Fréttatíminn


Fréttatíminn - 15.04.2011, Blaðsíða 66

Fréttatíminn - 15.04.2011, Blaðsíða 66
58 menning Helgin 15.-17. apríl 2011  Plötuhorn Dr. Gunna héðan í frá  Karl Hallgrímsson Á fyrstu plötu sinni flyt- ur Karl níu frumsamin lög og texta í kompaníi við góða menn, meðal annars Pálma Gunnars og Orra Harðar, sem er útsetjari og upptöku- stjórnandi. Tónlist Karls á margt sameiginlegt með því sem þessir samstarfsmenn hans hafa gert. Innihaldið er íslenskt popp, ögn blúsað á köflum, og platan er ljúf, róleg og angurvær. Karl syngur vel með sinni geðþekku rödd, lögin og textarnir eru ágætlega saman sett og Létt Bylgjan er þegar farin að spila lög af plötunni. Hér hefur ekki verið ætlunin að kynna frumkvöðlastarf eða framsækni í tón- máli poppsins og það er bara allt í lagi. Vonandi kveikir markhópurinn á þessari þægilegu plötu. From this Day Forward  Kristján B. Heiðarsson Kristján er stofnandi og trommari þungarokk- ssveitarinnar Changer. Á fyrstu sólóplötu sinni, þessari þriggja laga stuttskífu, er hann í allt öðrum pælingum. Hann spilar melódískar ballöður þar sem kassagítarinn er í öndvegi. Stíllinn er ögn tilraunakenndur, enda Ólafur Arnalds honum til halds og trausts. Kristján hefur þýða rödd og syngur grátklökkur á ensku til fyrrum kærustu. Það eru þrjú lög á stuttskífunni, það fyrsta langsam- lega best; mjög flott lagasmíði með frumlegum bakröddum og frábærri uppbyggingu. Hin tvö eru síðri, þótt falleg séu. Mjög spennandi væri að heyra plötu í fullri lengd því sé miðað við fyrsta lagið hefur Kristján lagt mjög góðan grunn að frekari snilld. Kvelertak  Kvelertak Góð tónlist sem passar í ræktina er ekki algeng. Tónlistin sem notuð er, er bara of oft of fávitaleg. Ég er lítill metalhaus, en System of a Down hafa löngum svínvirkað við svitamyndun og AC/DC og Rammstein eru klassísk í ræktina, eins og fólk veit. Á dögunum uppgötvaði ég fyrstu plötu Kvelertak (Kverkatak), sem er alveg æðisleg norsk þunga- rokkssveit frá Stafangri. Hér er þungarokkið ekki fávitalegt, eins og stundum vill verða, heldur tryllingslega kraftmikið, en samt bæði melódískt og fjölbreytt. Textar eru öskraðir á norsku yfir músík sem hrærir í grautum þunga- rokksins, með vænni slettu af frumpönki. Ég mæli heilshugar með þessari frábæru plötu. Leikfélagið Royndin frá Nólsoy í Færeyjum - Sjótekinn Norræna húsið, Leikfélag Hafnarfjarðar og Gaflaraleikhúsið kynna Miðapantanir í síma 565-5900 og í midasala@gaflaraleikhusid.is Umsagnir um sýninguna: „Þarna liggur að baki mjög áhrifamikil hugmynd […] og öll úr- vinnsla úr henni gerir útkomuna magnaða leikhúsupplifun. “ (Sigríður Lára Sigurjónsdóttir, www.leiklist.is) Sýnt í Gaflaraleikhúsinu í Hafnarfirði 1. sýning 16. apríl kl. 20:00 (uppselt) 2. sýning 17. apríl kl. 20:00 „Sagan er ómótstæðileg og fer með áhorfandann í sannkallaða rússibanareið milli gleði og harms.“ (Þorgeir Tryggvason, leiklistargagnrýnandi) F æreyska leiksýningin Havgird – Sjótekinn, í leik-stjórn Ágústu Skúladóttur, er á leið til Íslands og verður sýnd í Gaflaraleikhúsinu í Hafnarfirði á laugardag og sunnudag, 16. og 17. apríl. Leikfélag Hafnarfjarðar á 75 ára afmæli og er færeyska sýningin gestasýning á afmælinu. Sýningin  GaFlaraleiKhúsið havGirD - sjóteKinn „Færeyskt og íslenskt leik- hús eins og það gerist best“ Notast er við tónlist, trúðleik og brúðuleik til að skapa hversdagslegan töfraheim sem þrunginn er gleði og sorg. Hafið er helsta auðlind beggja þjóða en hefur einnig tekið sinn toll. sló eftirminnilega í gegn á NEATA- leiklistarhátíðinni í Hofi á Akureyri síðastliðið sumar, að því er fram kemur í tilkynningu, og var nýverið valin ásamt 20 öðrum sýningum úr hópi um 60 umsækjenda til þátt- töku á alþjóðlegu IATA-leiklistarhá- tíðinni sem haldin verður í Tromsö í Noregi í júní á þessu ári. „Þetta er því einstakt tækifæri til að sjá færeyskt og íslenskt leikhús eins og það gerist best,“ segir enn fremur. Havgird var sett upp síðastliðið vor af leikfélaginu Royndin í Nólsoy í Færeyjum, Ágústa Skúladóttir leikstýrði og leikmynd hann- aði Katrín Þorvaldsdóttir. Tilurð sýningarinnar var samtal Ágústu við nokkra meðlimi leikfélagsins, þar sem rætt var um þann þátt sem Ísland og Færeyjar eiga sameigin- legan; hafið. Það er helsta auðlind beggja þjóða en hefur einnig tekið sinn toll þar sem margir hafa horfið á hafi úti. Sýninguna unnu Ágústa, Katrín og leikhópurinn í samein- ingu og er hún helguð minningu sjómanna og allra annarra sem endað hafa daga sína í votri gröf. Sýningin er sjónræn þar sem meðal annars er notast við tónlist, trúðleik og brúðuleik til að skapa hversdagslegan töfraheim sem þrunginn er gleði og sorg. jonas@frettatiminn.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.