Fréttatíminn


Fréttatíminn - 15.04.2011, Blaðsíða 22

Fréttatíminn - 15.04.2011, Blaðsíða 22
www.jonogoskar.is Laugavegur / smáraLind / kringLan TÍmaLaus kLassÍk Í FermingargjÖF PI PA R\ TB W A • S ÍA Hvítt úr frá Skagen kr. 15.900. Stálúr frá Skagen kr. 23.900. É g er viss um að það var hér allt í gær,“ sungu ræningjarnir í Kardi- mommubæ þegar þeir fundu ekki húfuna sína eða fjögurra gata flautuna. Fjarvera frá Íslandi þarf ekki að vera löng til að fólki finnist að hér hafi eitthvað týnst sem var þar enn í gær. Ný hverfi, nýir veitinga- staðir, nýjar verslanir, allt sprettur þetta upp eins og gorkúlur og borg bernskunnar skiptir sífellt um lit og lögun. Þetta er að sjálfsögðu eðlileg þróun, en merkilegt hvað hægt er fyllast gleði og ákveðinni öryggistilfinningu þegar eitthvað sem var fyrir 40 árum er enn óbreytt og á sama stað. Þetta á til dæmis við um verslunina Verð- listann sem fagnar 46 ára afmæli í ár, stendur enn við Laugalæk þar sem starfsemin hófst og nýtur mikilla vinsælda. Verðlisti sendur um land allt Erla Wigelund stofnaði Verðlistann með eiginmanni sínum, Kristjáni Kristjánssyni tónlistarmanni, en upphaflega var hann eigin- legur verðlisti, skreyttur myndum af vörum sem voru á boðstólum og uppgefið verð. Það kom þó aldrei út nema einn slíkur listi. „Kristján var orðinn þreyttur á að spila,“ segir Erla, sem er 82 ára en kvik í hreyf- ingum og skokkar léttfætt upp stigann sem liggur úr versluninni upp í íbúðina þar sem hún býr. Hún blæs ekki úr nös og segir mér endilega að fá mér að reykja. „Ég þoli það alveg þótt ég reyki ekki sjálf,“ segir hún og blaðamaður klökknar næstum af þakklæti. Erla hlær, segir aðra dóttur sína reykja mikið og það þýði ekkert að vera að agnúast út í fólk fyrir það. „Upphafið já,“ segir hún og hugsar sig um þegar hún er beðin að rifja upp aðdragandann að stofnun Verðlistans. „Þetta voru skemmti- legir tímar. Kristján hafði stundað nám í Juilliard-tónlistarskólanum í New York og þar varð hann hrifinn af verðlistum sem voru auðvitað algengir þar. Hann hafði fulla trú á að slíkir verðlistar gætu hentað hér heima í strjálbýlinu og við fórum því af stað, fengum heilmikið af fötum hjá íslenskum fyrirtækjum eins og Feldinum, Gefjuni og Lífstykkjabúð- inni og vorum líka með húsgögn og hljóðfæri. Við létum svo prenta fallegan lista og sendum um allt land.“ Við fórum tvisvar á ári, vor og haust, út á lands- byggðina og salan gekk alltaf jafn vel, það vantaði alls staðar föt. Við ókum allan hringinn og tókum félagsheimili á leigu í tvo, þrjá daga á hverjum stað. 82 ára verslunarmær í Verðlistanum Kristjáni lagið að taka mál af konunum fyrir Lífstykkjabúðina Erla segir Verðlistanum hafa verið gríðarlega vel tekið og margir hafi pantað. „Það var samt ekki nóg til að hægt væri að hafa af því lifi- brauð. Ég keypti því stationbíl, fyllti hann af varningi og lagði af stað út á land. Kristján var ekki hættur að spila þá, en þegar hann hætti alveg keyptum við stóran bíl og fórum að panta vörur frá útlöndum, aðallega Bretlandi til að byrja með. Fram að því höfðum við verið með vörur í umboðssölu frá íslenskum fyrir- tækjum. Kristján var með stóra skápa fulla af herrafatnaði sem rauk út eins og heitar lummur. Það var eins og alla karla úti á landi vantaði föt,“ segir Erla og bætir hlæjandi við að Kristjáni hafi verið sérlega lagið að taka mál af kon- unum þegar þær vanhagaði um eitt- hvað úr Lífstykkjabúðinni. Erla segir ferðirnar um landið hafa verið ævintýri líkastar. „Við fórum tvisvar á ári, vor og haust, og salan gekk alltaf jafn vel, það vantaði alls staðar föt. Við ókum allan hringinn, tókum félagsheimili á leigu í tvo, þrjá daga á hverjum stað og stóru börnin voru með og hjálpuðu til, en yngsta dóttirin, Sig- rún Júlía, var hjá tengdamömmu. Í þrjú ár fórum við í þessar ferðir og vorum orðin vel þekkt alls staðar á landsbyggðinni.“ Allt á síðustu stundu upp á ís- lenska mátann Erla og Kristján bjuggu á Lauga- læknum þegar þetta var, en hinum megin við götuna var verið að byggja húsið sem nú hefur hýst Verðlistann í bráðum hálfa öld. „Þetta voru tveir rakarar sem voru að byggja og annar er hér enn. Þeir sögðu okkur að gert væri ráð fyrir að húsið yrði verslunarhús- næði, en fjögur rými voru í húsinu og fernar dyr. Á öðrum endanum var hárgreiðslustofa og hinum fiskbúð, en við keyptum rýmin tvö í miðjunni. Seinna keyptum við allt húsið, en Verðlistinn var formlega opnaður 5. apríl 1965.“ Erlu er skemmt þegar hún er spurð hvort verslunin hafi verið opnuð með mikilli viðhöfn. „Nei, biddu fyrir þér, þetta var allt upp á íslenska mátann. Við vor- um með smiði til fimm um morgun- inn, allt á síðustu stundu, en auðvi- tað slapp svo allt fyrir horn.“ Árið 1979 byggðu Erla og Krist- ján ofan á húsið og innréttuðu þar gullfallega íbúð þar sem Erla býr enn. Hún hvetur mig til að reykja meira, fá mér súkkulaði og meira kaffi og sýnir mér skemmtileg myndaalbúm frá ævintýraferðum fjölskyldu sem lagðist í farandsölu fyrir margt löngu. Vinir fyrir lífstíð á landsbyggðinni Erla segir að enn eigi hún yndislega vini síðan úr ferðalögunum forðum. „Þetta er fólk sem hefur verið fasta- kúnnar öll þessi ár og þegar það fellur frá taka afkomendurnir við. Það er ekki óalgengt í minningar- greinum um konur af landsbyggð- inni að minnst sé á ferðir þeirra í höfuðborgina og ítrekað að þeim þótti ekkert gaman í þessum ferð- um nema koma við í Verðlistanum. Þetta gleður mig ósegjanlega.“ Enn segist Erla senda mikið út á land. „Konur á landsbyggðinni hringja reglulega í okkur og panta fatnað. Við uppgötvuðum fljótt að konur eru kaupglaðari en karlmenn og hættum með herrafötin. Kristján fór utan með mér í verslunarferðir fyrstu árin, en svo tók dóttir mín við af honum og við rekum verslunina saman núna, för- um út í verslunarferðir tvisvar á ári, aðallega til Þýskalands. Við erum mest með vörur frá Danmörku og Þýskalandi.“ Heimsendingar út á land Síminn hringir látlaust en Erla af- sakar sig í símann og segist munu hringja síðar. Hún sé með blaða- konu í heimsókn. Sumar konurnar ætla að leggja inn pöntun símleiðis, aðrar eru að spá í útsölumarkaðinn sem er einmitt í gangi núna. „Við erum með þennan markað einu sinni á ári, þarna er mikið og gott úrval af fatnaði frá sumri og vetri á góðu verði. Markaðurinn er í Ármúla 44, stendur í mánuð og er einmitt opinn núna,“ segir Erla. Konurnar sem hringja utan af landi vantar að sjálfsögðu föt fyrir hin ýmsu tilefni, og Erla og Þor- björg dóttir hennar raða saman fötum sem þær síðan senda við- komandi konu. „Það er hugsanlega einhver sem vantar dragt og langar að hafa hana í ákveðnum lit. Hún gefur upp málin og ég sendi dragt- ina, mögulega jakka, pils og buxur, og oftast bjóðum við henni að senda blússu með. Konan velur svo það sem henni líkar best, borgar inn á bankareikning í sínum heimabæ og sendir það sem hún ekki kaupir aftur til baka. Þetta er alltaf jafn vin- sælt. Okkar markhópur er 40 plús og við hugsum vel um okkar konur,“ segir Erla hlæjandi. „Við erum ekki í mikilli samkeppni, helst eru það Laxdal, Hrafnhildur og Parísar- tískan. Við höfum alltaf lagt áherslu á að bjóða föt í stórum númerum og ég myndi segja að við værum með meðalverð á okkar vörum. Þá erum við með fjölbreyttan fatnað; dragtir, pils, kjóla, buxur, peysur, kápur og úlpur svo eitthvað sé nefnt. Við erum þó ekki með undir- fatnað. Það er gaman að hugsa vel um þennan hóp sem er hugsanlega kominn á sextugsaldurinn, en hér koma stundum ungar stúlkur með ömmum sínum og reka upp stór augu þegar þær sjá leggings eða toppa sem þær langar sjálfar í.“ Verðlistinn við Lauga læk er fyrir löngu orðinn stofnun í heimi reykvískrar dömutísku. Þar hefur Erla Wigelund ráðið ríkjum frá upphafi. Verðlistaárin eru orðin 45. Þó að Erla sé komin á níræðisaldur er hún enn á fullu í rekstrinum, eins og Edda Jóhannsdóttir komst að þegar hún hitti hana á dögunum. Ljósmyndir / Hari og úr einkasafni Útstillingarglugginn í Verðlistanum var hinn glæsilegasti. Erla er hálffæreysk og býður alltaf upp á skerpukjöt um páska. Kristján og Erla á upphafsdögum Verðlistans. Verðlistinn hefur haldið sjó í ölduróti undanfarinna ára og fagnar 46 ára afmæli í ár. 22 viðtal Helgin 15.-17. apríl 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.