlar sem hata konur er í amerískri út- gáfu sinni búin að slá met, var greint frá í vikunni sem leið: er fyrsta bókin sem hefur selst í milljón eintökum í stafrænu formi sem er fyrir vikið met. Larsson heldur áfram að seljast í Ameríku: Þríleikurinn hans er kominn yfir þrjár milljónir í stafrænni sölu og í allt hefur þríleikurinn selst í 17 milljónum eintaka. Stígur blessaður fer enda fremstur í bylgju norrænna höfunda víða um lönd og í kjölfarið fylgja margir sem vilja ná eins langt og hann svo að þeir geti sest í steininn helga eins og hann dreymdi um á meðan hann smíðaði með konu sinni þennan bautastein. -pbb Stieg setur met í netheimum Í ríki harðstjórnar Dýrð og blómi garðsins Bækur eru nokkrar til um skipulag og uppbyggingu skrúðgarða við heimili. Skipulagðir garðar eiga sér lengri sögu hér á landi en marga grunar; bæði klaustur og frömuðir um jarðrækt skipulögðu garða fyrir rækt til matnytja. Björn fjallar um gróður á ríflega 20 síðum í bók sinni; allt hitt er um hellur, tröppur, stíga og, gleymum ekki, fjöl- breytta möguleika í pallagerð ... Við vitum lítið um Norður-Kóreu. Lengst af frá lokum Kóreustríðsins, svo grimmilegt sem það var, hefur Kórea verið lokað land. Þaðan berast fáar sögur – hungursneyðin sem gekk þar yfir og er eitt mesta harðæri sem hefur áfallist eina þjóð á síðari tímum, var mörgum kunn en var ekki höfð í hámælum. Þar austur frá búa sem sagt milljónir manna við hörmulegar aðstæður og harðýðgi af hálfu stjórnvalda sem stýra landinu með það eitt markmið að lifa í hóglífi með styrkri stoð hersins. Jakob Uglubóndi hefur nú látið þýða, prýðilega af Elínu Guðmundsdóttur, nýlega bandaríska bók sem segir okkur af nokkrum einstaklingum sem ólust upp í skjóli Kim Il Sung, máttu þola erfiðleika og brutust að lokum burt. Sumpart hefst sagan við borgarastyrjöldina þar sem Bandaríkjamenn og samherjar þeirra börðust við kínverska herinn í bland við sveitir heimamanna. Þaðan eru örlög flestra þeirra sem við sögu koma spunnin. Höf- undur verksins er snjall sögumaður og byggir frá- sögnina á löngum viðtölum við helstu persónur en styður allt verkið ítarlegum heimildum sem tíund- aðar eru í skrá með bókinni. Hún heitir Barbara Demick og var í nær áratug fréttaritari LA Times þar austur frá. Norður-Kórea lýtur harðstjórn; Barbara dregur enga dul á hvernig norðurhlutinn gat satt þegna sína samfara því að stilling á innrætingarvélinni var fínstillt um tíma á meðan ríkið naut ókeyp- is orku og annarrar aðstoðar frá Sovétríkjunum og Kína. En eftir 1989 þvarr þann styrk og fram undan var áratugur hungurs og eyðileggingar í Kóreu. Barbara rekur dæmigerðar sögur af þeim hryllingi sem fólkið mátti þola; vannæringu sem leiddi milljónir í dauða og skaddaða eftirlifendur á sál og líkama. Frásögnin er lamandi en hvergi er verið að klæmast á ástandinu. Í leiðinni gefur hún lesanda greinargóða mynd af landinu og sumpart sögu þess, átökunum við Japan og Kína, þá vold- ugu nágranna. Bókin er þannig lykill að hluta af sögu Asíu sem okkur er annars ókunn. Yfir þessu öllu hangir mynd af alvaldi sem stýrir öllu, mótar hugsanir heillar þjóðar, kynslóð eftir kynslóð, með blöndu af frumstæðri hugsjón, þjóð- ernisrembu, gamaldags Konfúsíusarhyggju, jafn- vel kristni í bland við forneskju þar sem allt skal gert fyrir Flokkinn sem er aðeins hinum innvígðu og innmúruðu opinn. Enda fórst þjóðin í blindu þýlyndi. Maður líttu þér nær.-pbb Barbara Demick Var um árabil fréttaritari LA Times á Kóreu- skaga. Þetta eru dagar Gyrðis Elíassonar. Fyrir liðna helgi fékk hann alls staðar fullt hús hjá gagnrýnendum fyrir Tunglið braust inn í húsið og í byrjun þess- arar viku fékk hann svo bókmenntaverð- laun Norðurlandaráðs. Vika gyrðis Oscar Wilde Hómóerótíkin var þurrkuð út úr fyrri útgáfum af Myndinni af Dorian Gray. Er þinn auður í góðum höndum? Okkar viðskiptavinir velja óháðan aðila sem hefur skynsemi og áhættumeðvitund að leiðarljósi. Borgartúni 29 S. 585 6500 www.audur.is • Séreignarsparnaður • Eignastýring • Langtímasparnaður Taktu góða ákvörðun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.