Fréttatíminn


Fréttatíminn - 15.04.2011, Blaðsíða 30

Fréttatíminn - 15.04.2011, Blaðsíða 30
ingsklefanum. Ég reyndi að kalla hátt til hennar og hrista hana pínulítið og þá svaraði hún mér. Þegar við komum á slysadeildina hrakaði önduninni veru- lega. Hún var svæfð í snarhasti og sett í öndunarvél á gjörgæslu. Vegna þess að börn fá venjulega ekki kransæðastíflu var upphaflega greiningin á ástandi hennar að henni hefði svelgst á vatni í lauginni og legið við drukknun. Upp- köstin þóttu benda til þess. Mér fannst það sjálfri mjög skrítið að hún skyldi lenda á gjörgæslu í öndunarvél eftir að hafa svelgst á vatni. Það gekk ekki upp.“ Helga Sigríður: „Það hefði verið mjög skrítið. Ég var í rosalega góðu formi og æfði fimleika fjórum sinnu í viku.“ Hvað tók við á gjörgæslunni? María: „Hún var í öndunarvélinni og fram eftir degi var ástand hennar stöð- ugt. Fyrstu hjartalínurit voru eðlileg og undir kvöld fór hún í tölvusneiðmynda- töku til að útiloka að eitthvað meira væri að henni. Í sneiðmyndatökunni hægðist á hjartslættinum og hún fór nánast í hjartastopp. Við foreldrarnir vorum ekki hjá henni þegar þetta gerðist en sáum út- undan okkur að hjúkrunarfólkið flykkt- ist inn á stofuna hjá henni og hnoðaði á henni brjóstkassann. Í rúman klukku- tíma þurfti að beita hjartahnoði til að halda í henni lífinu og þá var hennar eina von að komast í hjarta- og lungnavél sem er staðsett í Reykjavík. Það var því flogið með hana suður og okkur fjölskylduna í flugvél á eftir henni.“ Á leið í hjartaskipti Helga Sigríður var tengd við hjarta- og lungnavél á Landspítalanum og fjölskyld- an var eðlilega slegin yfir því sem hafði gerst. Engar haldbærar skýringar höfðu fengist á ástandi hennar. María: „Eftir sólarhring á Landspítal- anum voru hjartsláttarritin hennar orðin mjög einkennileg. Hún var sett í hjarta- þræðingu og þá kom í ljós rof í kransæð- inni. Æðin hafði fallið saman og lækn- arnir urðu að setja upp net inni í æðinni til að halda henni opinni og tryggja blóð- streymið. Hjartað í henni rétt bærðist og lungun voru full af vökva. Ástandið skánaði nánast ekkert eftir aðgerðina og áfram var henni haldið sofandi. Þegar fjórir dagar voru liðnir frá því hún hné niður var ákveðið að fara með hana til Gautaborgar. Útlit var fyrir að hún þyrfti að fá svokallað gervihjarta eða gangast undir hjartaskipti.“ Því var flogið með Helgu Sigríði og foreldra hennar til Gautaborgar þar sem búist var við erfiðri og flókinni skurðað- gerð. María: „Mér leið eins og ég hefði orðið fyrir vörubíl. Það er mjög erfitt að lýsa tilfinningum sínum frá þessum tíma. Ég sveiflaðist upp og niður og á sama tíma og ég bjó mig undir það versta þá vonaði ég það besta. Ég gat ekki brotnað niður því ég varð að berjast fyrir hana. Ég er hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir og hef unnið á slysadeild. Ég gerði mér því full- komlega grein fyrir hversu hryllilega veik hún var. En hún er seig stelpan og það er mikill kraftur í henni. Á meðan hún lá í öndunarvélinni sagði ég henni að berjast, berjast og berjast. Ég hvíslaði að henni: „Áfram með þig, þú getur þetta. Ekki gefast upp!“ Hún var auðvitað sofandi en kannski smaug eitthvað inn.“ Helga Sigríður: „Mér finnst erfiðast að hugsa um hvernig foreldrum mínum, systkinum og öllum í kringum mig leið á þessum tíma.“ María: „Okkur var sagt að á fimmta degi eftir svona hjartaáfall réðist oft framhaldið. Annað hvort tæki fólk við sér þá eða ekki. Það kom á daginn hjá Helgu Sigríði. Á fimmta degi sneri hún loksins við þróuninni, kellingin. Hjartað í henni fór smám saman að slá. Henni var haldið sofandi en það var ekki lengur ástæða til að fara í hjartaskipti.“ Svaf í tólf daga María: „Eftir tólf daga svæfingu var hún loksins vakin. Ég var mjög stressuð því við vissum ekki hvort hún hefði orðið fyrir súrefnisskorti eða hvort það væri í lagi með hausinn á henni. Hún hafði reyndar farið í sneiðmyndatöku af höfði og þar sáust engin merki um blæðing- ar eða aðrar skemmdir. Ég þorði ekki Mér finnst erfiðast að hugsa um hvernig foreldrum mínum, systkinum og öllum í kringum mig leið á þessum tíma. að treysta á það. Hún hafði verið á sterkum lyfjum í marga daga og þegar hún var vakin var hún rosa- lega ólík sjálfri sér. Hún var tileygð og ég var sannfærð um að hún væri orðin blind. Þá hélt ég að ég myndi tapa mér.“ Helga Sigríður var ringluð eftir að hún vaknaði og man óljóst eftir því sem gerðist. María: „Eftir nokkra klukkutíma kom hún aðeins til. Við testuðum hana með því að sýna henni myndir af fjölskyldunni og spyrja hana alls konar spurninga. Við hringdum til dæmis í eldri börnin okkar og hún þekkti þau og talaði við þau í síma. Svo fjaraði hún út aftur.“ Örvæntingarfullir foreldrar Við tóku margir dagar þar sem Helga Sigríður lá vakandi en ekkert samband náðist við hana. Foreldrar hennar urðu óttaslegin en starfsfólk spítalans benti þeim reglulega á að vera þolinmóð. María: „Það var eins og hún væri ekki á staðnum. Eins og hún horfði í gegnum okkur.“ Helga Sigríður: „Ég man þetta allt eins og draum sem rennur saman við raunveruleikann. Ég man að þau stungu upp í mig ís en í minningunni var ég ekki stödd á spítalanum held- ur í risastóru húsi fullu af alls konar græjum og tækjum. Það var eitthvað skrítið að gerast í höfðinu á mér.“ María: „Ég var orðin mjög örvænt- ingarfull og sannfærð um að það væri eitthvað meira að henni. Ég þrá- spurði alla lækna og hjúkrunarfræð- inga á spítalanum hvort þetta væri eðlilegt en alltaf var ég beðin um að vera róleg og þolinmóð. Barnalækna- teymið kom sér saman um að ef við næðum ekki betur til hennar fljótt þyrfti að setja upp heilalínurit til að fylgjast betur með heilastarfsem- inni. Nokkrum klukkustundum áður en tengja átti heilalínuritið kom hún loksins aftur til okkar. Hún vaknaði bara um morguninn og fór að blaðra við okkur. Það var æðisleg tilfinning að segja læknunum sem bönkuðu upp á með línuritið að við þyrftum ekki á því að halda. Hvílíkur sigur. Loksins þekktum við stelpuna okkar aftur.“ Helga Sigríður var nokkra stund að ná áttum eftir tveggja mánaða al- varleg veikindi. Hún þurfti að dvelja á Barnaspítala Hringsins í Reykjavík og vera í stífri endurhæfingu og sjúkraþjálfun. Fórnarkostnaður fyrir heilbrigðan haus Helga Sigríður hlaut tauga- og vöð- vaskaða í fæti þegar hún var tengd við hjarta- og lungnavélina á Land- spítalanum. Vélin var tengd við hana með æðum í nára og hálsi og á meðan var blóðflæði niður í annan fótinn svo lítið að drep kom í hann. Fjarlægja þurfti stóran hluta vöðv- anna í kálfanum og er hreyfigetan í fætinum enn mjög skert. Helga Sigríður gengur með spelku og óvíst er hvort hún nær nokkru sinni fullum bata. Hún viðurkennir að því hafi fylgt mikil sorg að geta ekki lengur stundað fimleika af kappi en hana dreymir um að endurheimta krafta sína. María: „Við lítum á þessa kvilla sem fórnarkostnað fyrir að hafa hausinn í lagi og það er vel þess virði.“ Mæðgurnar segja fjölskylduna hafa átt yndisleg jól á Barnaspítala Hringsins en Helga Sigríður hafði einsett sér að komast heim til sín fyrir þrettán ára afmælið sitt. Dag- inn fyrir afmælið, 7. janúar, var hún svo útskrifuð af spítalanum. Og stelpan sem hefur sigrast á kransæðastíflu og hjartaáfalli aðeins tólf ára gömul er þakklát fyrir að ekki fór verr. Sjúkrasögu hennar er ekki allri lokið því nýlega uppgötvað- ist að kransæðin var aftur farin að þrengja að hjartanu. Mæðgurnar eru því staddar í Reykjavík um þessar mundir þar sem fyrirhugað er að skera Helgu Sigríði upp og gera við æðina fyrir fullt og allt. María: „Og við vonum að það verði endapunkturinn.“ Helga Sigríður: „Já, segjum það bara!“ Þóra Tómsasdóttir thora@frettatiminn.is Helga Sigríður hefur sigrast á hjartaáfalli og kransæðastíflu og gengist undir fjölmargar aðgerðir. Nú ætlar hún sér að endur- heimta kraftinn. Á meðan Helga Sigríður var tengd við hjartavél kom drep í fótinn á henni og fjarlægja þurfti stóran hluta vöðvanna í kálfanum. Hún vonast til að ná aftur fullri hreyfigetu svo að hún geti farið að stunda fimleika á ný. Á meðan hún lá í öndunar- vélinni sagði ég henni að berjast, berjast og berjast. Ég hvíslaði að henni: „Áfram með þig, þú getur þetta. Ekki gefast upp!“ 30 viðtal Helgin 15.-17. apríl 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.